Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 34

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 34
Á fundi framkvœmdanefndar Framleiðsluráðs hinn 16. janúar sl. gerðist m.a. þetta: Uppgjör á sauðfjáxinnleggi haustið 1986 Gerð var grein fyrir uppgjöri á sauðfjárinnleggi á sl. hausti. Heildarkjötmagnið varð rúmlega 12.828 tonn sem skiptist í rúml. 10.700 tonn af dilkakjöti og 2128 tonn af kjöti af fullorðnu fé. í þetta uppgjör vantar hluta af því kjöti sem Framleiðnisjóður greiddi á tveimur svæðum, þ.e. á Suðurlandi og í A.-Skaftafells- sýslu. Uppgjör fyrir þetta kjöt fór fram samkvæmt reglugerð nr. 339 frá 22. júlí 1986 og er fyrsta upp- gjörið sem fer fram samkvæmt nýjum uppgjörsreglum sem mið- ast við skiptingu framleiðslunnar á 26 svæði. Samkvæmt því er hvert búmarkssvæði gert upp sérstak- lega. Við það uppgjör kom í ljós að 9 svæði af 26 framleiddu minna en þau höfðu rétt til. Þau eru: Svæði nr. 1. Gullbringu- og Kjósarsýsla; nr. 8. V.-Barða- strandarsýsla; nr. 9. V.-ísafjarðar- sýsla; nr. 15. Eyjarfjarðarsýsla; nr. 16. S-Þingeyjarsýsla; nr. 17. N.-Þingeyjarsýsla vestanverð; nr. 23. A.-Skaftafellssýsla; nr. 25. Rangárvallasýsla og nr. 26. Ár- nessýsla. Samkvæmt reglugerðinni var þeim rétti sem þessi svæði notuðu 122 Freyr ekki til framleiðslu skipt milli ann- arra svæða þannig að þau svæði sem framleiddu mest umfram rétt sinn fengu hlutfallslega mest. Áður var dregin frá framleiðsla umfram búmark og framleiðsla þéttbýlisbúa. Þannig voru verð- skert alls rúml. 272 tonn eða rúm- lega 1,4% á hverju svæði þar sem skerðing fór fram. í krónum nem- ur þessi skerðing 19.145 þúsund innan búmarks og að auki er skerðing þar sem ekkert búmark er (á framleiðslu þéttbýlisbúa) kr. 15.515 þúsund á öllum svæðum. Miklar kvartanir hafa borist frá framleiðendum vegna þessa upp- gjörs. Þónokkur dæmi eru þess að skerðing einstakra framleiðenda sé yfir kr. 100 þúsund. Rætt var um hvort einhver ráð væru til að fá þetta mildað en í ljós kemur að ýmsir þeirra sem fá mesta skerð- ingu eru ungir menn sem hafa verið að byggja upp bú sín og hafa ekki verið búnir að ná upp fram- leiðslu sinni á viðmiðunarárunum. Einnig er hér um að ræða menn með lítil bú sem notið hafa vernd- ar vegna smæðar búanna á undan- fömum árum. Verkasldpting afnrðastöðva Rætt var um verkaskiptingu milli aðila innan Sambands afurða- stöðva í mjólkuriðnaði, (SAM), og innan Landssamtaka slátur- leyfishafa, (LS). Verkaskipting þessi lýtur að skipulagningu mark- aðarins innanlands og utan og fleiri atriðum. Samningur hafði verið gerður milli Framleiðsluráðs og SAM á sl. ári um þessi efni, en hann hlaut ekki staðfestingu landbúnaðar- ráðuneytis. Nauðsyn var talin á að koma þessum samningum á fyrir yfir- standandi verðlagsár. Uppgjör SAM við mjólkursamlögin í desember sl. Lagt var fram innbyrðis uppgjör mjólkursamlaganna fyrir verð- lagsárið 1985/’86. Samkvæmt því var inneign sex mjólkursamlaga rúml. kr. 135.287 þúsund en skuld ellefu samlaga rúml. kr. 51.117 þúsund. Samkvæmt samningi ríkisins og Stéttarsambands bænda var fullvirðisréttur á síðasta verðlags- ári 107 milljón lítrar. (Innlögð mjólk á verðlagsárinu var hins vegar um 111,5 milljón lítrar). Heimilaðar útflutningsbætur nægðu ekki til að greiða fullt út- flutningsverð á mjólk innan ríkis- ábyrgðar og urðu mjólkursam- lögin að taka á rekstur sinn það sem á vantaði og var hluti þess umfram verðmæti mjólkur, sem framleidd var án fullvirðisréttar. Útvegun fjár til lækkunar á smjörverði í febrúar 1986 var ákveðið að verja 100 millj. krónum til að lækka verð á 1150 tonnum af smjöri, þar af komu 65 millj.krón- ur frá bændum en 35 millj. krónur frá ríkissjóði. Úr Kjarnfóðursjóði áttu að koma 30 millj. kr. og af þeim hafa skilað sér kr. 28 millj. Greiðshir fyrir kmdakjöt til bænda vegna verðlagsársins 1985—1987. Endanlegt meðalverð Verð Hækkun Hækkun Hækkun Hækkun til bænda 1/9 '85 1/12 '85 1/3 '86 1/6 '86 alls á kg kjöts. Úrvalsfl............. 163,68 4,40 6,24 2,35 12,99 176,85 1. verðfl................ 156,21 4,19 5,96 2,23 12,38 168,59 2. verðfl................ 138,67 3,72 5,29 1,98 10,99 149,66 3. verðfl................ 113,53 3,05 4,32 1,63 9,00 122,53 4. verðfl................. 84,98 2,28 3,24 1,21 6,73 91,71 5. verðfl................. 66,45 1,78 2,54 0,95 5,27 71,72 6. verðfl................. 50,55 1,36 1,92 0,73 4,01 54,56 Þessu uppgjöri var lokið í nóvember 1986. Þéttbýlisbúar fengu 25% skerðingu á haustverðið.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.