Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 35

Freyr - 01.02.1987, Blaðsíða 35
Af verðskerðingarfé áttu að koma kr. 35 millj. en af þeim hafa skilað sér 31 millj.kr. Petta fé hefur verið notað upp og hefur ekki reynst unnt að ljúka uppgjöri við mjólkursamlögin fyrir desembermánuð 1986 vegna fjárskorts. Fjallað var um hvernig unnt væri að útvega fé þannig að smjör þurfi ekki að hækka í verði. Helst var lagt til að innheimta allt fitu- verðmæti úr léttmjólkurrjóma í því skyni, en þeirri breytingu er ekki unnt að koma á fyrr en 1. mars nk. við nýja verðákvörðun búvara. Almannaviðbúnaður Lögð var fram skýrsla frá Birni S. Stefánssyni um ferð sem hann fór til Noregs og Svíþjóðar í nóvem- ber sl. til að kynna sér almanna- viðbúnað eða hagvarnir í þessum löndum. Ákveðið var að senda skýrsluna til Hagvarnarráðs og lögð áhersla á að farið verið að vinna slíkar áætlanir hér á landi. Vinna við útreikning á fullvirðisrétti Lagt var fram bréf frá landbúnað- arráðuneytinu þar sem upplýst er að það hafi óskað eftir því við Framleiðnisjóð að hann greiði búnaðarsamböndunum fyrir vinnu þeirra við útreikning á fullvirðis- rétti til framleiðslu mjólkur og kindakjöts á síðasta ári. Könnun á skjölum er varða íslenskan landbúnað Lögð var fram umsókn frá Júlíusi J. Daníelssyni um fjárstyrk til að rannsaka skjöl og heimildir í dönskum söfnum er varða ís- lenskan landbúnað, einkum frá miðri 18. öld til 1837 þegar fyrstu búnaðarsamtök voru stofnuð á íslandi. Samþykkt var að veita Júlíusi kr. 100 þúsund í þessu skyni. Stjóm mjólkurframleiðslunnar 1987/’88 Lagt var fram bréf frá landbúnað- arráðherra þar sem hann óskar eftir tillögum Framleiðsluráðs um það hvernig eigi að reikna fullvirðisrétt bænda til mjólkur- framleiðslu á verðlagsárinu 1987/ ’88 og beðið er um að tillögum verði skilað fyrir 10. febrúar 1987. Ákveðið var að fela svæðabú- marksnefnd að undirbúa tillögur á þessu efni fyrir næsta fund. Bráðabirgðaálit og tillögur nautakjötsnefndar Lagt var fram álit starfsnefndar Framleiðsluráðs um nautakjöts- mat, en í nefndinni sátu: Haukur Halldórsson formaður, Guð- mundur Lárusson og Gunnar Oddsson. Nefndin leggur til að 600 tonn af kýrkjöti verði tekin út af neyslumarkaði en verðmæti þess kjöts að frádregnum sjóðagjöld- um eru 103.152 þús. kr. Lagt er til að sá kostnaður verði fjármagnað- ur þannig: þús. kr. Áætlað söluverð kr. 5.151 Hlutur bænda, fóðurgj ... kr. 25.000 Hlutur sláturleyfishafa ... kr. 14.000 Framleiðnisjóður kr. 59.000 Afgreiðslu málsins er ekki lokið. Framleiðsla og sala mjólkur Innlögð mjólk á árinu 1986 var 109.949.607 lítrar sem er um 5.928 þús. Iítrum eða 5,11% minna en árið áður. Sala mjólkur á árinu 1986 var tæpl. 46.341 þús. lítrar sem er rúml. 635 þús. lítrum eða 1,39% meira en árið áður. Rjómasala á árinu var rúml. 1.842 þús. lítrar sem er tæpl. 84 þús. lítrum eða 4,75% meira en árið áður. Skyr- sala dróst saman á árinu um rúml. 77 tonn eða 5,01%. Smjörsala varð rúml. 1.296 tonn og jókst um rúml. 94 tonn eða 7,88%. Mjólkurostasala varð um 1920 tonn og jókst um 115 tonn eða 6,37%. Mysuostasala varð um 78 tonn og dróst saman um 1,7 tonn eða 2,21%. Útfluttir ostar á árinu voru um 1373 tonn sem er um 70 tonnum eða um 5% meira en árið áður. Sala og birgðir af kindakjöti Sala á kindakjöti fyrstu 4 mánuði verðlagsársins, (sept.—des. ’86) var um 2.982 tonn sem er tæpl. 1.231 tonni eða 29,7% minni en á sama tíma árið áður. Birgðir í árslok voru um 11.154 tonn sem eru um 1.997 tonnum eð 21,8% meira en árið áður. Framleiðsla og sala á nautakjöti Innlagt nautakjöt á fyrstu 11 mán- uðum ársins 1986 var tæpl. 2.953 tonn sem er 391 tonni eða 15,3% meira en árið áður. Sala á nautakjöti á sama tíma var 2.433 tonn sem er 22 tonnum eð 0,9% minna en árið áður. Birgðir nautgripakjöts hinn 1. des. 1986 voru 1.797 tonn sem er 573 tonn- um eða 46,9% meira en árið áður. Framleiðsla og sala á svínakjöti Innlagt svínakjöt fyrstu 11 mánuði 1986 var tæpl. 1.663 tonn sem er 197 tonnum eða 13,5% meira en árið áður. Sala svínakjöts á sama tíma var 1.672 tonn eða um 11% meiri en árið áður. Birgðir hinn 1. desember 1986 voru um 49 tonn sem er 25,3% minna en árið áður. Framleiðsla og sala á hrossakjöti Innlagt hrossakjöt fyrstu 11 mán- uði 1986 var 691 tonn sem er 60 tonnum eða 8,0% minna en árið áður. Sala á hrossakjöti á sama tíma var 687 tonn sem er 64 tonn- um eða 8,5% minna en árið áður. Birgðir hrossakjöts hinn 1. des. 1986 voru tæp 463 tonn sem er 30 tonnum eð 6,2% minna en árið áður. Freyr 123

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.