Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 8
Utsjónarsemi þarf við endurbætur á byggingum Viötal við Gunnar Jónasson, forstöðumann Byggingastofnunar landbúnaðarins Byggingastofnun landbúnaðarins á nafn sitt að rekja til laga frá 16. apríl 1971. Saga hennar er þó í raun mun lengri þótt hún gengi undir ýmsum nöfnum. Rœktunarsjóður- inn gamli hafði, þegarfrá leið, sérstakan byggingaráðunaut íþjónustu sinni, Jóhann Fr. Kristjánsson. Gunnar Jónasson Með lögum frá 1928 var svo á- kveðið að stofna Teiknistofu Bygginga- og landnámssjóðs og tók hún til starfa í ársbyrjun 1929. Síðan kom Teiknistofa nýbýla- stjórnar með lögum frá 1936, Teiknistofa Búnaðarbankans ári síðar, þá Teiknistofa landbúnað- arins með lögum frá 1938 og svo loks Byggingastofnun landbúnað- arins, sem fyrr er geti. En þrátt fyrir þessar nafn- breytingar og áminnst lög hefur þetta í raun og veru verið ein og sama stofnunin allt frá því að Teinkistofa Bygginga- og land- námssjóðs leit dagsins ljós, Þótt starfsemin hafi tekið nokkrum breytingum og aukist að umfangi. Jóhann Fr. Kristjánsson var fyrsti forstöðumaður stofnunar- innar. Síðan Þórir Baldvinsson frá 1937 til 1969, Ólafur Sigurðsson frá 1969 til 1971 og svo núverandi forstjóri, Gunnar Jónasson, frá því í ársbyrjun 1972. Framanskráð orð eru upphaf að spjalli, sem fréttamaður Freys átti við Gunnar Jónasson, forstöðu- mann Byggingastofnunarinnar. Er við höfum þannig rifjað ofurlítið upp fortíðina vikum við að stofnuninni sjálfri og fysta spumingin var hvemig háttað væri tengslum Byggingastofnunarinnar við Stofnlánadeild landbúnaðarins. Byggingastofnunin er rekin af Stofnlánadeildinni og starfar undir hennar stjórn og stjórn Stofnlánadeildar er um leið stjórn Byggingastofnunarinnar, sagði Gunnar. — Stofnlánadeildin er í tengslum við Búnaðarbankann en starfsmenn hennar eru ekki starfs- menn bankans. Nú, Stofnlána- deildin kostar svo rekstur Bygg- ingastofnunarinnar að því leyti sem við vinnum ekki fyrir okkur. Hver era helstu verkefni Byggingastofnunarinnar? í stórum dráttum má segja að verkefni séu þríþætt: í fyrsta lagi Grund í Kolbeinsstaðahreppi. tbúðarhús er reist eftir teikningu nr. 1 sem gerð var á Teiknistofu Byggingar- og landnámssjóðs árið 1929. Myndin er frá árinu 1979. (Ljósmyndir af húsum tók Gunnar Jónasson). 136 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.