Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 10
Núpsdalstunga í Fremri-Torfustaðahreppi, V.-Húnavatnssýslu. Hér sést hið dœmigerða vandamál nútímans. Útihús stœkka og einfaldast í sniðum og bera bœjarhúsin ofurliði. Hér er þó ósköp notalegt samkomulag húsanna. Miðdalur í Laugardalshreppi í Amessýslu. Ibúðarhús reist eftir teikningu gerðri á Teiknistofu landbúnaðarins árið 1949. Myndin er frá árinu 1979. Raftholt í Holtahreppi í Rangárvallasýslu. tbúðarhús reist eftir teikningu Bygginga- stofnunar landbúnaðarins frá árinu 1979. Myndin er frá árinu 1980. Hefur hlutverk Byggingastofnunarinnar að einhverju leyti breytst frá þvi sem það var í upphafi? Að sumu leyti er það óbreytt, að öðru leyti ekki. Megintilgangur- inn með stofnuninni er sá sami og áður en breytingin er fólgin í því, að ýmis verkefni hafa bæst við fremur en að upphaflegar hug- myndir hafi tekið breytingum. Þjónustan við Stofnlánadeildina hefur aukist og svo ýmsar rann- sóknir. En allt miðar þetta starf að því að byggð séu betri og hentugri hús þar sem kostnaði er þó haldið inna hóflegra marka. Nú er sú þjónusta, sem þið veitið, seld á mjög vægu verði, að því er mér skilst. — Já, ég held að óhætt sé að segja það. í lagaákvæði, sem lýtur að þessu, segir að Byggingastofnun- inni sé „heimilt að selja þjónustu sína á sanngjörnu verði, sam- kvæmt ákvörðun Stofnlánadeildar landbúnaðarins“. í rauninni má segja að þetta þjónustugjald hafi nánast ekki verið neitt allt fram til árisins 1982. Þá hækkaði það nokkuð en er þó samt sem áður mjög hóflegt. Mun láta nærri að það standi nú undir einum þriðja kostnaðarins við rekstur stofnun- arinnar. 138 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.