Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 13

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 13
Ærin 76-685 á Hæli í Torfalœkjarhreppi. Myndin er tekin vorið 1983 en þá varð hún fjórlembd. Ærin eignaðist alls 21 lamb á 7 árum. lagningar, því að neytendur í dag vilja fleiri rétti á sitt borð en saltkjöt og hangikjöt, við skulum muna það. Ágúst hræðist III. flokks Iömb- in, heldur að þeim fari fjölgandi í kjölfar þess að vænu lömbunum sé útrýmt. Þessir flokkar verða báðir að minnka í framtíðinni og er það tiltölulega auðvelt víðast hvar, t. d. með tilfærslu á burðartíma og sláturtíma, sem verður að breytast í samræmi við þessar aðstæður og með ræktun haustbeitar sem ekki verður misnotuð. Það er aldrei nauðsynlegra en nú að vera með kál til haustbeitar til að jafna gæði framleiðslunnar og sleppa engu lambi í slátrun undir 12 kg og fáum yfir 16 kg. Fjárbókinni flett. Það fór fyrir mér eins og Ágústi að ég fletti mikið fjárbókinni eftir sláturtíðina. Þar komst ég að mörgu mjög skemmtilegu, sem gladdi mig mikið og fyllti mig bjartsýni um fjárræktina í framtíð- inni, um að fljótlega verði að laga fjárstofninn að breyttum mark- aðskröfum, því að mismunurinn á milli einstaklinga í hjörðinni er svo mikill. Af þessum 12 hrútum sem ég notaði síðastliðinn vetur, munaði rúmlega 40% milli hrúta hvað þeir gáfu mörg lömb í O- flokk, miðað við jafnþung lömb. Meðalþunginn á lömbunum hér í haust var 16,0 kg og var ég með rúm 24% í O-flokk. Af þessum hrútum voru tveir hrútar sem gáfu 50% af lömbunum í O—flokk en svo voru 3 hrútar sem gáfu innan við 10% í O—flokkinn, og þar sem ég fékk öll lömbin fitumæld, kom einnig í ljós, að þessir sem voru með fá lömb í O-flokk fóru rétt yfir 12 mm fitu á síðu, en hjá hinum var fjöldi yfir 15 mm. Þá kom það í ljós að kjötmatið 1985 hefur verið mjög gott, og sterkt samhengi milli ára, því að þeir hrútar sem þá gáfu flest lömb- in í stjörnuflokk gáfu nú flest í I. flokk og minnstu síðufituna, en þeir sem gáfu mörg lömb 1985 með umsögninni „of feitur í stjörnuflokk" fengu fjölda af lömbum í O-flokk. Allir hrútar hér eru mjög lágfættir og vel gerð- ir en misstórir, en merkilegast var að tveir minnstu og samanþjöpp- uðustu hrútarnir gáfu fæst lömb í O-flokk. Eftir þessari niðurstöðu hér, ætti þessi ræktun að vera tiltölu- lega auðveld sem og með góðu bókhaldi og réttu vali á hrútum Frh. afbls. 139. Eru þið ekki stundum skammaðir hér hjá Byggingastofnuninni? Skammaðir, já, það má kannski orða það svo. Við verðum oft fyrr gagnrýni, sem okkur finnst ekki alltaf á rökum reist, enda hefur það borið við, að hún hafi horfið við það eitt, að viðkomandi fékk að koma til okkar í heimsókn og sjá, hvað við erum í rauninni að gera. En það vantar ekki, við eigum að hafa eyðilagt sveitirnar, hvorki meira né minna. Þess ber þó að geta, að við ráðum ekki t.d. staðsetningu húsa, þar er valdið annarra manna, en einmitt niður- röðun húsa er oft aðalatriðið. inn á sæðingarstöðvarnar. Við skulum hvergi kvika frá fyrri stefnu, um að hafa féð lágfætt og þykkvaxið með mikla vöðva en velja á móti óeðlilegri fitusöfnun, en um þessa þætti fara bændur ekki að hugsa nema það komi við pyngju þeirra. Því fagna ég ennþá þeirri ákvörðun Sexmannanefndar í haust, að verðfella O-flokkinn, en betur má ef duga skal. Bændur sjálfir eru vægari við okk- ur í dómum sínum, enda teljum við okkur vinna í þeirra þágu og með þeim, sagði Gunnar Jón- asson. Því má svo bæta hér við, að fyrir þá, sem áhuga hefðu á að kynna sér byggingasögu sveitanna síð- ustu 60 árin a.m.k., er úr miklu að moða hjá Byggingastofnuninni. Trúlega má finna allar þær teikningar sem gerðar hafa verið þar af byggingum í sveitum allt frá því að Teiknistofa Bygginga- og landnámssjóðs tók til starfa árið 1929, auk mikil fjölda mynda af húsum í sveit. -mhg. Útsjónarsemi þarf við endurbætur á byggingum. Freyr 141

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.