Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 16
Ketill A. Hannesson Skattframtal í ár Nauðsynleg gögn: 1. Leiðbeiningar ríkisskattstjóra, sem eiga að fylgja framtalseyðublöðunum. 2. Leiðbeiningar ríkisskattstjóra við útfyllingu á landbúnaðarskýrslu. 3. Leiðbeiningar við fyrningarskýrslu á bakhlið hennar. Inngangur. Nú er komið að framtalsgerð og full ástæða til þess að fara að huga að þeim málum. Vissu- lega vil ég hvetja menn til þess að gera framtöl sín sem mest sjálfir. Sú vinna gefur viðkomandi bónda góðar upplýsingar um rekstur búsins og leiðir hugann að bættum rekstri. Vinna við framtal er töluverð en þeirri vinnu er ekki kastað á glæ því að reikna má með að margar spurningar vakni um það hvernig bæta megi reksturinn. Um framtalið er það að segja að ekki hafa orðið verulegar breytingar frá fyrri árum á framtalseyðu- blöðum og því er auðveldara fyrir hvern og einn að fylla út þessi eyðublöð, með því meðal annars að lesa leiðbeiningar. Rétt er þó að benda mönnum á að lesa aðeins þær leiðbein- ingar sem tilheyra þeim blöðum, sem verið er að fylla út. Rétt er að benda á að endur- greiðsla á kjarnfóðurskatti skal telja fram á tekjuhlið landbúnaðarframtals. Framleiðslu- ráð landbúnaðarins hefur sent út afurðarmiða yfir þessar greiðslur. Á efnahagsreikningi var bætt inn í fyrra „Fjárfestingasjóði“. Nokkuð var um það, að hann væri notaður á síðasta ári vegna þess að þá komu inn meiri tekjur á einu ári vegna staðgreiðslu landbúnaðarvara til bænda. Árið 1986 komu einnig inn eftirstöðv- ar frá fyrri árum og því mun árið 1986 koma betur út á framtalinu heldur en það raunveru- lega gerir. Fjárfestingasjóður. Heimildir eru í skattalögunum um að fresta skattlagningu þess fjár sem fyrirhugað er að leggja í atvinnurekstur. Pað er gert með því að leggja í fjárfestingarsjóð. Fjárfestingasjóðir eru eiginlega tvennskonar. Annarsvegar stofnfjárreikningar þeirra sem eru með at- vinnurekstur og hinsvegar þeirra sem ætla síðar að fara út í atvinnurekstur. Stofnfjárreikningur starfandi bænda, (Landbúnaðarframtal), (Fjárfestingarsjóðstillag.) Ef árið hefur komið mjög vel út fjárhags- Iega, þ.e.a.s verið rekið með hagnaði má fresta skattskyldu 40% hagnaðar ársins með því að leggja að minnsta kosti helming þeirrar upphæðar inn á stofnfjárreikning fyrir 1. júni 1987. Þeir sem stunda atvinnurekstur geta á þann hátt frestað skattlagningu á ákveðinni upp- hæð með því að leggja inn á „Stofnfjár- reikning“ nánar tiltekið 40% af hagnaði við búreksturinn. Einungis þeir sem reka bú sín með verulegum hagnaði geta því nýtt sér þessa heimild. Þegar síðan er tekið út af þessum reikningi kemur sú upphæð til tekna (framreiknuð með verðbreytingarstuðli) en þá má fyrna nýjar eignir á móti þeim, og er það háð vissum skilyrðum. Stofnfjárreikningur einstaklinga. (Skattframtal, ekki landbúnaðarframtal.) Önnur leið til þess að fresta skattlagningu er að leggja inn á „Stofnfjárreikning“ að hámarki 45.900 kr. (91.800 fyrir hjón) fyrir lok tekjuársins og er það þá frádráttarbært, 144 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.