Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 18
en sá böggull fylgir skammrifi að upphæð þessi kemur til tekna ásamt verðbótum eftir sex ár, hafi stofnun atvinnurekstrar ekki haf- ist. Ef tekið er út af stofnfjárreikningi fyrr telst % til tekna á því ári, en Vá árið eftir. Stofnfjárreikningar koma vel til greina hjá hátekjumönnum eins og t.d. sjómönnum, sem hafa miklar tekjur og ætla sér að verða bændur eða stunda annan atvinnurekstur. Hlutabréfakaup. Einstaklingar, sem kaupa hlutabréf í hluta- félögum og fjárfestingafélögum, sem ríkis- skattstjóri hefur veitt staðfestingu á að hafa fullnægt ákveðnum skilyrðum, geta dregið kaupverð þeirra hlutabréfa frá skattskyldum tekjum sínum að svo miklu leyti sem um er að ræða aukningu á fjárfestingu í atvinnurekstri. Til frekari skýringa má benda á eyðublað nr. R3.10, „Greinargerð um frádrátt vegna fjár- festingar í atvinnurekstri.“ sem fæst á skatt- stofunum. Hætt störfum vegna aldurs. Rétt er að minna á frádrátt frá tekjum, þegar látið er af störfum vegna aldurs eða vegna framteljanda sem fallið hafði frá og hafði fyrir heimili að sjá og hafði ekki nýtt þessa heimild áður. Frekari skýringar eru á eyðublaði R3.08. Húsbyggingarskýrsla. Allir þeir, sem stóðu í byggingafram- kvæmdum verða að gera húsbyggingar- skýrslu. Á þessu búi sem hér er tekið sem dæmi er ekkert hús í byggingu. Frekari skýr- ingar eru í blaðinu í fyrra á bls. 141 (Freyr nr. 4) Byggingin var tekin í notkun um haustið 1985 og refahúsið var þá fært á fyrningar- skýrsluna og reiknuð 6% fyrning. Sjá fyrning- arskýrslu. (mynd 1) F ymingarskýrsla. í almennum búrekstri er árleg fyrning reiknuð af: a) Búvélum ..................... 20% b) Útihúsum ..................... 4% c) Loðdýrabúum .................. 6% e) Gróðurhúsum................... 8% Almennt eru bifreiðar ekki eign búsins heldur einkaeign og færast því á skattframtal. Pá er notuð föst fyrning (nú 50.003 kr.), sem ríkisskattstjóri gefur upp árlega og er sú upphæð skráð á eyðublaðið fyrir rekstur bíls- ins á bls. 6. Bílar eða önnur einkaeign er ekki háð ákvæðum um söluhagnað eða sölutap. Allar eignir í atvinnurekstri, hvort sem það er landbúnaður eða annar atvinnurekstur eru hinsvegar háðar ákvæðum um söluhagnað eða sölutap, þegar og ef eignir eru seldar, sem notaðar eru í atvinnurekstri. Um sölutap og söluhagnað vísast til greinar í Frey 1985 nr. 4 bls. 142. Einnig eru þar fleiri atriði, sem hér er ekki minnst á. Ekki eru nein tengsl á milli fasteignamats og fyrningarskýrslu. Það má sem sagt ekki nota fasteignamat sem fyrningargrunn fyrir ný útihús. Aftur á móti er fasteignamatið notað, þegar eignir eru skráðar til eigna á landbún- aðarframtalið og gildir það um allar fast- eignir. í þeim tilfellum þegar hús er í byggingu og það hefur ekki verið metið til fasteigna- mats, þá er nýja húsið fært á kostnaðarverði eða réttara sagt bókfærðu verði. Þá ætti það að vera Ijóst að við gerð fyrningarskýrslu kemur fasteignamatið ekkert við sögu. Byrjað er á því að færa af gömlu skýrslunni yfir á þá nýju. Dálkar 5 og 11 á gömlu skýrslunni fara í dálka 3 og 4 á nýju skýrslunni og tölurnar eru óbreyttar. Sjá mynd 1. Síðan eru þessir dálkar margfaldaðir með verðbólgustuðli ársins, sem er nú 1,2843. Niðurstöður eru settar í dálka 5 og 6. Góð æfing það ekki satt!. Með þessum margföldunaræfingum er verið að reyna að skrá eignir rétt miðað við upprunalegt verð. Árleg fyrning er síðan reiknuð af þessari upphæð. Síðan er árleg fyrning og áður fengn- ar fyrningar lagðar saman og sú upphæð færð í dálk 11. í síðasta dálk, nr. 12, er fært bókfært verð, sem er mismunur á upphæð í dálk nr. 5 og 11. Allar eignir á fyrningarskýrslunni eru 146 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.