Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 25

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 25
Undantekningarlítið reiknast bændum sölu- hagnaður af sölu jarða. Skattlagning slíks söluhagnaðar getur orðið stór biti að kyngja. Við sölu jarða er rétt að hafa eftirfarandi í huga. * Öll lán skulu vera með hæstu leyfilegu vexti eða að fullu verðtryggt. * Áríðandi er að reikna fulla vexti á allar greiðslur, sem nefndar eru útborgun, nema þá upphæð sem greidd er við undirskrift kaupsamnings. * Verðtrygging á lánum er miklu eðlilegri viðskiptamáti heldur en 20% vextir. * Kynnið ykkur reglur um söluhagnað af jarðarsölu áður en skrifað er undir kaup- samning. Þessar leiðbeiningar eru engan vegin tæm- andi, en ég vona að þær komi að gagni. Ég vil ráðleggja bændum að loka framtali sínu, þ.e.a.s. að reikna sér laun. Að öðrum kosti eru reiknuð lámarkslaun og hagnaður og þar með tapast 10% frádráttur á þann hluta sem telst hagnaður. Hvað verður álagningarseðiUiiui hár ? Skattstiginn. Af fyrstu 412.200 kr. reiknast 18% Af næstu 412.200 kr. reiknast 28,5% Af umfram 824.400 kr. reiknast 38,5% Fyrsta skattþrep getur hækkað um 206.100 kr. eða úr 412.200 kr. í 618.300 kr. ef annar makinn er tekjulaust. Ef annar makinn nýtir ekki allan sinn persónuafslátt millifærist ónotaði hlutinn til hins makans. Sama regla gildir einnig um lækkun útsvars. Persónuafsláttur. Hann er 58.370 kr. Lækkun útsvars. Á mann er lækkun 4.131 kr. Vegna barns er lækkun 828 kr. Fyrir hvert barn umfram þrjú önnur 826 kr. Lækkun skiptist milli hjóna. Barnabœtur. kr. Með fyrsta barni eru barnabætur .. 12.625 Með hverju barni umfram eitt .... 18.910 Barnabætureinstæðraforeldra ... 25.250 (þ.e.a.s.með hverju barni) Fyrir börn yngri en 7 ára eru barnabætur til viðbótar......... 12.625 Barnabótaauki er 25.250 kr. og greiðist tekju- og eignalitlu fólki. Þessi barnabótaauki skerðist um 7% af því sem samanlagður útsvarsstofn hjóna fer fram úr 505.000 kr. og um 7% af því sem útsvarsstofn einstæðs foreldris fer fram úr 344.250 kr. Þá skerðist barnabótaaukinn um 1,2% af því sem eignaskattsstofninn fer fram úr 1.568.250 kr. Hjá einstæððum foreldrum skerðist barna- bótaaukinn um 2,4% af því sem eignarskatts- stofn fer fram úr 2.091.000 kr.__ Lágmarksfrádráttur einhleypings er 64 260 kr., sem þýðir að í reynd er ekki greiddur tekjuskattur af fyrstu 357 000 kr. Þessi frá- dráttur kemur í stað 10% frádráttar hjá hjón- um. Hjá einstæðu foreldri er þessi lágmarks- fráttur 112 455 kr. Dæmi um útreikning á skatti Jóns og Huldu 1. Skattar Jóns kr. TekjurJóns 600 000 Tekjur Huldu 400 000 Tekjur tveggja barna yngri en 16 ára .. 156 000 Tekjuskattur Jóns er reiknaður af 600 þúsundum mínus 10% eða 540 000. kr. 1. Af 412.200 reiknast 18% eða 74.196 2. Af 127.800 reiknast 28.5% eða 36.423 Alls 110.619 Persónuafsláttur - 58.370 Tekjuskattur 52.249 2. Utsvar Jóns Útsvar 10% af 600.000 = 60.000 Lækkun útsvars = 4.131 Lækkun útsvars vegna barns + 826 Útsvar kr. 55.043 Freyr 153

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.