Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 27

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 27
vinnuframlags (t.d. söluhagnaði eigna, vaxtatekjum og veiðileigutekjum), eru lægri en 1.766.973 kr. verður að ætla að stærð búsins nái ekki stærð gundvallarbúsins. Skal þá reiknað endurgjald skv. 1. og 3. tl. lækkað eins og hlutfall þessara heildartekna á móti heildartekjum grundvallarbúsins segir til um. Enn fremur skal taka tillit til aðstæðna hverju sinni við ákvörðun viðmiðunartekna, svo sem þess ef bóndi nær ekki heildartekjum grund- vallarbúsins vegna afurðaverðs, árferðis (heybrests vegna harðinda, kalskemmda, öskufalls o.þ.u.l.) eða annarra atriða sem máli skipta og ekki er tekið tillit til í þessum viðmiðunarreglum. Einnig skal tekið tillit til aldurs, heilsu, starfstíma, vinnu utan bú- rekstrar, svo og til aðkeyptrar vinnu. Heimilt er að hækka fjárhæðir þær er um ræðir í 1. og 3. tl. að teknu tilliti til greindra ákvæða um skerðingu reiknaðs endurgjald, ef þau eiga við, um að hámarki 50%. Auk þess má hækka reiknað endurgjald vegna yfirvinnu um að hámarki 50% þeirrar fjárhæðar sem reiknuð er skv. 1. og 3. tl. að teknu tilliti til framangreindrar lækkunar eða að hámarki 124.774 kr. hjá bónda sem stendur einn fyrir búrekstri eða 249.548 kr. samtals hjá hjónum sem standa bæði fyrir búrekstri. Hámark reiknaðs endurgjalds sem skatt- stjóri getur ákvarðað skv. 1. mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981 takmarkast við það að fjárhæð þess má ekki mynda tap sem er hærra en sem nemur samanlögðum almennum fyrningum skv. 38. gr. og gjaldfærslu skv. 53. gr. lag- anna. Hjá elli- og örorkulífeyrisþegum tak- markast ákvörðun skattstjóra á reiknuðu endurgjaldi við það að ekki myndist tap á búrekstrinum. Reikni bóndi börnum sínum á aldrinum 13—15 ára á tekjuárinu endurgjald fyrir vinnuframlag þeirra skv. síðasta málslið 2. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr. laga nr. 75/1981, skal við mat á hámarki því sem um ræðir í 2. mgr. 59. gr. laganna og draga má frá sem rekstrar- kostnað, miða við meðaltímakaup frá 108,50 kr. til 124,05 kr. eða frá 4.340 kr. til 4.962 kr. á viku. Komrækt á jörðinni fjórðungi minni en í fyrra. Matvælaaðstoð minnkar. Kornframleiðsla í heiminum er talin vera 25% minni árið 1986 en 1985, sem að vísu var metár, og minni en meðaltal síðan 1980, að því er fréttir frá Matvæla og land- búnaðarstofnun S.Þ. herma. Vegna mikilla kornbirgða frá fyrri árum kemur þó ekki til verðhækk- unar á korni. Það er einkum í Evrópu sem uppskerubrestur hefur orðið vegna þurrka. í Kanada var hins vega góð kornuppskera. Frá Bandaríkjunum berast fréttir um minni uppskeru en búist var við. Þessi samdráttur í kornfram- leiðslu um víða jörð hefur áhrif á matvælaaðstoð við þurfandi þjóð- ir. Matvælastofnun S.Þ. er að afla upplýsinga um hvar neyðin er stærst til þess að geta beint Leiðrétting í greininni „Smá innlegg í land- búnaðarumræðuna", eftir Jón Eiríksson, á bls. 14—16 í 1. tölu- blaði 1987, féliu niður nokkur orð. í miðdálki á bls. 16 er milli- fyrirsögn: Bændur í neðsta þrepi launastigans. Málsgreinin sem fylgir þar á eftir er hér endurprentuð og eru orðin sem féllu niður hér feitletruð: „Ásamt föstum niðurgreiðslum á kindakjöti og mjólk hafa stjórnvöld líka þann möguleika að halda niðri gjaldalið verðlags- grundvallarins þannig að laun bóndans haldist og helst hækki þótt minna framleiðslumagn sé til kornsendingum þangað sem þörf- in er mest. skiptanna. Þar vegur þyngst áburður og kjarnfóður ásamt kostnaði við vélar. Ekki mun af veita. Nýlega kom fram á Alþingi (Alþingistíðindi 1986) að á verð- lagi ágústmánaðar 1986 var launaliður bóndans kr. 637 þús. hinn 1. október 1983, en kr. 700 þús. hinn 1. júní 1986 sem þýðir i raun að laun bóndans ná ekki að fylgja launum viðmiðunarstétt- anna þetta tímabil. Síðan bætist við samdráttur í leyfilegri fram- leiðslu og eftirgjöf í launum í verð- lagsgrundvellinum haustið 1986. Það er þó ljóst að bændur eru fallnir niður í neðsta þrep í launa- stiga landsmanna.“ Freyr 155

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.