Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 29
heimildir til aukins búskapar, m.a. vegna kynslóðaskipta og jafnvel til að hefja búskap á eyði- jörðum samkvæmt ákvörðun Jarðadeildar ríkisins, en ákvarð- anir Stofnlánadeildar og Jarða- deildar voru ekki í samræmi við vilja samtaka bænda. Árið 1984 var svo komið að búmarkið var orðið gjörsamlega ónýtt stjórn- tæki og verulega verðfellt sem eign, eða skert sem réttur jarðar. Búvörulögin 1985. Þann 1. júlí 1985 tóku gildi ný lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvara. þessi lög áttu að marka tímamót fyrir íslenzkan landbúnað til sóknar og varnar. Með lögunum var reynt að sætta sjónarmið hinna ýmsu búgreina innbyrðis annars vegar og hins- vegar sjónarmið neytenda við landbúnaðarframleiðendur. Á- kveðið er í þessum lögum að bændur fái fullt verð greitt á á- kveðnum dögum fyrir umsamið framleiðslumagn mjólkur- og sauðfjárafurða og jafnframt á- kveðnar minnkandi greiðslur út- flutningsbóta til 1990 en einnig auknar greiðslur til Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins, sem síðan úthluti fjármagni til búhátta- breytinga og mildi búskerðingu með beinum greiðslum til bænda, eins og gert er víða erlendis í þeim markaðsþrengslum sem þar eru. Að sjálfsögðu þarf að endurskoða þessi lög eins og öll mannanna verk, einkum aðlögunartímann, sem verður að lengja, svo og ýms ákvæði um stjórnun og verðmynd- un landbúnaðarframleiðslunnar í heild. Stéttarsambandsfundur 1985. Með nýju búvörulögunum kom það í hlut aðalfundar Stéttar- sambands bænda 1985 að marka stefnu um minnkandi framleiðslu og hverjir fengju fullt verð fyrir sauðfjár- og mjólkurafurðir sínar. Þar var samþykkt að miða við hlutfall af búmarki. Við frekari úrvinnslu þessarar samþykktar hjá svæðabúmarksnefnd Stéttarsam- bandsins varð sú niðurstaða að til að ná sanngjarnri niðurstöðu yrði að miða við þrennt: Búmark í árs- lok 1980, búmark haustið 1985 og framleiðslumeðaltal þriggja síð- ustu verðlagsára. Það var loks í lok janúar 1986, þegar verðlags- árið var hálfnað, að reglugerð landbúnaðarráðherra um mjólk- urframleiðsluna var birt. Þar var nær eingöngu tekið mið af fram- leiðslu síðasta árs, búmarkið þar með að mestu afskrifað og komið aftan að bændum sem áður höfðu hlýtt kalli um framleiðslu- minnkun. Að auki misstu jarðir réttindi til búvöruframleiðslu, t.d. vegna tímabundinnar lægðar við kynslóðaskipti, en slík skerðing hlýtur að jaðra við eignaupptöku. Þá var einnig komið aftan að bændum með þessa ákvörðun, miðað við fyrri stjómunarmark- mið svo sem í tilfærslu gangmála kúa, og þeir bændur sem höfðu framleitt mjólk miðað við búmark og hlutfallslega skerðingu frá því fyrri hluta verðlagsársins urðu að framleiða nær verðlausa mjólk í allt að 3 mánuði. Þessi viðmiðun mismunaði einnig framleiðslu- svæðum, þar sem viðmiðunarárin voru slæm heyskaparár á Vestur- og Suðurlandi. Að síðustu má full- yrða að þessi framkvæmd hvetur bændur til að framleiða eins og þeir hafa rétt til héðan í frá, því að með því verja þeir eignarrétt sinn. Til að mæta áföllum og ýmsum aðstæðum var ákvæði í reglugerð- inni um úthlutun 5% af fullvirðis- rétti hvers búmarkssvæðis eftir flóknum úthlutunarreglum, sem ekki voru á öllu landinu fram- kvæmdar eins. Þetta kallaði á at- hugasemdir nær hvers einasta bónda og undu ekki nærri allir úrskurði um fullvirðisrétt og sendu mál sín til yfirnefndar eða úrskurðarnefndar sem átti að fjalla um þessi mál samkvæmt bú- vörulögunum og reglugerðinni. Með afar furðulegum hætti, að ekki sé meira sagt, vísaði þessi Báruplast og efni á stálgrindahús Framleiðum báruplast, vel glært, í 8 litum. Ýmsar stærðir og gerðir fyrirliggjandi l-bitar, vinklar og prófílrör fyrirliggjandi í loðdýrahús og önnur stálgrindahús. J. HINRIKSSON HF. Súðarvogi 4,104 Reykjavík. Símar: 91-84677,91-84380 og 91-84559 Freyr 157

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.