Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 34

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 34
kerfi hefur ekki lagað sig að breyttum háttum, eins og bændur hafa verið neyddir tii að gera markaðarins vegna. Hér er um langt mál að ræða sem varla er hægt að bæta við hér, en þó vil ég rökstyðja þessa framsetningu með nokkrum atriðum: Búnaðarfélag íslands, sem var stofnað árið 1899 með sinni yfir- stjórn, Búnaðarþingi, sem kemur árlega sman með 25 kjörnum full- trúum víðsvegar af landinu og starfar með líku sniði og í upphafi, enda þótt margar stofnanir og fé- lög séu búin að taka við störfum þess. Helstu stofnanirnar eru Stéttarsamband bænda og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, sem hvor um sig kalla sína fulltrúa árlega saman víðsvegar að af landinu. Það má áreiðanlega samræma störf Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Einnig ýmis rannsóknarstörf land- búnaðarins við Rannsóknastofnun landbúnaðarins, með sínum til- raunastöðvum ásamt með til- raunastöðvum búnaðarsam- bandanna. Einnig ættu að vera til skoðunar sameigingarþættir Rannsóknastofnunarinnar við ákveðin störf hjá Tilraunastöð Háskólans á Keldum og rekstur Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Til að mæta fjárhagsvanda þess- ara stofnana má annars vegar vinna að þessari samræmingu og hins vegar beita aðhaldi í formi lagabreytinga. Þar mætti gjarnan koma til skoðunar að ríkisjóður myndi styrkja landbúnaðinn á þann hátt að greiða hálf laun ráðunauta og annarra leiðbein- enda, en búnaðarsambönd og bú- greinarfélög greiddu launin á móti, en þannig yrði tryggð virkni í þessari þjónustu, sem kæmi bændum beint til góða. Mynda þarf álíka tengsl búgreina við rannsóknastofnanir, þannig að unnið sé að rannsóknum sem bændur í hverri búgrein óska eftir. Ef þessi leið væri farin mætti hugsa sér í grófum dráttum ein- földun stjómkertisins í landbún- aðinum þannig: Stéttarsamband bænda með kjörnum fulltrúum frá búgreinafélögunum annars vegar og hinsvegar frá búnaðarsam- böndunum í vissu hlutfalli, þ. e. frá búgreinafélögunum miðað við framleiðslu, en með meiri jöfnun frá búnaðarsamböndunum. Undir Stéttarsambandið heyrði þá ráðu- nautaþjónustan, búreikningar, hagdeild og loks markaðsdeild, sem gerði tillögur um verðlagn- ingu og ynni að markaðsmálum Yfirdýralæknir Verölag og verölagning Samkvæmt ósk ritstjóra Freys skal upplýst eftirfarandi. Lyfjaverð er ákveðið af Lyfjaverðlagsnefnd og er gefin út lyfjaskrá á 3ja mánaða fresti af Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. í henni má finna upplýsingar um verðlagningu á lyfjum fyrir dýr og menn. Verð samkvæmt lyfjaverðskránni er með söluskatti en án afhending- argjalds og gjalds fyrir útskrift lyfsins. Verð lyfjanna hér að neðan er samkvæmt lyfjaskrá 1. janúar 1987. Afhendingargjaldi er þó bætt við verð á lausasölulyfjum. Breytingar á söluskatti og gengi hafa áhrif á lyfjaverð. Verð á nokkrum algengum dýralyfjum 31. janúar 1982. Lyf til inndælingar eða í leg: Pasicillin Pasing 3 milljón ein 43 kr glasið Penicillin Pasing 5 milljón ein 72 kr glasið Ilcocillin P, upplausn, 100 ml 430 kr glasið IlcociIIin PS, upplausn, 100 ml 671 kr glasið Streptocillin, upplausn, 100 ml 993 kr glasið Streptocillin, upplausn, 40 ml 471 kr glasið Depomycin, upplausn, 100 ml 509 kr glasið Ostrilan, upplausn, 30 ml 167 kr glasið Streptocillin m/suldadimidin, stflar 48 kr stfllinn Terramycin, stflar 124 kr stfllinn Lyf í spena: Orbenin spenatúbur 46 kr túban Streptocillin spenatúbur 68 kr túban Cepoxillin spenatúbur 65 kr túban Nafpenzal, spenatúbur 54 kr túban Spenastflar, lokaðir (20 stk) ullarstflar/Kol- umbus 385/283 kr dósin Spenastflar, opnir (6 stk) 313 kr dósin Geldstöðulyf, Orbenin DC 60 kr túban Geldstöðulyf, Cepravin 70 kr túban Lyf við skitu: Aureomycin duft, 225 g 436 kr Sulfa-guanidine, 100 töflur á 0.5 g 215 kr Sulfa-dimidine, 100 töflur á 0.5 g 298 kr Cosumix, 10 x 10 g 391 kr pakkinn Lactade, sölt til upplausnar 68 kr bréfið Colinovina með sprautu/án sprautu 686/746 kr 162 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.