Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 36

Freyr - 15.02.1987, Blaðsíða 36
Hvað þurfa bændur að Ágætu ritstjórar. Ég hef fylgst af áhuga með skrif- um um ull í blaðinu og mér hefur fundist á mörgu að það verð sem fæst fyrir ullina sé varla nógu hátt til að réttlæta þann aukakostnað og vinnu sem þarf til að framleiða úrvals ull. Það er alltaf markaður fyrir úrvalsvöru, ef hún er ekki of dýr. Nú þætti mér vænt um ef þið vilduð kasta fram þessari spurn- ingu til lesenda ykkar: Hvað þurfa bændur að fá fyrir kílóið af ullinni, (hvítri og mislitri), til að réttlæta fá fyrir góða ull? þann kostnað og vinnu sem til þarf, til þess að framleiða úrvals- ull? Ég veit af eigin reynslu að íslenska ullin er mjög viðkvæm og kannski sérstakleg við íslenskar aðstæður, en íslenska ullin er líka alveg sérstakt hráefni ef hún er vel með farin. Mér fannst grein Guðríðar Helgadóttur í 23/’86 blaði Freys athyglisverð og tek undir allt sem hún segir. Undanfarin ár hefur ull ekki verið hátt skrifuð á heimsmarkaðnum en mér virðist á flestu að hún sé aftur á uppleið. En samkeppnin er hörð og Nýsjá- Iendingar og Ástralíumenn vita hverning á að framleiða góða ull og hreina. En megnið af þeirri ull sem þeir framleiða er ekki eins góð og íslensk ull gæti verið ef vel væri að farið. Stefanía Sveinbjarnardóttir Yeoman Farm, Parham, Ontario Canada, KOH 2KO Fuglar fótheitir í ísvatni. Hingað til hefur það verið leyndarmál fugla hvers vegna þeir geta staðið með fætur í ísköldu vatni án þess að þeim verði kalt. Enginn hefur heldur vitað hvernig þeir fara að því að halda hausnum á sér köldum á flugi, eða hvernig hæna getur viðhaldið líkamshita sínum háum og stöðugum þegar hún liggur á eggjum. En með doktorsritgerð danska dýrafræðingsins Uffe Midtgárd, sem hann varði við Kaupmanna- hafnarháskóla í desember sl., er komin hugsanleg skýring á því hvernig fuglum helst svona vel á líkamshita sínum. Fuglar hafa svonefnda hita- skipta bæði í fótum og höfði. í fótunum eru þeir búnir til úr flóknu neti af æðum, slagæðum og bláæðum sem fuglarnir brúka til þess að miðla hita til og frá. Þetta fyrirbæri er í því fólgið að fuglar geta minnkað varmatap frá nöktum fótum sínum niður í nærri því ekkert. Menn héldu áður að þetta ætti aðeins við um háfætta fugla, en Uffe Midtgárd hefur fundið út að það gildir líka um marga aðra fugla, m.a. endur. Varmaskiptirinn í höfðinu kælir aftur á móti blóðið til heilans og án hans myndu fuglarnir deyja þegar líkamshiti þeirra á flugi fer oft upp í 45 stig. Þegar hitabylgjur eru, t. d. í Ástralíu, heyrist oft að þúsundir smáfugla drepist. Skýringin kann að vera sú, að varmaskiptir smá- fugla sé lítill og eigi erfiðara með að gegna hlutverki sínu, ef fugl- arnir fá ekki nægan vökva, að áliti Uffe Midtgárds. Hann hefur auk þess ásamt öðr- um vísindamönnum mælt blóðrás til ásetusvæðisins undir búknum á hænum þegar þær liggja á. Þessi tilraun hefur ekki áður verið gerð, en hún sýndi að blóðrásin eykst þegar eggin undir hænunni kólna, og þar með er viðgangur unganna tryggður. (J.J. D. eftir heimild í Politiken 7.12.1986). ALTALAÐ A KAFFISTOFUN ■■ Mötun eða sköpun í Degi hinn 15. desember 1986 er viðtal við Hjalta Pálsson bóka- vörð og forstöðumann Safnahúss- ins á Sauðárkróki. Þar upplýsir hann að vídeóvæðingin hafi dregið úr útlánum bóka hjá bókasafninu á Sauðárkróki og heldur áfram: Sérstaklega finn ég til þess hvað börnum sem sækja safnið hefur fækkað. Ég held að ástæða sé fyrir bókasöfn- in að huga að þessu máli í sam- vinnu við skólana. Því ef börn alast ekki upp við að lesa og umgangast bækur þá gera bau það ekki þegar þau verða fullorðin. Ég tel hættulega þessa miklu mötun sém börn jafnt sem full- orðnir verða fyrir í dag. Hættan felst í því að sköpunargáfa við- komandi hverfi eða komi aldrei fram og fólk finni sér ekkert að gera og hundleiðist á þeim tímum sem mötunin fer ekki fram.“ 164 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.