Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 7
Ráðunautafundur 1987. Ráðunautafundur Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1987 var haldinn í Bændahöllinni dagana 10. til 13. febrúar sl. Þrenn meginefni voru til meðferð- ar á ráðstefnunni; a. veðurfar og búskapur á norðlægum slóðum, b. heimaöflun og c. þátt- ur leiðbeiningaþjónustunnar í framleiðslu- stjórnun og eflingu nýgreina. Þau erindi sem flutt voru um fyrsta efnið, veðurfar og búskap á norðlægum slóðum, eru hluti af stærra verkefni sem alþjóðleg stofnun með aðsetur í Austurríki, er fjallar um auð- lindir jarðar og vandmál í meðferð og nýtingu þeirra, gengst fyrir og fer fram víða um heim. Niðurstöður íslensku rannsóknanna hafa nokkuð verið kynntar. Þar kemur fram hve búskaparskilyrði hér á landi eru háð hitafari, en lækkun meðalhita um 1°C getur leitt til 15—20% rýrnunar á beitarþoli úthaga eftir hæð yfir sjó o.fl. Einn sá þáttur sem veldur hækkun á hitastigi á jörðinni er koltvísýringur í andrúmslofti. Mikil notkun á kolum og olíu á síðari tímum hefur valdið því að magn koltví- sýrings hefur aukist í andrúmslofti og er enn að aukast. Tvöföldun þess leiðir til að meðal- hiti hér á landi hækkar um 4°C þannig að loftslag hér yrði eins og í Skotlandi. Efamál er hvort það yrði þjóðinni eingöngu fagnaðar- efni þar sem slík hækkun hita leiddi m.a. einnig til bráðnunar jökla og hækkunar á yfir- borði sjávar. Fyrirferðamesta viðfangsefni Ráðunauta- fundarins var heimaöflun. Um árabil hefur heimaöflun í fjölbreyttari mynd en verið hefur á síðari tímum verið kall tímans og margt hefur þar áunnist. Er þar nærtækt að benda á minnkandi fóðurbætisnotkun í sauðfjár- og nautgriparækt á undanförnum árum. Umfjöll- un um heimaöflun á Ráðunautafundi skiptist í nokkra meginþætti. Þeir voru bætt ræktun, þ.e. nýting túna, grænfóðurs, korns og belg- jurta. Annar þáttur var fóðurverkun og fóðr- un. Þar var m.a. fjallað um ýmsar hliðar votheysverkunar, bæði í hefðbundnum geymslum og í rúlluböggum og tæknileg atriði við að koma fóðrinu af túni í geymslu. Einnig var þar fjallað um heykögglagerð á bændabýl- um en nokkrar færanlegar vélasamstæður sem framleiða heyköggla eru nú reknar hér á landi. Um fóðrun voru m.a. fluttir fyrirlestrar um nýtingu jóturdýra á gróffóðri og samhengi fóðurverkunar og væntanlegs fóðrunarárang- urs. Þar voru kynntar niðurstöður þess efnis að prótein má ekki vera of auðmelt ef jórtur- dýr eiga að nýta það til fulls. Beinir það sjónum að því hve eldþurrkað fiskimjöl er góður próteingjafi fyrir jórturdýr. Fóður einmaga dýra var einnig fjallað um, einkum hvernig auka má hlut innlends fóðurs í fóðri svína, alifugla og kanína. Lokaþáttur í heimaöflun á þinginu var um beit. Þar voru lagðar fram nýjar og nýlegar tilraunaniðurstöður um beit hrossa, sauðfjár og nautgripa. Síðasti dagur Ráðunautafundar var helgað- ur þætti leiðbeiningaþjónustunnar í fram- leiðslustjórnun og eflingu nýgreina. Þann dag var fjallað um þau mál sem koma mest við kviku bænda um þessar mundir, sem eru markaðsmál og í framhaldi af þeim viðhald búsetu. Erindi voru flutt um búvörulögin, baksvið þeirra og breytingar sem kölluðu á setningu þeirra, um framleiðslustjórn og bú- vörusamninga ríkis og Stéttarsambands, um Framleiðnisjóð landbúnaðarins og um bú- rekstrarkönnun á Norðurlandi. Þá voru flutt erindi um þátt leiðbeininga- þjónustunnar í eflingu nýgreina og erindi um möguleika í nýgreinum í sveitum. í sambandi við síðasttalda erindið var lögð fram ítarleg hugmyndaskrá Stéttarsambands bænda um nýja atvinnumöguleika í sveitum, sem send mun verða öllum bændum á landinu. Eins og það efni sem hér hefur verið rakið ber með sér, og er þó ekki allt upp talið, var rauði þráður fundarins að leita ráða til að leiða íslenskan landbúnað út úr þeim þreng- Frh. á bls. 201. Freyr 175

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.