Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 9

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 9
Já, ríkið tók hluti annarra hluthafa eignarnámi. Hvaða rök vorufyrir því að ríkið yfirtók verksmiðjutia? Ég hef ekki sett mig inn í það mál, en hef heyrt að óánægja hafi verið á meðal almennra hluthafa um fyrirkomulag arðgreiðslna þ.e. arður var takmarkaður í lögum. Á þessum tíma stóðu einnig fyrir dyrum umfangsmiklar breytingar á rekstrinum þar sem áformað var að byggja nýja blöndunarverk- smiðju. Það er eitt sem mér er í minni eftir að ég fór að fylgjast með Áburðar- verksmiðjunni og það var gagnrýniá „Kjarnann“. Hann var fínkornóttur en ekki grófkornóttur eins og óskað var eftir og eins og annar áburður var. Var verksmiðj- an stækkuð tilþess að koma því í lag? Hún var í sjálfu sér ekki stækkuð til að koma því í lag. Hinsvegar kom til nýr tækjabúnaður við stækkunina sem leysti þetta vandamál með kornastærð Kjarn- ans. En með stækkuninni hefst framleiðsla á blönduðum áburði, svonefndum NPK—áburði en fram að því hafði eingöngu verið framleiddur Kjarni. Framleiðsla á þessum þrígilda áburði hófst í ágúst árið 1972. Lengi vel var salan vaxandi en nú erhún komin ímeira jafnvægi, er ekkisvo? Á árunum 1980—1984 er salan um og yfir 70 þúsund tonn af áburði. Árið 1985 fellur salan niður í 62 þúsund tonn og árið 1986 var salan um 60 þúsund tonn. Við teljum að salan sé komin í jafnvægi, og álítum að á næstu árum verði hún um 55—60 þúsund tonn. Veldur það ykkur erfiðleikum þeg- arsalan dregst svona saman? Já, mjög verulegum. Áburðar- verksmiðjan var í stöðugri upp- byggingu allar götur þangað til lokið var við að reisa nýja Saltpéturssýruverksmiðjan, köfnunarefnisgeymir til vinstri og vetnisgeymir til hægri. saltpéturssýruverksmiðju árið 1983. Þegar sú verksmiðja var byggð gerðu menn ráð fyrir að áburðarsalan væri og yrði um 70 þúsund tonn á ári og afkastageta verksmiðjunnar er við það miðuð. Þessi verksmiðja hefur ekki verið afskrifuð nema að litlu leyti vegna þess hvað hún er ný og með minnkandi framleiðslu dreifast af- skriftirnar á færri tonn. Jafnframt er mestur hluti af okkar kostnaði fastur kostnaður. Það breytir litlu hvort við framleiðum 50 þúsund eða 70 þúsund tonn. Mannaflinn er sá sami. Það sem er breytilegt er innflutt hráefni og umbúðir. Allur annar kostnaður er fastur. Fastur kostnaður dreifist eins og ég sagði áðan á færri tonn og það veldur því að framleiðslukostnað- ur okkar er hlutfallslega hár mið- að við það sem menn ætluðu þeg- ar í þessa fjárfestingu var ráðist. Nú væri forvitnilegt að heyra hvernig verðlagning á áburði til bóndans eða kaupandans fer fram? Einn af 10 rafgreinum í vetnisverksmiðjunni. Freyr 127

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.