Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 11
Býst þú þá við að áburðarverð þurfi ekki að hœkka meira en annað verðlag í fyrirsjáanlegri framtíð? Nei. Aö vísu hefur áburöur verið niðurgreiddur, en framleiðslu- kostnaður áburðar hækkar ekki umfram verðlag. Síðan er það ákvörðun stjórnvalda hvort þess- um niðurgreiðslum verður haldið áfram eða ekki. Haftð þið samanburð á verði áburðarfrá Áburðarverksmiðj- unni og innflutts áburðar? Er áburður dýrari hér? Nú komum við að mjög stóru máli. Framleiðslukostnaður okkar er um þessar mundir hærri heldur en framleiðslukostnaður erlendis. Þær upplýsingar sem við höfum um áburðarverð erlendis sýna að söluverð á áburði frá okkur er ekki hærra að frádreginni niður- greiðslu. Ef við nytum ekki niður- greiðslanna værum við með hærra áburðarverð. Þetta hefur þróast mjög til verri vegar á síðustu árum, og reyndar einkum á síð- ustu 18 mánuðum. Þar kemur til að geysilegt verðfall hefur orðið á ammioníaki erlendis í framhaldi af olíuverðlækkuninni. En á sama tíma hækkaði verð á raforku til Áburðarverksmiðjunnar. Það tvö- faldast. Sem tengist aftursölu á raforku til Álversins? Já, verð á raforku til Áburðar- verksmiðjunnnar miðast við heimsmarkaðsverð á áli. Mér finnst óeðlilegt að í þessum samn- ingi skuli verð á rafmagni til áburðarframleiðslu miðast við það hvað ál kostar á heimsmarkaði. Það er miklu eðlilegra að miða við verðlag á ammnoníaki úti í heimi því að sú raforka sem við erum að nota til framleiðslu á ammoníaki er í beinni verðsamkeppni við það ammoníak sem við getum keypt erlendis. Við erum þess vegna að ræða við Landsvirkjun um breytingar á gildandi raforku- samningi. Daði Sveinbjörnsson í hráefnisgeymslu. Hvað er raforkukostnaðurinn stór hluti af áburðarverðinu? Raforkukostnaðurinn er um 60% af framleiðslukostnaði ammoníaks en um 14% af beinum fram- leiðslukostnaði áburðarins. Þá má nefna að Áburðarverksmiðjan er óhagkvæm framleiðslueining ef við berum hana saman við aðrar áburðarverksmiðjur. Við fram- leiðum hér um 350 tonn á hvern starfsmann á ári meðan við vitum að í öðrum verksmiðjum eru fram- leidd um 1500 — 2000 tonn á starfsman á ári. íhverju liggurþað? Það liggur bara í smæðinni. Þetta er lítil verksmiðja og litlar verk- smiðjur verða alltaf óhagkvæmari heldur en stórar verksmiðjur vegna hagkvæmni stærðarinnar. Hún gildir íþessu sambandi? Já það gerir hún vissulega. En við höfum gripið til ýmissa aðgerða til Freyk 179

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.