Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 14

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 14
Áburðarverksmiðjan á sína eigin bryggju. Skeljasandur úr Faxaflóa er bæði notaður til áburðarframleiðslu og seldur óbland- aður. arnotkun Hvað er í gangi íþeim efnum? Það er rétt. Við höfum frekar leitað út á við eftir leiðbeiningum heldur en að byggja upp slíka þekkingu innan fyrirtækisins. Hafið þið kostað einhverju til íþví sambandi, t.d. til útgáfu á bæk- lingum. Það hafa verið gefin út ieiðbein- ingablöð, sem nú eru í endur- skoðun og verða gefin út á ný innan skamms. Ég nefni þetta vegna þess að það er sú stefna íþjóðfélaginu að ríkið dragi úr hlutsínum í rekstri at- vinnuveganna. Par á meðal verður maður áþreifanlega var við að rík- ið dragi úrframlögum til leið- beininga og rannsókna á landbún- aði og hugmyndin þá sú að þetta fœristyfir á fyrirtæki á þessu sviði. Er þetta atriði nokkuð komið á borðið hjá ykkur? Og hvernig mundi þér lítast á þetta? Samkvæmt lögum um Rannsókna- stofnun landbúnaðarins skal stofn- unin annast jarðræktarrannsóknir og ég hef ekki orðið var við að á því séu fyrirhugaðar breytingar. Við höfum fram til þessa ekki litið á það sem verkefni Áburðarverk- smiðjunnar að stunda jarðræktar- rannsóknir. Hafa verður í huga að þessi verksmiðja er lítil og hætt við að kostnaður af vísindalegum rannsóknum hefði umtalsverð áhrif á áburðarverð ef út í þær væri farið. Þá er spurningin hvort menn vilji greiða þann kostnað þar eða með einhverjum öðrum hætti. Mig langar til að spyrja íþví sam- bandi. Hvernig verða til ákvarðan- ir um hvaða áburðartegundir eru framleiddar? Til Áburðarverksmiðjunnar ber- ast ábendingar og hugmyndir frá landbúnaðinum. Við búum svo vel að eiga aðgang að Rannsókna- stofnun landbúnaðarins á Keldna- holti. Við slíka umfjöllun höfum við kallað til skrafs og ráðagerða menn þaðan, og haft samráð við Búnaðarfélag íslands og kennara á Hvanneyri. Þessir aðilar eru í meiri tengslum við ráðunautana og bændur en við. Ég tel að sú aðstoð sem við fáum þar sé það góð að ekki sé völ á betri hér- lendis. Með hvaða hætti er stjórn Áburð- arverksmiðjunnar skipuð og hverj- ir sitja í henni? Alþingi kýs stjórn verksmiðjunnar á 4ra ára fresti og ráðherra velur Frh. á bls. 201. 182 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.