Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 23
Sigurður H. Richter og Matthías Eydal Tilraunastöðinni að Keldum Sigurður Sigurðarson Sauðfjárveikivömiim Útbreiðsla vöðvasulls Haustið 1983 fannst ný tegund sulla hér á landi og var frá því sagt í greininni „Taenia (Cysticercus) ovis, nýr sullur í sauðfé á íslandi,“ er birtist í Frey árið 1984. Það þótti nokkrum tíðindum sœta er þessi sullur fannst hér, einkum þegar haft er í huga að enn eru í gildi lögboðnar aðgerðir gegn sullaveiki, sem hefðu átt að koma að góðu gagni gegn þessum sulli. Sullir þessarar tegundar hafa fundist hér í sauðfé á hverju hausti síðan, en útbreiðsla þeirra virðist takmörkuð við ákveðin svœði á Vestur— og Norðurlandi. Nýi sullurinn hefur til þessa ver- ið kallaður kjötsullur. F>að nafn hefur af ýmsum ástæðum verið talið óheppilegt, og er því horfið að því í þessari grein að kalla sullinn vöðvasull og bandorm hans vöðvasullsbandorm. Sullir í sauðfé Vöðvasullsbandormurinn (Ta- enia ovis) er einn fjögurra band- orma hér á landi, sem eiga það sameiginlegt að lifa sem fullorðnir í gömum hunda eða refa og hafa lirfustig (sulli) er geta farið í sauð- fé. Hinir bandormarnir eru sulla- veikibandormurinn (Echinococcus granulosus), sem orðinn er mjög sjaldgæfur hér og ef til vill horf- inn; höfuðsóttarbandormurinn (Multiceps multiceps), sem út- rýmt var héðan fyrir mörgum ára- tugum og netjusullsbandormurinn (Taenia hydatigena), sem alltaf finnst annað veifið hér á landi, bandormurinn við hundahreinsun og sullurinn við slátrun sauðfjár, oftast áfastur netjumör eða lifur. Vöðvasullsbandormurinn (Ta-, enia ovis) lifir fullorðinn í mjó- görn hunda eða refa og getur orðið rúmur meter á lengd. Band- ormsliðir, fullir af eggjum, losna sífellt frá bandorminum og ganga niður af hundinum eða refnum. Éti sauðkind eggin, klekjast úr þeim örsmáar lirfur, er setjast að í vöðvum hennar, einkum í hjarta, þind og ganglimum. Þar breytist lirfan í vökvafyllta blöðru er kall- ast sullur (Cysticercus ovis). Sullurinn er orðinn fullþroska nokkrum vikum eftir smitun og er þá 2—6 mm í þvermál. Inn frá blöðruveggnum hefur þá myndast innhverfur haus með krókakrans á trýni og fjórum hringlaga sog- skálum. Éti hundur eða refur vöðva með Iifandi sulli, úthverfist hausinn og sullurinn breytist í bandorm. Leit að vöðvasullum Frá því vöðvasullurinn fannst hér fyrst, hefur verið leitast við að kanna tíðni hans og útbreiðslu. Leitað hefur verið að fullorðna bandorminum í hundum og refum, en sú leit hefur þó verið mjög takmörkuð og ekki borið árangur hingað til. Aftur á móti hefur verið fylgst nokkuð grannt með vöðvasullum í sauðfé við slátrun, og hafa sullir fundist á hverju hausti síðan 1983. Vakin hefur verið athygli dýra- lækna og annarra er við slátrun starfa á sullum þessum og þess farið á leit að grunsamleg vöðva- sýni séu send að Tilraunastöðinni á Keldum. Sýni sem berast eru langoftast hjörtu með sullum í yfirborði, enda oft auðveldast að sjá sullina þar. Sullirnir sitja þó ekki síður inni í hjartavöðvanum. Einnig hafa sullir fundist í þind- um, vöðvum ganglima og víðar. Samtímis því að sullirnir eru að ná fullum þroska, myndast utan um þá hvítur eða Ijósleitur band- vefshjúpur. Brátt tekur sullunum þó að hnigna, jafnvel aðeins eftir nokkra mánuði. Virðast þá fyrst koma í þá ígerðir, en síðan kalka þeir og í eldra fé finnast þeir oft sem gegnumkalkaðir hnútar í vöðvanum. Það sem staðfestir að um sull hafi verið að ræða, er fundur bandormskróka í kalk- hnútunum. Kalkaðir sullir hafa aldrei fundist í lömbum. Algengast er að einungis einn eða fáir vöðvasullir hafi fundist í þeim sýnum sem skoðuð hafa ver- ið, en þó eru dæmi þess að margir tugir sulla hafi fundist í vöðvum eins lambs. Sullir þessir virðast ekki standa kindunum fyrir þrifum, en valda þeim þó senni- lega einhverjum óþægindum, ef mikið er um þá. Tjón af völdum þessara sulla er fyrst og fremst að sollið kjöt er ólystugt, þótt ekki stafi af því sjúkdómshætta fyrir fólk. Kjöt með sullum í ætti ekki Freyr 191

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.