Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 25

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 25
að nota ófryst eða ósoðið sem hunda eða refafóður. Frysting og suða drepur sullina. Útbreiðsla vöðvasullsins Á meðfylgjandi mynd er út- breiðsla vöðvasullsins sýnd, eins og hún er samkvæmt sýnum er send hafa verið úr sláturhúsum víðsvegar að á Iandinu á árunum 1983 — 1985. AIIs hafa vöðvasull- ir verið staðfestir í fé frá 40 bæjum í 8 vamarhólfum. Þegar um kalk- aða sulli er að ræða eru þeir sennilega a.m.k. ársgamlir. Langflest ný tilfelli greindust haustið 1984 (29 bæir) og mörg þeirra voru á nýjum svæðum. Sennilegt er að menn hafi sérstak- lega verið á varðbergi gagnvart sullum þá, eftir að fréttist af sullfundinum haustið áður. Nokk- ur ný tilfelli (6 bæir) bættust við haustið 1985, en engin í nýjum varnarhólfum. Haustið 1986 hafa fundist nokkrir sullir til viðbótar, en engir í nýjum varnarhólfum. Þar sem ekki hafa enn borist sýni frá öllum sláturhúsum, er árið 1986 ekki tekið með á út- breiðslukortið. Árin 1984 — 1986 hafa auk þess borist nokkur sýni, þar sem bæjarnöfn hafa ekki verið tilgreind, en ekkert þeirra sýna hefur verið úr nýjum varnar- hólfum. Búast má við því að eitthvað af skrokkum, með einum eða fáum sullum, sleppi í gegnum kjöt- skoðun. Þó hafa ekki borist slík sýni að Keldum frá neytendum kindakjöts. Misjafnt er hve sullir hafa fund- ist í mörgum kindum frá hverjum bæ, en oftast er um að ræða eina eða mjög fáar kindur og sullir finnast oftast aðeins eitt ár. Aftur á móti finnast sullir oft í fé frá mörgum bæjum í sömu sveit. Þetta hvort tveggja gæti bent til að smitun eigi sér stað á afrétti frekar en í heimahögum, og er þá líklegt að það séu einkum villirefir sem dreifa smiti. Þar sem sullir þessir fara tæp- lega til lengdar fram hjá mönnum við kjötskoðun, má telja víst að útbreiðslukortið gefi nokkuð góða mynd af raunverulegri útbreiðslu sullsins um þessar mundir. Hvemig barst bandormurinn? í fyrrnefndri grein í Frey árið 1984 eru nokkrar vangaveltur um hvernig sullur þessi muni hafa borist hingað til lands. Þar er nefnt að hann gæti hafa borist hingað með refum á ís frá Græn- landi, þar eð bandormurinn hefði fundist þar. Nánari eftirgrennslan hefur þó leitt í ljós að á Grænlandi er sennilega um annað afbrigði bandormsins að ræða. Þetta ýtir undir þá skoðun, að bandormur- inn hafi borist hingað með inn- fluttum hundum eða refum. Bandormur þessi finnst t.d. í Bandaríkjunum og á Bretlands- eyjum, en í Skandinavíu fannst vöðvasullur fyrst í Svíþjóð haustið 1980. Talið var að smit hefði bor- ist með hundum frá Englandi. Helstu heimildir: Rausch, R. L., F. H. Fay, and F. S. L. Williamson: Helminths of the arctic fox, Alopex lagopus (L.), in Green- land. Canadian Journal of Zoology, Vol. 61, 8, pp. 1847—1851, 1983. Sigurður H. Richter, Matthías Eydal og Sigurður Sigurðarson: Taenia (Cystic- ercus) ovis; nýr sullur í sauðfé á Islandi. Freyr, 80. árg., nr. 17, bls. 658—661, 1984. Skagerfált, Gunnar, Nils-Gunnar Nils- son, Otto Ronéus: Fárdynt — ett kött- besiktningsfynd. Svensk Veterinar- tidning, 36, 10, 447—449, 1984. Auglýsing til mjólkurframleiðenda er ætla að taka tilboði Framleiðnisjóðs um sölu eða leigu fullvirðisréttar næsta haust. Ríkissjóöur mun frá og meö 23. febrúar 1987 til og meö 31. ágúst 1987 gefa þeim mjólkurfram- leiðendum er ætla aö taka tilboði Framleiönisjóös næsta haust kost á því aö hætta framleiðslu nú þegar. Fyrir hvern Itr. af ónotuðum fullvirðis- rétti þessa verðlagsárs mun ríkissjóður greiða 15 kr. Tilboð þetta er háö samþykki viökomandi búnaö- arsambands. Eigi verður leigt minna magn hjá hverjum fram- leiöanda, nema sérstakar ástæöur liggi fyrir, en sem svarar til 20% af úthlutuöum fullvirðisrétti hans verölagsáriö 1986/87. Greiðsla leiguupphæöar fer fram eigi síðar en þremur vikum frá undirskrift samnings. Skrifleg umsókn sendist til landbúnaðarráðu- neytisins Arnarhvoli, 150 Reykjavík, en það veitir jafnframt allar nánari upplýsingar. Landbúnaðarráðuneytið, 19. febrúar 1987. Freyr 193

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.