Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 29
Frá Rannsóknastofnun landbúnaÓarins Rannsóknastofa fyrír búfé Við aðalstöðvar Rannsóknastofunar landbúnaðarins (Rala) á Keldnaholti er nú að rísa bygging sem hýsa á rannsóknarstofu fyrir búfé. Rannsóknarstofa Ralafyrir búfé á Keldnaholti. (Ljósm. Sigurgeir Ólafsson). Þar á að vera aðstaða til að sinna fjölbreyttum nákvæmisrannsókn- um með allar búfjártegundir í ís- Ienskum landbúnaði og allar teg- undir fóðurs, ásamt tilraunafóður- verksmiðju. Einnig er gert ráð fyrir að nýta megi aðstöðuna sem þarna fæst til þróunarstarfsemi á vegum fóðurframleiðenda al- mennt. í húsinu verða fóð- urgeymslur, t.d. kæli- og frysti- geymlsur, rannsóknasalir fyrir skepnur, allt frá fiskum til jórtur- dýra, aðstaða til vinnslu og geymslu á sýnum o.s.frv. Vegna fyrirsjáanlegs fjármagnsskorts var stærð byggingarinnar höfð í al- gjöru lágmarki, en reiknað með að byggja mætti við hana í fram- tíðinni. Hafist var handa við bygging- una vorið 1983 og nú er hún fokheld. Framkvæmdir hafa dreg- ist úr hömlu vegna fjárskorts. Árið 1983 fékkst 1 milljón kr. framlag frá svínabændum til bygg- ingarinnar sem var endurgreiðsla á kjarnfóðurskatti. Síðar hafa fengist styrkir og lán úr Fram- leiðnisjóði landbunaðarins, en ekkert hefur verið veitt til bygg- ingarinnar á fjárlögum. Aðstaða til nákvæmra lífeðlis- fræðilegra rannsókna og fóður- og fóðrunarrannsókna, annarra en efnagreininga og in vitro meltan- leikarannsókna, hefur engin verið hjá Rala á Keldnaholti og hefur þetta hamlað starfsemi stofnunar- innar á þessum sviðum mjög veru- lega. Ekki er heldur til í landinu góð aðstaða til tilrauna- fóðurframleiðslu né þróunar- rannsókna á sviði fóðurgerðar. Tilraunir með innlenda fóð- urgerð, aðrar en úr hefðbundnu fóðri, hafa því verið illfram- kvæmanlegar og ákaflega kostn- aðarsamar, auk þess sem skortur á þeim hefur dregið almennt úr möguleikum á fóðurrannsóknum. Þetta hefur sérstaklega verið bagalegt fyrir rannsóknir í hinum svokölluðum nýbúgreinum, svo sem loðdýrarækt og fiskeldi. Starfsemi rannsóknastofunnar mun falla vel að þeirri tilrauna- starfsemi sem fyrir er í landinu, auk þess sem hægt er að stunda fleiri og betri tilraunir. Þannig mun starfsemin stuðla að betri nýtingu á tilraunastöðvum Rala, sem staðsettar eru víða um land. Má sem dæmi nefna að verði niðurstöður jákvæðar úr einstakl- ingstilraunum á Keldnaholti verð- ur framhaldið á þeim nánari út- færsla og umfangsmeiri rannsókn- Frh. á bls. 190. Freyr 197

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.