Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 34

Freyr - 01.03.1987, Blaðsíða 34
Á fundi Framleiðsluráðs hinn 16. febrúar sl. gerðist m.a. Uppgjör fyrir sauðfjárafurðir frá haustinu 1986. Gerð var grein fyrir uppgjöri fyrir sauðfjárafurðir frá haustinu 1986 sem fram fór fyrir jól. Margvísleg- ar athugasemdir hafa borist við uppgjörið, m.a. bréf frá þremur búnaðarsamböndum þar sem mót- mælt er skerðingu á innleggi hjá mörgum bændum. Skýrt var frá að í framhaldi af því hafi Stéttarsamband bænda skrifað landbúnaðarráðherra bréf og Iagt til að verðskerðingin verði milduð hjá þeim sem eru með mikla skerðingu innan búmarks. Ráðherra hefur lýst yfir að þetta verði gert með hjálp Framleiðni- sjóðs. Sjóðinn vanti hins vegar fjármagn til þess en verið er að útvega lánsfé í þessu skyni. Leiðréttingar á fullvirðisrétti til sauðfjárframleiðslu á næsta verðlagsári. Skýrt var frá því að mörg hundruð bréfa hafi borist þar sem óskað er leiðréttingar á fullvirðisrétti til sauðfjárframleiðslu á næsta verð- lagsári. Búmarksnefnd og Jón Viðar Jónmundsson hafa flokkað þessi bréf og metið efni þeirra. í framhaldi af því voru á annað hundrað bréfa send til viðkom- andi búnaðarsambanda þar sem efnið heyrir undir verksvið þeirra. Önnur voru tekin til sérstakrar úrlausnar og flokkuð í fimm flokka. Þeir eru: Til að mæta þessum þörfum hefur Framleiðsluráð aðeins 1000 ærgildi til ráðstöfunar. Fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs skrifaði því landbúnaðarráðherra bréf hinn 21. janúar sl. að ósk framkvæmdanefndar Framleiðslu- ráðs og bað um verðtryggingu til viðbótar til að unnt væri að leið- rétta það sem sterk rök væru fyrir að leiðrétt yrði. Ráðherra hefur tekið vel í að þetta enda verði það leyst á vegum Framleiðnisjóðs líkt og gert var með mjólk vorið 1986. Niðurstaða málsins liggur þó enn ekki fyrir. Tillögur nautakjötsnefndar Lagt var fram álit starfsnefndar Framleiðsluráðs um nautakjöts- mál, sjá bráðabirgðatillögur í 3. tölublaði Freys 1987, bls. 123. Nefndin leggur til að komið verði á framleiðslustjórnun í nautakjötsframleiðslu með bú- marki frá 1. september 1987. Heildarbúmark verði 2000 tonn, en kýrkjöt verði utan búmarks. Samningur Framleiðsluráðs og SAM. Lögð voru fram drög að samningi Framleiðsluráðs og Samtaka af- urðastöðva í mjólkuriðnaði, (SAM), um verkaskiptingu milli mjólkursamlaganna o.fl. sam- kvæmt 48. grein búvörulaganna. Samningurinn gildi fyrir yfirstand- 1. Reiknivillur................................................... 2.260,5 ærgildi 2. Leiðréttingar á búmarki vegna tilfærslu búmarks milli búgreina o.fl..................................................... 634,4 ærgildi 3. Leiðréttingarvegnasannanlegrarlíflambasölu ...................... 794,9 ærgildi 4. Leiðrétting vegna kjöts sem verðfellt var v/kirtlaveiki í A.-Skaftafellssýslu............................................. 110,0 ærgildi í fimmta lagi er listi með mönnum í fjárhagskönnun og frumbýlingum, alls um 130 nöfn. 202 Freyr 3.802,8 ærgildi andi verðlagsár og hefur landbún- aðarráðuneytið tekið þátt í vinnu við þessa samningsgerð. þetta: Vænst er að þessari samnings- gerð verði lokið fyrir febrúarlok. Samningur Framleiðsluráðs og LS. Lögð voru fram drög að samningi Framleiðsluráðs og Landssamtaka sláturleyfishafa um verkaskipt- ingu milli sláturhúsa, útflutning kjöts o.fl. Landbúnaðarráðu- neytið hefur ekki tekið þátt í þeirri samningagerð fram að þessu. Samþykkt var að fela fram- kvæmdanefnd að fjalla um loka- frágang beggja þessara samninga. Tilkynning um afurðalán Lagt var fram bréf frá landbúnað- arráðuneytinu til Búnaðarbank- ans, Landsbankans og Samvinnu- bankans þar sem þeim er tilkynnt að þeir eigi að veita afurðalán út á kjöt vegna fækkunar með samn- ingi við Framleiðnisjóð þar sem á því er full verðábyrgð. Bankarnir hafa hins vegar viljað halda sig við afurðalán út á 11.800 tonn. Breytingar á búmarkssvæðum. Lagt var fram bréf frá landbúnað- arráðuneytinu til búnaðarsam- bandanna þar sem leitað er til- lagna þeirra um breytingar á bú- markssvæðum að fenginni reynslu. Þetta tengist því að verið er að undirbúa nýja reglugerð um fullvirðisrétt í mjólk á næsta verð- lagsári. Frestur til svara var gefinn til 1. apríl nk. Kostnaður við stjóm búvöruframleiðslunnax. Lagt var fram bréf frá Búnaðar- sambandi Austurlands þar sem spurst var fyrir um hvort Fram- leiðsluráð muni greiða fyrir vinnu við stjórn búvöruframleiðslunnar heima í héröðum, en hún er mikil.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.