Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 10
Bjami Guðmundsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra Búvörulögin — landbúnaðarstefnan / febrúarmánuði síðastliðnum átti Stéttarsamband bœnda fund með ráðunautum í tengslum við Ráðunautafund 1987. Efni þessa fundar var þáttur leiðbeiningaþjónust- unnar í framleiðslustjórn og eflingu nýgreina. Á fundinum gerði undirritaður grein fyrir búvörulögum og landbúnaðarstefnu. Að beiðni blaðsins er greinargerðin birt hér á eftir, að mestu eins og hún var flutt á fundinum. Bjarni Guðmundsson. Aðdragandi lagabreytinganna. Ef draga á fram helstu atriði, sem leiddu til breytinga á lögum um framleiðslu og sölu búvara (Fram- leiðsluráðslög), verður einkum staðnæmst við eftirfarandi: * Breyttur búvörumarkaður. Skilaverð mjólkur- og sauðfjár- afurða á erlendum markaði hafði hríðfallið. Útflutningsbótafé dugði fyrir æ minna afurðamagni. Mikilvægasti kindakjötsmarkað- urinn — í Noregi — var að lokast. Þar með hvarf kaupandi að tæp- lega 2 500 tonna framleiðslu, en það er viðfangsefni a. m. k. 350— 400 bændafjölskyldna. * Breytt viðhorf samfélags — breytt pólitísk viðhorf. Hugmyndir og skoðanir varð- andi skipulag og verslun með bú- vörur voru að breytast. Pólitískur styrkur bænda og annarra formæl- enda landbúnaðarins hefur farið minnkandi. Að ýmsu leyti er þetta hliðstætt því, sem gerist á mörgum heimilum er börnin vaxa úr grasi, taka völdin og tileinka sér sinn eigin lífsstíl. Kynslóðabil myndast, ef ekkert er að gert; hvorugur aðilinn leitast við að skilja og virða sjónarmið hins. * Breytt afstaða bændasamtak- anna. Margir forystumenn bænda skynjuðu, að breytinga var þörf. Því samþykkti aðalfundur Stéttar- sambands bænda, sem haldinn var á ísafirði haustið 1984 ítarlega stefnumörkun um framleiðslumál landbúnaðarins. (Sjá FREY 1984, 19. tbl., bls. 753-754). Ýmsum þótti stefnumörkunin gapaleg þá — eins konar uppreisn á ísafirði — en nú held ég flestir muni telja hana hafa einkennst af raunsæi og ábyrgð. Allt eru þetta alkunn at- riði, en þau hefur þó ekki borið hátt í umræðunni um landbúnað- arvandann undanfarið. Þau köll- uðu á breytingar. Hin stefnumarkandi atriði: Búvörulög, sem gildi tóku 1. júlí 1985, voru sett m.a. með hlið- sjón af áðurtöldum atriðum. Lögin eru margrædd, en draga má fram helstu einkennisþætti þeirra: A. Hvað breyttist lítið? * Kjaraviðmiðun við ákvörðun af- urðaverðs varð eindregnari en í eldri löggjöf. * Ákvæði um verðmiðlun urðu víðtækari en áður höfðu verið. * Afurðasölukerfið var varðveitt og því fengin meiri ábyrgð á með- ferð afurðanna en áður var. * Skerpt voru ákvæði um fyrirsvar Stéttarsambands bænda um mál- efni bændastéttarinnar. B. Hvað kom nýtt? * Víðtæk stefnumörkun fyrir land- búnaðinn, sbr. 1. gr. búvörulag- anna. * Sett voru framleiðslumarkmið, og þau tengd samningum ríkis og bænda um ábyrgð á verði fyrir umsamið magn mjólkur- og sauðfjárafurða. Þessum tveimur búgreinum var þannig veitt sér- staða hvað varðar tryggingu af- urðaverðs, sakir þýðingar þeirra fyrir matbjörg þjóðarinnar og at- vinnulíf. 218 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.