Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 11
„Framleidsla landbúnadarvara skal fullnœgja eftir því sem tök eru á þörfum innanlands bœði er varðar landbúnaðarafurðir til manneldis og iðnaðarframleiðslu. Framleiðsla umfram það verði í samrœmi við aðstœður á erlendum mörkuðum". * Fjármagni var beint til búhátta- breytinga og uppbyggingar nýrra tækifæra til atvinnu í sveitum. Hvaða áhöld leggja lögin landbúnaðinum? Þegar stefna hefur verið mörk- uð, er næst að kanna hvaða áhöld megi nota til að ná fram þeirri stefnu. Búvörulögin leggja til áhöld af tvennum toga: * Félagskerfi og skipulag fram- leiðslu. * Fjármagn. Lítum nánar á hvort fyrir sig. Félagskerfi — skipulag. Grundvallaratriðin sem lögin draga fram eru m.a.: * Stéttarsamband bænda fer með fyrirsvar bænda við framkvæmd laganna. * Með samþykki Stéttarsamband- sins getur ráðherra viðurkennt sérbúgreinafélög til fyrirsvars um málefni viðkomandi búgreinar. * Afurðastöðvunum (mjólkurbú- um, sláturhúsum) er ætluð þátt- taka í framkvæmd laganna á fé- lagslegum grundvelli — sem sam- tökum. Bændum á því að vera tryggð virk félagsaðild að framleiðslu- málum á öllum stigum kerfisins. Fjármagn. Fjármagn sem lýtur ákvæðum búvörulaga er umtalsvert. Fyrir árið 1987 má reikna með eftirtöld- um upphæðum: Útflutningsbætur (skv. fjárlögum) .. Til Framleiðnisjóðs (skv. fjárlögum) Verðmiðlunargjöld (hámark)........ Framleiðsluráðsgjald ............. Fóðurgjöld: - grunngjald (rennur til ríkissjóðs . - sérstakt gjald (til Framleiðnisjóðs) Samtals, að frátöldu grunngjaldi Hér er vissulega á ferð fjár- magn, sem munar um þegar það er vel nýtt. Því miður hafa hefð- bundnar útflutningsbætur nýst bændum æ verr. Fyrir tilstyrk Framleiðnisjóðs eru nú ýmsar ný- búgreinar að komast á legg, og ný tækifæri skapast til atvinnu í sveitum. Vakin skal athygli á verðmiðl- unargjaldinu, en þar eru fjármun- ir sem eiga að nýtast til hagræð- ingar og endurskipulagningar af- urðastöðvanna, án þess að af- koma einstakra bænda sé teflt í tvísýnu. Framkvæmd laganna. Enn er tæpast forsenda fyrir tæmandi mati á framkvæmd bú- vörulaganna. Fáein atriði er þó freistandi að draga fram. millj. kr. 533 267 um 320 um 15 um 170 um 35 um 1170 Bændasamtökin hafa sýnt ábyrgð við lagaframkvæmdina við mjög erfiðar aðstæður á búvöru- markaði og hvassa umræðu innan stéttar. Þau hafa tekið fullan þátt í tillögugerð, svo sem lög gera ráð fýrir. Að sjálfsögðu verður að hafa það í huga að hér er í mörgu um að ræða framkvæmd stefnu þeirrar, er mörkuð var á ísafjarð- arfundi Stéttarsambandsins 1984. Búnaðarsamböndin hafa tekist á við vandasaman hluta fram- leiðslustjórnar við skiptingu fullvirðisréttar, er í hlut þeirra hefur komið. Mikil vinna hefur farið í þetta verk, og þeir sem það annast hlotið hóflegt þakklæti fyrir. Á hinn bóginn er ljóst, að skipan þessi hefur mjög stytt leiðina á milli einstakra bænda og þess vanda, sem við er að glíma markaðsmálum. Vafalaust hefði það komið sér betur að stytta þessa leið fyrr en gert var. Á hinn bóginn sýnir reynslan, að sum verkefnanna eru í eðli sínu ofvaxin bændasamtökunum. Um þau verða aðrir að fjalla og taka ákvarðanir, fyrst og fremst stjórnvöld. Dæmi um slík verkefni eru m.a.: * Ákvörðun reglna um skiptingu fullvirðisréttar, * Skipting fullvirðisréttar eftir framleiðslusvæðum, * Skattlagning aðfanga — fóð- urgjöld. Þarna skerast hagsmunir ein- Freyr 219

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.