Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 17

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 17
Nafn og númer nauts Blíður 79008 . Bauti 79009 .. Urriði 79010 . Snerrir 79011 . Svipur 79012 . Falur 79015 .. Kaktus 79016 . Töggur79017 . Gegnir 79018 . Finnur 79025 . Dýri 79033 ... Nikki 80001 . . Oddgeir 80002 Mökkur 80004 Ásaþór 80005 Húni 80006 . . Skáli 80007 ... Stjarni 80008 . Völlur 80009 . Tjörvi 80011 . Ormur 80012 . Dálkur 80014 . Sörli 80015 ... Bæsi 80019 ... Varmi 80021 . Gámur 80023 . Geitir 80030 .. Héðinn 80032 Tangi 80037 .. og erlendum rannsóknum. Skýring á þessari niðurstöðu síð- asta árs virðist því engin tiltæk. Munur á próteinmagni mjólkur eftir landssvæðum virðist vera mjög lítill, en eins og allar fyrri mælingar hafa sýnt er pró- teinmagn í mjólk hjá kúm á Suðurlandi heldur meira en hjá kúm í öðrum landshlutum. Tafla 2 sýnir þau tíu bú með tíu kýr eða fleiri skýrslufærðar, sem hafa mestar meðalafurðir á árinu 1986. í efsta sæti er bú Guðmundu Tyrfingsdóttur í Lækjartúni í Ása- hreppi. Þar eru 15,6 árskýr og skila þær til jafnaðar 6114 kg af mjólk sem er glæsilegur árangur. Þetta bú var á síðasta ári í fimmta sæti á þessum lista. í öðru sæti er félagsbúið Baldursheimi í Mý- vatnssveit. Það bú hefur um árabil verið í efsta sæti eða einu af efstu Einkunn fjöldi dætra Mjólkur- magn Mjólkur- fita 82 98 96 76 102 102 74 92 94 51 93 92 76 108 104 72 94 100 89 102 103 76 93 98 86 106 109 79 97 97 74 97 97 65 111 106 55 92 90 75 89 94 73 94 96 59 100 97 84 93 96 71 104 101 61 107 102 48 105 102 82 94 96 80 112 108 60 87 89 80 104 107 68 106 104 78 89 91 61 100 96 19 100 101 64 103 106 sætunum á þessum lista. Þegar þessi listi er nánar skoðaður þá er þar að finna þau sömu bú og þar hafa staðið á undanförum árum. í þessum hópi eru tvímælalaust ýmis af þeim búum þar sem mjólkurframleiðsla er stunduð af mestri natni og kunnátta hér á landi. Margar kýr skila mjög miklum afurðum árið 1986. I töflu 3 er skrá um þær kýr sem mjólka 8000 kg af mjólk eða meira á árinu 1986. Samtals eru þetta tíu kýr. Eru það jafnmargar kýr sem ná þessum marki og náðu því á árinu 1985. Mestum afurðum skilar að þessu sinni Skvetta 88 á Syðri- Bægisá í Öxnadal. Mjólkaði hún samtals 8914 kg af mjólk. Skvetta er dóttir Vasks 71007. Árið 1985 mjólkaði Skvetta 8102 kg af mjólk. Hún hefur nú i afurðastig 130 en þá sömu einkunn hefur einnig önnur kýr á þessari skrá, Snegla 231 í Hjálmholti í Hraungerðishreppi. Frá því farið var að reikna afurðaeinkunn fyrir kýr hér á landi árið 1974 hefur þetta há afurðaeinkunn ekki áður verið reiknuð fyrir kýr hér á landi. Þegar afurðir kúnna eru metnar í magni mjólkurfitu þá skipar Snegla 231 í Hjálmholti efsta sæt- ið, en hún mjólkaði 8005 kg af mjólk með 4,91 % meðalfitu eða 393 kg af mjólkurfitu. Kúnum nú er einnig raðað eftir magni af mjólkurpróteini sem þær fram- leiða. Þannig mælt er Dimma 45 á Ytri-Reistará í Arnarneshreppi af- urðahæst árið 1986. Hún mjólkaði 8460 kg mjólkur eða 317 kg af mjólkurpróteini. Þegar hugað er að faðerni af- urðahæstu kúnna kemur í ljós að meðal þeirra eru dætur Skúta 73010 langsamlega flestar. Af dætrum hans eru 100 sem mjólka 5000 kg eða meira og 132 þeirra skila 200 kg af mjólkurfitu eða meira á árinu 1986. Þau naut sem næst koma með mikinn fjölda af- urðahárra kúa eru Brúskur 72007, Borgþór 72015 og Fáfnir 69003. Dreifing á burðartíma hjá þeim kúm sem bera á árinu 1986 var eftirfarandi: báruíjanúar......... 7,4% báru í febrúar..... 7,0% báru í mars ......... 10,2% báru í apríl ........ 14,5% báruímaí ............. 9,9% báruíjúní............. 6,7% báruíjúlí ............ 5,1% báru í ágúst.......... 6,0% báru í september .. . 8,4% báru í október ....... 9,5% báru í nóvember .... 7,7% báru í desember .... 7,2% Þegar þessar tölur eru bornar saman við tölur síðasta árs koma þar ekki fram neinar óeðlilegar breytingar. Er það vafalítið bend- ing um það að förgun á kúm á síðasta ári hafi ekki beinst sérstak- lega að kúm við ákveðin burðar- tíma öðru fremur. Miklu varðar Freyr 225

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.