Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 21

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 21
Áx 1986 Nr. 557 Ár 1986 Nr. 558 OTMA — hjólmúgavél Gerð: OTMA RP 110-SB. Frameiðandi: OTMA SpA, Trestina (PG), Ítalíu. Innflytjandi: Orkutækni hf., Reykjavík. MARAGON — heyhleðsluvagn Gerð: Maragon Faster 40. Framleiðandi: Eugenio Marangon & Figilo SpA, Ítalíu. Innflytjandi: Orku- tækni hf., Reykjavík. YFIRLIT. Hjólmúgavélin OTMA RP 110-SB var reynd af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1986 og notuð alls um 14 klst. OTMA RP er hjólmúgavél sem er tengd á þrítengi dráttarvélar og vegur um 550 kg. Vélin er samsett af tveimur rakstrareiningum sem festar eru á einn burðarramma. Vélin reyndist raka viðunandi vel en einnig má nota hana til að rifja hey líkt og flestar gerðir hjólmúgavéla. Magn dreifa í rakstrarfari reyndust að jafnaði á bilinu 1,1-2,0 hkg/ha við eðlilegan ökuhraða. Vélin fylgir nokkuð vel ójöfnum á yfirborði landsins. Unnt er að raka frá skurð- bökkum og girðingum, en dráttarvélin treður heyflekkinn eins og aigengt er með lyftutengdar múgavélar. Vélin rakar frá báðum hliðum og skilar heyinu í einn múga aftur frá miðju dráttarvélar. Við mikla uppskeru er vélin gjörn á að draga heyið í flygsur og skila ójöfnum múgum. Einnig eru múgar hlykkjóttir þar sem vélin er stíftengd dráttarvél. Vinnslubreidd vélarinnar er allt að 7,0 m. Ökuhraði er hæfilegur 9-14 km/klst. Múgavélin er erfið í tengingu við dráttarvél og vissir örðugleikar að nota hana i heilu lagi á litlum og óreglulegum spildum. Auðvelt er að taka vélina í sundur og nota hvorn rekstrarhluta fyrir sig. Hvor hluti vélarinnar er þá með vinnslubreidd allt að 3,3 m. Engar bilanir komu fram á reynslutímanum. YFIRLIT. Maragon Faster 40 heyhleðsluvagninn var prófaður af Bútæknideild Rannsónastofnunar landbúnaðarins sumarið 1986 og notaður alls 80 klst. Vagninn er ætlaður til flutninga á heyi og grænfóðri. Sópvindan vísar aftur og er lyft með vökvaátaki frá dráttarvél. Hleðslubúnaðurinn vann óaðfinnanlega. Hleðslutími við þurrheyshirðingu var að jafnaði 5,6 mín/tonn og votheyshirðingu 2,1 mín/tonn. Hlassþungi var að jafnaði 2,7 tonn af votheyi en 1,7 tonn af þurrheyi. Koma má fyrir 11 hnífum í vagninum í tveimur röðum og er bil milli þeirra þá um 140 mm. Til að söxun á votheyi verði umtalsverð eru hnífarnir of fáir. Þeir létta hins vegar alla meðferð á heyinu og stuðla að betri þjöppun í votheysgeymslu. Losun vagnsins tekur minnst um 2,3 mín. auk þess sem nokkurn tíma tekur að bakka að losunarstað og opna og loka afturgrind. Ætla verður minnst 40 kW (54 hö) dráttarvél fyrir vagninn, eigi að fullnýta rými hans og afköst. Hann er á fjórum belgmiklum hjólbörðum og sporar því tiltölulega lítið á gljúpum jarðvegi. Á reynlutímanum bilaði keðjulás í drifkeðju botnfæribands auk þess sem fjórir tindar í sópvindu bognuðu. Annars reyndist vagninn traustbyggður og engar meiriháttar bilanir komu fram. Freyr 229

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.