Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 22

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 22
Ár1986 Nr. 559 Ár 1986 Nr. 560 BOXJET — þvottatæki Gerð: Turbo 8-70. Framleiðandi: Interpump Spa. Ítalíu. Innflytjandi: Orkutækni hf., Reykjavík. YFIRLIT. Boxjet þvottatækið var reynt af Bútæknideild Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1986. Tækið er framleitt fyrir almennan markað, en hentar vel til hreingerninga á búvélum og í búrekstrarbyggingum. Það er knúið af rafmótor og er háþrýstidælan sam- byggð honum. Dælan er þriggja strokka stimpildæla sem gefur þrýsting allt að 6,7 MPa (1 MPa=10,2 bar) en hann má stilla þreplaust niður í um 1,1, MPa. Straumnotkun tækisins er breytileg eftir þrýstingi frá um 6,0 A í 9,5 A, og sömuleiðis vatnsnotkun frá 3,11/ mín í 7,4 1/mín. Slagkraftur frá ýrisstút er mjög háður fjarlægð frá yfirborði. í 50 mm fjarlægð með stillingu á mesta þrýsting er krafturinn um 550 kPa (1 kPa=10,2 g/m2) sem dreifist á um 25 mm2 flöt. Breyta má dreifigeislanum með stillingu á ýrisstút og svo þrýstingi á þvottaflöt með því að færa ýrisstút fjær. Á þvottatækinu er búnaður til að blanda hreinsiefnum í vatnið og virtist hlutfall þeirra oftast vera um 20%. Tækið er einfalt og lipurt í notkun og vinnur vel en hentar best til staðbundinna verkefna þar eð undir því er ekki hjólagrind. Á reynslutímanum bilaði slanga frá dælu að handfangi á ýrisstút og sprunga kom í handfangið. Engar bilanir komu fram á mótor eða dælu og í heild virist tækið trautbyggt. NIEMEYER — sláttuþyrla Gerð: RO 170-H. Framleiðandi: H. Niemeyer Söhne Gmbh & Co., Þýskalandi. Innflytjandi: Hamar hf., Reykjavík. YFIRLIT. Sláttuþyrla Niemeyer RO 170-H var reynd af Bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1986 og notuð alls um 105 klst. Hún er tengd á þrítengi dráttarvélar og er lyft upp með vökvaátaki í flutningsstöðu. Pyngd hennar er um 372 kg. Sláttuþyrlan reyndist slá jafnt og var stubblengd í sláttufari við ökuhraðann 5,5-7,1 km/ klst um 70% innan 20-50 mm markanna. Stilla má sláttufjarlægð með stillisveifum sem eru ofan á vélinni. Á illa sléttu landi bar á því að sláttuhnífarnir særðu grasrót en við algengar aðstæður fylgdi vélin vel ójöfnum landsins. Vinnslubreidd sláttuþyrlunnar er allt að 1,60 m og mældust afköst að jafnaði 1,0-1,4 ha/klst við venjulegar aðstæður og ökuhraðann 8-12 km/klst. Ætla verður um 27-37 kW (37-50 hö) dráttarvél fyrir sláttuþyrluna. Ein hnífafesting bogn- aði þegar sláttubúnaður varð fyrir jarðföstum steini. Hnífaslit voru eðlileg. Engar bilanir komu fram á reynslutímanum. 230 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.