Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 36

Freyr - 15.03.1987, Blaðsíða 36
Hauslmynd frá Einangrunarstöðinni. Kýr eru viðraðar úti daglega, þegar veður leyfir. í byggingunni til hcegri eru rannsóknar- og vinnustofur ásamt geymslu í kjallara, til vinstri er sœðistökuaðstaða og fjós, en bak við sést sláturhús i enda hlöðubyggingar. (Ljósm. Ól.E.St.). Dröfn 41, móðir þeirra Reynis og Rúgs. Hún var að 2. ættlið. Var felld réttra 6 ára. Vó þá á fœti 586 kg og var með 191 cm brjóstmál. Fallið vó 317 kg, og var fallprósenta 54,1. (Ljósm. ÓI.E.St.). Reynir 83654, f. 31.5.1983. Sjá mynd í Frey nr. 2-1985. Þetta var annað nautið að 3. ættlið, sem fæddist á stöðinni. Vó nýfæddur 36 kg, 200 daga 196 kg, 400 daga 324 kg og 600 daga 500 kg. Var felldur 11. des. 1986 og vó þá, 3Vz árs gamall, 706 kg og var með 206 cm brjóstummál. Lýsing (jan.’86): mósóttur með sterklegan haus, mikla, grófa bóga, dálítið siginn, sæmilega breiður hryggur; sæmi- lega breiðar malir og vel gerð læri, djúpbyggður. Fallið vó 393 kg (framhluti 216 kg, afturhluti 177 kg). Fallprósenta 55,7. Frystir höfðu verið um 8200 skammtar úr Reyni, þegar hann var felldur. Rúgur 84666 (albróðir Reynis) f. 26.4.1984. Sjá mynd nr. 1. Vó nýfæddur 36 kg, 200 daga 258 kg, 400 daga 426 kg, 600 daga 518 kg. Vó 2ja ára og 8 mán. (des.’86) 736 kg og var með 206 cm brjóstum- mál. Lýsing (jan.’86): mósóttur, þroskamikill gripur með vel lagað- an haus, beina yfirlínu, sæmilega breiðan hrygg, nokkuð breiðar, vel gerðar malir og fremur djúp læri. Frystir verða um 8000 sæðis- skammtar úr Rúgi og hann síðan felldur, sennilega í marz. Tjaldur, f. 28.4.1984. Sjá mynd nr. 2. Tjaldur er undan G.C. og því samfeðra móður Holda. Móðir Tjalds var Tinna 57 undan P.C. Vó nýfæddur 31 kg, 200 daga 203 kg, 400 daga 332 kg og 600 daga 441 kg. Vó 2ja ára og 8 mán. (des.’86) 601 kg og hafði þá 199 cm brjóstummál. Lýsing (jan.’86): svartur með fremur grannan haus, nokkuð breiður um bóga, sem falla vel að bol, sæmilega breiður hryggur, vel lagaðar malir, sæmi- leg læri; ekki stór gripur. Frystir verða alls 4000 sæðisskammtar úr Tjaldi. Er því nær lokið, og verður hann því felldur bráðlega. Á Einangrunarstöðinni í Hrísey eru nú í uppeldi af árganginum 1985 6 naut að 3. ættlið, ætluð til sæðistöku. Hafa þau verið í þjálf- un um skeið. Byrjað er nýlega að frysta sæði úr tveimur þeirra, Hnoðra 85676 og Borða 85682. Því verður eitthvað af sæði úr þeim til sölu á árinu. Þess vegna þykir rétt að láta eftirfarandi um- sögn um þessi ungu naut fylgja: Hnoðri 85676 (albróðir Holda), f.3.4.1985. Sjá mynd nr. 3. Vó nýfæddur 38 kg, 200 daga 235 kg, 400 daga 364 kg og 600 daga 495 kg. Vó 201/2 mán. (des.’86) 522 kg og var með 183 cm brjóstummál. Lýsing (okt.’86): svartur með stuttan, vel lagaðan haus og sæmi- lega bóga; þykkvaxinn og djúpur með mjög breiðar, vel holdfylltar malir og þykk læri. Borði 85682, undan Burnside Remarkable (B.R.) og sammæðra Tjaldi, f. 17.6.1985. Sjá mynd nr. 4. Vó nýfæddur 38 kg, 200 daga 221 kg og 400 daga 369 kg. Vó 19 mán. (des.’86) 485 kg og var með 177 cm brjóstummál. Lýsing (okt.’86): svartur með gjörð, hef- ur fíngerðan, stuttan haus, er fremur stuttur, en digur og bol- djúpur með breiðar malir. Hin 4 nautin frá 1985 eru: Klerkur 85680, Burkni 85684 og Mór 85685, allir undan B.R., og Stólpi 85681 undan G.C. Sjá mynd nr. 5. 244 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.