Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 15
Sveiirn H. Guðmundsson, héraðsdýralæknir, Þórshöfn Um garnapest í sauðfé Sjúkdómurinn garnapest veldur töluverðu tjóni á mörgum býlum á íslandi. Munur á milli ára getur verið mikill og sömuleiðis er tjón misjafnt eftir svœðum. Það er œtlun mín að koma hér á framfœri nokkrum upplýsingum um sjúkdóminn er bœndum mætti koma að gagni. Sveinn H. Guðmundsson. Velmegunarsjúkdómur sauðkindarinnar? Sjúkdómurinn garnapest er í flestum tilvikum bráðdrepandi. Orsakavaldurinn er eiturefni D — stofns bakteríunnar, Clostridium perfringens. Sjúkdómurinn telst ekki smitandi, vegna þess að aðrir þættir en smit ráða mestu um tjón af völdum sjúkdómsins. Eiturefn- ið berst ekki ofan í skepnuna held- ur myndast í mjógörninni. Gama- pest er hættulegust vænum skepnum í hjörðinni. Sjúkdómurinn verður fyrst og fremst að teljast lambasjúkdómur en einnig fullorðnar kindur, geitur, kálfar og jafnvel fullorðnar kýr geta veikst. Oftast er lítil hætta á að ruglast á lambablóðsótt og garnapest í vorlömbum vegna þess að garnapest drepur venju- lega stálpaðri lömb en lambablóð- sóttin. Það er mismunandi enzím- virkni (hvatavirkni) mjólkurinnar sem veldur því að eiturefni lamba- blóðsóttar er virkt á fyrstu sólar- hringunum en eiturefni garnapest- ar hættuminna. Síðan snýst dæmið við. Það ber að taka fram að algengt er að kalla sjúkdóminn flosnýrnaveiki þegar hann kemur fyrir i v'orlömbum en algengara er að kalla hann garnapest (túnveiki, garnaeitmn) í haustlömbum og eldra fé. Heilastofnsskemmdir (F.S.E.). Nú þykir sannað að eiturefni garnapestar geti einnig valdið heilaskemmdum og eru þá ein- kennin oft öðruvísi en af venju- legri garnapest. Sumir kalla þetta króníska (langvinna) garnapest eða heilaafbrigði garnapestar. Oft eru þó heilaskemmdir finnanlegar í hræjum af kindum sem snögg- drepast af völdum garnapestar. Við skoðun á sjúklingum er oft erfitt að greina á milli þessa af- brigðis og annarra sjúkdóma sem hafa aðaleinkenni frá miðtauga- kerfi. Hvað veldur þvi að skepnur veikjast? Frískar kindur eru yfirleitt með bakteríuna í meltingarveginum og þar að auki þrífst bakterían víða vel utan líkamans. Við viss skil- yrði og þá aðallega snöggar fóð- urbreytingar til hins betra, fjölgar bakterían sér hratt í mjógörninni og myndar þá í auknum mæli mjög virkt eiturefni. Ef þetta eiturefni kemst yfir í blóðrásina dregur það oftast kindina til dauða á fáeinum klukkutímum. Veikist kind sem telst bólusett gegn veikinni, líður yfirleitt lengri tími þar til hún drepst. Eins og áður hefur verið minnst á eru skepnur sem veikjast af garnapest nær alltaf í góðum holdum. Aðlögun er nauðsynleg kindum sem og öðrum grasbítum. Snöggar fóðurbreytingar, sérstaklega til hins betra, bjóða hættunni heim. Að taka lömb af sölnuðum úthaga og demba þeim inn á tún að hausti án aðlögunar er varasamt, svo að dæmi sé nefnt. Þótt lömb séu bólusett um leið og þeim er sleppt inn á tún/græn- fóður er hætta samt fyrir hendi. Sérstaklega er vel sprottin há, gras í örum vexti og grænfóður varasamt á beitartímabilinu. Grænfóðurleifar og nýrækt getur einnig verið varasöm að hausti. Að vori ber að forðast að stálpuð lömb komist í kraftmikinn ný- græðing. Ær geta geldst skyndi- lega eftir að þeim er sleppt út með lömbunum og getur þetta leitt til þess að lömbin kroppa meira en þau hafa gott af. Best er að lömb- in fái hóflegt mjólkurmagn því að sannað þykir að óþarflega mikil mjólk bjóði einnig hættunni heim. M. a. þess vegna er einlembingum og tápmiklum tvflembingum hætt við garnapest (flosnýrnaveiki) á Freyr 263

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.