Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 18
Ríkharð Brynjólfsson, deildarstjóri Bændaskólanum á Hvanneyri Heimavist Dagana 12.—14. ágúst síðastliðinn var á vegum NJF haldin námsstefna um heimavistar- skóla, einkum þó hvernig nýta megi þetta sérkennilega heimilisform til að auka þroska nemenda. Ríkharð Brynjólfsson Námsstefnan var í Munkagárds- skolen í Hallandi í Svíþjóð í nýjum búnaðar- og garðyrkjuskóla. Verður nánar vikið að honum síðar. Námsstefnan var fjölsótt og frá íslandi sat hana, auk mín, Valgeir Bjarnason, kennari á Hólum. Nokkur erindi voru flutt þarna þar sem m. a. var reynt að varpa ljósi á þroska og hugmyndaheim unglinga sem mönnum bar saman um að mikil breyting hafi orðið á seinustu áratugina. Á hinum Norðurlöndunum er það nánast regla að ungmenni í skóla hafi aldrei unnið launavinnu af neinu tagi, en til samanburðar má geta að í könnun kom fram að 37% íslenskra framhaldsskólanema vinna með skólanum. Pessi þróun hefur að vissu leyti aukið mun á fullorðnum og ung- lingum, en á móti kemur að neyslumunstur er orðið líkara, nægir þar að benda á klæðaburð og þess háttar. Heimavistarskólar, eins og við erum vön að hugsa þá, virðast vera að hverfa á Norðurlöndum vegna breyttrar samgöngutækni. Margir nemendur sækja námið að heiman og um helgar tæmast skólarnir nær alveg, skólinn nálg- ast því æ meir að vera vinnustaður fremur en samfélag. Möguleikar skólanna til að stuðla að þroska nemenda gegn- um félagsstarfsemi eru því ntiklu minni en áður var, og mátti í senn greina létti og nokkra eftirsjá vegna þessara breytinga. íslensku heimavistarskólarnir hafa nokkra sérstöðu í þessu, hér er kennt á laugardögum og meirihluti nem- enda er að jafnaði á skólastaðnum um helgar. Ég flutti þarna erindi sem Run- ólfur Sigursveinsson, yfirkennari á Hvanneyri, hafði samið. Þar lýsti Runólfur þeim afskiptum og að- stoð sem skólinn veitir nemendum í frístundastarfi og ræddi um gildi félagsstarfsins í heimavistarskóla. Tómur skóli um helgar léttir miklu álagi af starfsmönnum þeirra, álagi sem mörgum fundar- mönnum fannst mjög erfitt að standa undir. Bæði töldu þeir sig skorta menntun og þjálfun í starfi með unglingum og auk þess gera ráðningakjör ekki ráð fyrir neinu slíku. Talsvert var rætt um hlutverk Heimavistarhús í Tváiker. Hvert slíkt hús er fyrir 8 nemendur og hefur hver þeirra 40 fermetra til umráða. Húsin standa í 2—3 km fjarlœgð frá skólanum. (Myndir: Valgeir Bjarnason). 266 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.