Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 20

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 20
því að setja upp sjálfsala fyrir bjór í skólanum! Að lokum nokkur orð um Munkagárdsskole. Hann er eins og áður sagði nýr af nálinni. Bygg- ing hans var ákveðin um 1980 og eftir nokkra togstreitu og gylliboð sveitarfélaga var staðurinn valinn og lagðar undir tvær jarðir. Á- kveðið var að ýta öllu gömlu burt og byggja frá grunni. Uppköst af teikningum lágu fyrir 1983 og nú í haust var skólinn fullbúinn fyrir 180 nemendur sem skiptast jafnt í búnaðardeild, garðyrkjudeild og blómasölu- deild. Og fullbúið hér merkir full- búið. Hvergi var að sjá að neitt væri óklárt og hvergi virtist sparað. Skólastjórinn sýndi skólann og það voru ekki aðeins við Valgeir sem urðum minni og minni við hverja nýja byggingu, svo var um flesta. Sem dæmi um búnað má nefna að í fjósi var pláss fyrir 60 mjólk- urkýr, helmingurinn á básum og helmingur í lausagögnu. Svipað var með svínahús, því var tvískipt með mismunandi innréttingum. Kjarnfóðrið var blandað á staðn- um nteð tölvustýrðu apparati með tilheyrandi sílóum. Til að garð- yrkjunemar geti æft sig í hellu- lögnum og þessháttar voru tveir sandkassar, 80—90 m: hvor, í upp- hituðu húsi. Skólastjórinn sagði að herlegheitin hafi kostað 91 milljón sænskra króna með öllu; húsbúnaði, skepnum og vélum. Nemendabústaðir voru byggðir af sveitarfélaginu og var það agn þess til að fá skólann til sín. Bú- staðirnir eru hús sem rúma 8 nem- endur hvert, í einsmannsherbergj- um og með sameiginlegu eldhúsi og setustofu, samanlagt 40 m: fyrir hvern íbúa. Það er alltaf fróðlegt að heimsækja aðra skóla, og sjá hvernig tekið er á málum þar, ekki síst þegar svona er, allt nýtt og fullbúið. Sú reynsla jók enn á gildi námsstefnunnar sem stóð þó fyllilega fyrir sínu. Refahúsbyggjendur athugið Vil selja tilsniðin efni í stálgrindasperrur. Sperruefnið er úr I P E 100 sandblásnu og grunnuðu stáli. Sperrurnar passa í refahús sem er 10,7 m á breidd, teiknað af Byggingastofnun landbúnaðarins. Gott verð í boði. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Stefán Sveinsson í síma 91-622200. CASE IH gæði — CASE IH forysta CASE-International drátt- arvélar eru viðurkenndar fyrir gæði auk þess að vera leiðandi merki í tækniþróun. Hagstætt verð er aðeins ein ástæða þess hve margir bændur velja CASE-International. DRÁTTARVÉLAR TIL AFGREIÐSLU STRAX A I RÁII/LRU VERÐI CASE IH 385L 2x4 47 hö. CASE IH 485XL 2x4 54hö. CASE IH 685XL 2x4 72hö. CASE IH 1394 2x4 77hö. CASE IH 1494 4x4 85 hö. Greiðslukjör við allra hæfi ÞÉRTEKST ÞAÐMEÐ [KHlÍl ¥É«& MMysmHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 268 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.