Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 23
20 tommu plógur, (einskeri), en hann plægir u.þ.b. 30 cm djúpt. Ég legg áherslu á að plægja djúpt í fyrstu plægingu. Við það losnar jarðvegurinn og loft á greiðari leið niður. Við það að plægja þetta djúpt, lendir sá gróður, sem mað- ur vill drepa það neðarlega, að við plægingu næsta ár á eftir, er not- aður akurplógur fjögurra skeri, sem fer ekki nema 15—20 cm niður. Er maður þá laus að mestu við gamla gróðurinn. Mikilvægt er að vanda plæginguna sem mest og að strengurinn hvolfist vel. Þá er komið að því að herfa. Er notað til þess lyftutengt diska- herfi. í mildu landi nægir ein um- ferð, en ég vil ekki fínvinna flagið vegna þess að þá verður það svo þétt, að loft og vatn eiga ekki eins greiða leið um jarðveginn. Jarðvegssýni hafa verið tekin haustið áður en túnið er plægt upp og ef sýrustigið er lægra en 5,5 er borinn skeljasandur í flagið, 2 tonn á ha. Sýrustigið í jarðvegin- um hefur mjög mikil áhrif á korn- ið og tel ég að eftir að farið var að kalka, hafi kornræktunin orðið mun öruggari. Þá tel ég að sáð- grasið lifi mun betur þar sem kalk- að hefur verið. Skít berum við ekki nema þá mjög lítið í flög þar sem verið er með korn, vegna þess að hætta er á að of mikið af köfnunarefni verði þá í jarðveginum. Verður þá kornið grænt og þroskast illa. Stöngullinn verður grænn og áburðarefnin virka of lengi fram á sumar. Sérstaklega á þetta við fyrstu sáningu, eingöngu með korni, en þá er jarðvegurinn frjór, þar sem borinn er um 15—20 tonn af mykju á ári á þessi tún. Plægist þá niður talsvert af lífrænum efn- um, sem eru efst í grasrótinni. Sáning í nokkur ár höfum við notað sér- staka raðsáðvél, sem getur sáð öllum gerðum af fræi. Áður var sáð með áburðardreifara og þurfti þá að herfa fræið niður. Samt var aldrei hægt að komast hjá því að Plœging á túni á Porvaldseyri til endurrœktunar með 20 þumlunga einskeraplógi. (Ljósm. Ólafur Eggertsson). verulegur hluti þess væri ofan á. Vildi þá vargfugl tína upp byggið. Við sáningu á grasfræblöndu með dreifara þurfti og velja nær algert logn, en vandasamt gat orðið að sá í vindi og alltaf hætta á að þyngra fræið færi lengra og það léttara fyki til. Eftir að hafa notað sáðvél í 6 ár, hefur orðið gjörbreyting á. Fræið lendir nær allt undir yfirborðið, en hægt er að stilla sáðdýpt eftir frætegundum. Auk þess spírar það fyrr og sáning verður mjög ná- kvæm. Jafnvel má sá minna magni, þar sem allt fræ nýtist mun Sáðvél frá Kverneland. Freyr 271

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.