Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 26

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 26
Búvélar hf. Ný dráttarvél frá Fendt Ýmiss konar erfiðleikar steðja nú að íslenskum landbúnaði. Þar erum við þó engan veginn einir á báti. Landbúnaður annarra þjóða, margra hverra, á við áþekk vandamál að etja. Þetta þýðir auðvitað ekki að bændur hætti að vélvæða búskap- inn. Ekki verður aftur snúið til gamla tímans. Það væri að fara úr öskunni í eldinn. Svarið er hins vegar það, að leita fyrir sér um hagkvæmustu vélakaupin. Og þá viljum við hjá Búvélum benda á vestur-þýsku dráttarvélaverk- smiðjuna Xaver Fendt og co. Hún framleiðir ekki einasta mest seldu dráttarvélina í V-Þýskalandi, með 20,2% heildarmarkaðarins, og raunar 26,8% í Bæjaralandi, held- ur sækir hún einnig sífellt á í Bandaríkjunum, á kostnað þeirra dráttarvéla, sem þar eru fram- leiddar. I þýskum tímaritum er því hald- ið fram, að ástæðan fyrir hinni miklu sölu á Fendt dráttarvélun- um liggi í tæknilegum yfirburðum þeirra, einkum hvað varðar drif- búnað og sparneytni. Til viðbótar kemur svo vandaður frágangur og nákvæmt gæðaeftirlit svo að bilan- ir eru fátíðar. Um þessar mundir er það ný Fendt 307 LS/LSA Turbo dráttar- vél, sem vekur einna mesta at- hygli. Hún er með 3ja strokka vatnskældri Mannheim—dísilvél. Samanlagt strokkrúmtak er 3,1 ltr. Það sem gerir þessa vél sér- stæða er ótrúlega mikil aukning snúningsvægis við forþjöppun eða 24%. Vélin hefur 70 hestöfl (DIN) og eldsneytisnotkunin er undir meðaltali eða sem nemur 208 gr. á hverja kWh. Drifbúnað- ur er mjög fullkominn. Með yfir- gír er um að ræða 21 hraðastig frá skriðgír til hraðaksturs og í hæsta gír kemst vélin 40 km á klst. Sex hraðastig eru aftur á bak, Vökva- tengslin verka sem höggdeyfar á milli aflvélar og drifs og gera kleift að skipta á milli gíra án kúplingar. Þau koma einnig í veg fyrir að vélin renni aftur á bak þegar tekið er af stað í brattri brekku og eykur það mjög á öryggið. Vökvatengsl- in auka einnig til muna getu vélar- innar í ófærð og með sjálflæsandi mismunadrifi og fjórhjóladrifi eru vélinni lítil takmörk sett. Véiin er með öflugu vökvastýri, þriggja hraða aflúrtaki með niðurgírun, vönduðu öryggishúsi með öllum þægindum svo sem opnanlegum rúðum, góðri miðstöð, afkasta- mikilli loftræstingu, mjög þægi- legu sæti, góðum vinnuljósabún- aði o.fl. Allt þetta gerir þessa vél að góðum og skemmtilegum vinnuþjarki. Hún vegur aðeins 3,1 tonn og þar af hvfla 2955 kg á afturöxlinum. Niðurfærsla á drif- öxlum er gerð með nafargírum, sem þýðir, að í stað þess að nota kamb og pinjón til endanlegrar niðurfærslu gerist það með sólar- gírum í hverri hjólnöf. Því færist mestur hluti átaksins við hámarks- álag af drifskafti, gírkassa og hjöruliðum yfir á nafardrifið og samsvarar það því, að sérstakur gírkassi sé fyrir hvert hjól. Fendt-verksmiðjurnar hafa reynst brautryðjendur á tækni- sviðinu með fullkomnu vökvakerfi og tölvubúnaði í vélum sínum. Þótt þessi vél verði að teljast mjög fullkominn gera hagstæðir samn- ingar það að verkum, að hún er ekki dýrari en yfirieitt gerist með vélar af öðrum gerðum. Auk Fendt-dráttarvélanna flytja Búvélar hf. inn ýmsar aðrar 274 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.