Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 28

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 28
Stefán Aðalsteinsson Stefán Sch. Thorsteinsson Signrgeir Þorgeirsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Fósturtalning í ám og gemlingum í Bretlandi hefurfœrst í vöxt á síðustu árum að beita hljóðbylgjutœkni við að telja fóstur í ám á fyrri hluta meðgöngutímans. Talið er unnt að greina með vissu hvort œrin hefur fest fang eða ekki frá 30. degi meðgöngu eða jafnvel fyrr, þótt varað sé við að meðhöndla ærnar svo snemma á meðgöngu vegna hœttu á fósturdauða. Frá 45-50 degi meðgöngu er hægt að greina einstök fóstur með allgóðri nákvæmni af reyndum manni. Eftir 100. dag meðgöngu verður talning erfiðari sökum stærðar fóstranna. Fyrir greiningu er ærin rökuð á allstórum bletti framan við júgrið. Við talningu er henni síðan hallað aftur á bak í eins konar stól, þannig að aðgangur að kviðnum sé greiður. Kviðurinn er smurður með matarolíu eða sérstöku hlaupi og bylgjutækinu strokið eftir kviðnum og kemur þá fram þverskurðarmynd á sjónvarps- skermi. Er þetta í eðli sínu sama tækni og beitt er við fósturskoðun hjá vanfærum konum. Ekki má gefa ánum hey a.m.k. 8 klst fyrir greiningu, þar sem gasmyndun í innyflum truflar hljóðbygjurnar. Afköst við fósturtalningu eru mjög breytileg eftir reynslu, en reyndur maður getur greint 80-100 ær á klst. við beztu kringumstæð- ur. Tækni þessi er í stöðugri þró- un, og standa vonir til, að fljótlega verði fáanleg tæki, sem beita má án þess að raka þurfið eða leggja ærnar á bakið. Helzti tilgangur með fósturtaln- ingu er að flokka ærnar eftir fóst- urfjölda, þannig að unnt sé að fóðra allar ær eftir þörfum, spara þannig fóður við geldar ær og 1. tafla. Fósturtalning á Hesti. a) Talning í ám. Fjöldi % rétt Frávik frá réttri greiningu. Greining áa greint % geld % einl. % tvfl. % þríl. Geld 39 79,5 — 15,4 5,1 — Einlembd 111 91,0 0,9 — 8,1 — Tvflembd 191 97,4 — 1,0 — 1,6 Þrflembd 3 33,3 66,7 Alls 344 92,7 7,3 b) Talning í gemlingum. Fjöldi % rétt Frávik frá réttri greiningu. Greining gemlinga greint % geld % einl. % tvfl. Geld 51 96,1 — 3,9 — Einlembd 104 96,2 1,9 — 1,9 Tvflembd 4 100,0 — — Alls 159 96,2 3,8 2. tafla. Fósturtalning á Skriðuklaustri. a) Talning í ám. Fjöldi % rétt Frávik frá réttri greiningu Greining áa greint % geld % einl. % tvfl. % þrfl. Gcld 1S 88,9 — 11,1 Einlembd 77 79,2 2,6 — 18,2 — Tvflembd 307 91,2 1,6 2,6 — 4,6 Prflembd 17 82,4 — — 5,9 — Alls 419 88,5 11,5 b) Talning í gemlingum. Fjöldi % rétt Frávik frá réttri greiningu. Greining gemlinga greint % geld % einl. % tvfl. Geld 3 100 — — — Einlembd 37 97,3 2,7 — — Tvflembd 4 100 — — Alls 44 97,7 2,3 276 Fkeyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.