Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 29

Freyr - 01.04.1987, Blaðsíða 29
Á sauðburði í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi vorið 1983. Á myndinni er heimasætan Sigþrúður Jónsdóttir, nýútskrifaður stúdent, en hún stundar nú nám við Landbúnaðardeild Háskólarts í Bangar i Norður-Wales. einlembdar en fóðra betur tví- Iembur og fleirlembur. Þetta er sérstaklega mikilvægt víða á Bret- landseyjum, þar sem ær eru á útigangi og nauðsynlegt að geta náð tvílembunum úr til betri fóðr- unar á seinni hluta meðgöngu. Hér á landi er ávinningurinn ekki eins augljós, einkum hjá þeim bændum, sem fá nær allar ærnar tvflembdar. Hins vegar, þar sem 30-50% ánna eru einlembdar, ell- egar verulegur hluti þeirra með fleiri lömbum (þrí- og fjórlemb- dar) má vel hugsa sér að ná megi fram hagkvæmari fóðrun og betri burði. Ennfremur er augljós ávinningur að geta aðskilið lembda gemlinga frá geldum um miðjan vetur. Hagkvæmnin ræðst svo að sjálfsögðu af kostnaðinum við framkvæmdina. Veturinn 1985 voru fengnir hingað til lands á vegum Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins og Búnaðarfélags íslands tyeir sérfræðingar frá Hill Farming Research Organization í Skotlandi þeir Angus Russel og Iain White til að reyna tækni þessa á ís- lenzkum ám. Töldu þeir fóstur í ám á Hesti, Skriðuklaustri og Hvanneyri í byrjun marz. í með- fylgjandi töflum kemur fram ár- angur talningarinnar á Hesti og Skriðuklaustri. Á Hesti höfðu ærnar gengið með í 67 daga og gemlingar í 73 daga að meðaltali, þegar talning fór fram 4. marz. Á Hesti voru fóstur aðeins talin í hluta ánna þ.e. í gemlingum og yngri ánum, en á Skriðuklaustri var talið í öllum ám og geml- ingum. Á báðum búunum voru óvenjumargar ær geldar þetta ár. Á Hesti reyndist fósturtalning rétt í 92,7% tilfella og á Skriðu- klaustri í 88,5% tilfella í ám, en hjá gemlingum voru samsvarandi tölur 96,2% og 97,7%. Helztu frávik frá talningu voru eftirfar- andi: Á Hesti báru 8 ær, sem taldar voru geldar en á Skriðu- klaustri voru þær tvær. Tvær ær á Skriðuklaustri og ein á Hesti voru taldar með einu fóstri en urðu geldar. Þessar ær gætu hafa látið. Níu ær á Hesti og 14 á Skriðu- klaustri voru taldar með einu fóstri en urðu tvflembdar. Af þess- um 22 ám fengu 16 athugasemd um, að hugsanlega væru þær tví- lembdar. Af ám, sem taldar voru með 2 fóstrum urðu 5 geldar á Skriðuklaustri og 8 einlembdar en 2 uðru einlembdar á Hesti. þessar ær gætu hafa misst annað fóstur eða bæði eftir talningu. Sama gæti gilt um þær ær, sem taldar voru með 3 fóstrum en áttu tvö lömb. Um þetta verður ekki sagt með vissu. Af ám sem töldust með 2 fóstur urðu 3 þrflembdar á Hesti og 14 á Skriðuklaustri. Á Skriðu- klaustri urðu 2 ær fjórlembdar sem taldar voru þrflembdar, þótt þetta komi ekki fram í töflunni. Algengustu frávikin eru á þann veg, að fóstur séu vantalin. Eink- um á þetta við um marglembinga, en ekki er ólíklegt, að lítið hafi verið leitað að þriðja fóstrinu, þegar tvö voru fundin. Við talningu hjá gemlingum voru frávikin mun minni, þ.e. að- eins um 3% gemlinganna voru rangt greindir. I heild verður ekki annað sagt en árangurinn hafi orð- ið góður, og sýni að þessa tækni sé unnt að nýta til gagns, ef kostnað- ur við það reynist ekki of hár. ——— Sjósókn á Norðausturlandi. Það bar við á fundi alþýðubanda- lagsmanna á Norðurlandi eystra síðla haust fyrir allmörgum árum að fjallað var um sjávarútvegsmál. Þar flutti Þorgrímur Starri Björg- vinsson í Garði í Mývatnssveit Fellur barr til foldar brátt fer að marra í snjónum. Nú er garri og austanátt enda Starri á sjónum. ræðu, og var ómyrkur i máli að vanda. Meðal viðstaddra var Rósberg G. Snædal og að þessu tilefni orti hann eftirfarandi vísu: Freyr 277

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.