Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 7

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 7
r Loðdýrarækt á Islandi í janúar sl. kom út skýrsla á vegum Byggða- stofnunar sem ber heitið Loðdýrarækt á ís- landi. Skýrslan er unnin af níu manna starfs- hópi á vegum stofnunarinnar og er til verksins stofnað að tilmælum landbúnaðarráðuneytis- ins, en ráðuneytið fór þess á leit við Byggða- stofnun í október 1985 að hún endurskoðaði fyrri áætlanir um uppbyggingu Ioðdýraræktar á landinu. Starfshópurinn setti sér það markmið að í skýrslunni væri dregið saman á einn stað sem mestur fróðleikur um loðdýrarækt á íslandi svo að taka megi ákvarðanir um þau mál á traustari grundvelli en hingað til. Skyldi það gilda bæði um stjórnvöld og þá sem greinina stunda. í þessu skyni voru gerðar stofnkostnaðar-, rekstrar- og greiðsluáætlanir fyrir loðdýrabú í þeim tilgangi að geta fjallað betur um rekstrarafkomu búanna. Hefur það starf þeg- ar komið að gagni við ákvarðanatöku í greininni. í árslok 1985 voru hér á landi 197 loðdýra- bú og breytist sá fjöldi lítið árið 1986. Verð- mæti loðdýraafurða hér á landi árið 1985 nam um 120 milljónum króna og árið 1986 er það áætlað kr. 240 milljónir. Fjöldi refalæða árið 1986 var um 15000 og yrðlingar 5—6 sinnum fleiri. Fjöldi minkalæða árið 1986 var um 13000 en minkahvolpar það ár voru um 53000. Áætlað er að fjárfesting árið 1986 í fast- eignum, búrum og brynningu sé um kr. 33.600 á refalæðu og er þá söluskattur ekki meðtalinn, en hann er endurgreiddur af fjár- festingu sem þessari. Fyrir eina minkalæðu er þessi fjárfesting um kr. 13.900. Þessi kostnaðaliður er töluvert meiri en í öðrum löndum. Þannig kostar hliðstæð fjárfesting í Finnlandi kr. 19.000 á refalæðu og kr. 7.000 á minkalæðu. Ástæða þessa er annars vegar að efni í loðdýrahús er ódýrara í Finnlandi en hér á landi og húsin eru þar ekki eins vönduð þar sem veðurfar gerir ekki kröfur til þess. Þessi munur á fjárfestingarkostnaði jafngildir um kr. 1,20 á hvert kg fóðurs í refaræktinni. Verð á fóðri í Finnlandi í árslok 1986 var á bilinu kr. 11,75—12,15 á kg en á íslandi kr. 7,00—10,50 á kg. í verði þessu er ekki tekið tillit til mismunandi efnainnihalds, þ.e. fóðurstyrks fóðursins. Á sama hátt og gerðar eru rekstraráætlanir fyrir loðdýrabú eru gerðar áætlanir fyrir fóð- urstöðvar í skýrslunni. Er þar miðað við stöðvar af þrennum stærðum, litlar stöðvar með hámarksafköst 2.000 tonn á ári, meðal- stórar stöðvar með 5.000 tonna hámarksaf- köst og stórar stöðvar með yfir 10.000 tonna hámarksafköst á ári. Kemur þar ljóslega fram að allar gerðirnar eiga rétt á sér. Lítil stöð á landfræðilega afmörkuðu svæði með hæfi- legan aðgang að hráefni á engu síðri rekstrar- möguleika en stór stöð þar sem umfang bú- greinarinnar er meira. Lægri framleiðslu- kostnaður fóðurs á stórri stöð en lítilli getur jafnast að einhverju eða öllu leyti með meiri kostnaði við aðdrætti á hráefni og dreifingu fóðursins. Einn kafli skýrslunnar fjallar um möguleika og takmarkanir loðdýraræktar. Þar er greint frá möguleikum á öflun hráefnis í fóður hér á landi, en þeir eru geysimiklir. Þó er vert að hafa í huga að fóðuröflun til loðdýraræktar hér á landi hefur sínar takmarkanir. Þar má nefna að fóðurþörf í loðdýrarækt er mest á haustmánuðum en þá er framboð á fiskúr- gangi í lágmarki. Hins vegar fer fóðurþörfin nokkuð vel saman við framboð á sláturúr- gangi. Auk þess keppir fiskeldi við loðdýra- rækt um hráefni til fóðurs sem og fiskimjöls- verksmiðjur og getur þetta þrýst á um að verð á hráefni hækki. Annar þáttur í möguleikum loðdýraræktar er framleiðsla og verð skinna á heimsmark- aði. Árið 1985 voru seld yfir 33 milljón minkaskinna og hafði þeim fjölgað úr um 24 milljónum árið 1981. Þau 30.000 minkaskinn Frh. á bls. 309. Freyr 295

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.