Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 8

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 8
Þættír úr framfarasögu Flóa Vinna við Flóaáveituna var þrældómur en bar ríkulegan ávöxt. Fyrri hluti. Ágúst Þorvaldsson, bóndi og alþingismaður á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi, lést hinn 12. nóvember sl. Eftirfarandi viðtal við hann var tekið á sl. sumri um þremur mánuðum fyrir andlát hans. Spyrjendur voru Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík. Matthías Eggertsson ritstjóri og Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur, sem átti hugmyndina að þessu viðtali. Páll Lýðsson bjó viðtalið undir prentun og valdi með því myndir. Hvemig var búskap háttað áður en atvinnubyltmgin hófst? í raun og veru voru búskapar- hættir búnir að vera hinir sömu frá landnámstíð um land allt, að vísu mismunandi eftir aðstæðum á hverjum stað. Hér á Suðurlandi byggðust þeir á því að afla heyja á sumrin og nota síðan vetrarbeit eins og mögulegt var. Flóinn hafði þá kosti að hér voru margar góðar heyskaparjarðir og víða gott að heyja. Að vísu bagaði að víða var blautlendi í rosatíð en oftast var nægilegt að slá og menn öfluðu því heyja. Yfirleitt voru þetta mýra- hey og þau voru létt til fóðurs en þau veittu þó fénaðinum kviðfylli og Flóamenn gátu oft hjálpað uppsveitamönnum þegar gras- brestur varð, tekið af þeim skepnur í fóður eða látið þá hafa hey. Algengara var að iaka skepnur í fóður því að erfitt var að koma heyjum langar leiðir þegar ekki var um annað að ræða en flytja það á klökkum. Húsakostur um þetta leyti? Ég hygg að húsakostur hafi verið verri hér í Flóanum en sums staðar annars staðar. Þegar ég reri frá Vestmannaeyjum og var á sjó undir Fjallasandi um og eftir 1925 þá fannst mér, þegar ég horfði til lands, jafnbetri byggingar á bæj- unum undir Eyjafjöllum heldur en hér í Flóanum. Eyfellingar hafa kannski búið þá eitthvað betur. Þeir heyjuðu líklega meira og höfðu líka svolítið sjávargagn. Það var víða betur byggt en hér í Flóanum. En héðan er styttra að fara í kaupstaðinn. Það eru margir sem halda því fram að nálægð við kaupstaðinn skapi vissa eyðslu og mönnum búnist verr í nánd við verslunina. Á þessum árum sem við erum að tala um og allt fram yfir 1930 tíðkaðist að allir ungir karlmenn færu í verið á vetrum. Upp úr nýári var lagt í’ann og var þá farið annað hvort til Vestmannaevja eða Suðumesja; Grindavíkur, Sandgerðis eða Keflavíkur. Marg- ir fóru og leituðu á togarana eftir að þeir komu og þessir menn fluttu heim með sér fjármagn til uppbyggingar í sveitunum. Yfir- leitt var allt það kaup sem menn fengu notað til þess að Iaga til og breyta til batnaðar í sveitunum. Menn fóru yfirleitt gangandi í verið, langar leiðir. Þeir þrömm- uðu alla leið austan úr Skafta- fellssýslu til Reykjavíkur og Suðurnesja. Ekki höfðu þeir lengur mötu þegar þetta var. Þá voru þeir svokallaðir útgerðar- menn. Þeir voru hjá útvegsbænd- um sem lögðu til matinn og menn- irnir höfðu bara sitt kaup. Ég bættist í þennan hóp venju- lega upp úr nýárinu og þekkti mikið af þessum mönnum. Þeir þrömmuðu svo aftur heim til sín að vorinu og þá með nokkur 296 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.