Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 10

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 10
Rjómabúið á Baugsslöðum í Stokkseyrarhreppi. Það var stofnað árið 1904. heyrt talað um það að þær hafi átt gott í gamla daga húsmæðurnar, hafi haft vinnukonur sem gerðu allan fjandann fyrir þær. En þetta er mesta vitleysa. Allar fátækari konur voru einar, en kaupakonur voru teknar á sumrin. En það var annað. Það heimili fannst ekki þar sem ekki voru eitt eða tvö gamalmenni. í horninu sem kallað var. Sumt hafði verið vinnuhjú á þessum bæ og naut þess svo í ellinni að mega vera. Aðrir voru ómagar með meðgjöf frá sveitinni. Og þetta fólk sumt vann töluvert. Matjurtarækt? Matjurtarækt var töluverð á þess- um árum, kartöflur og rófur voru á hverjum bæ. Yfirleitt náði saman milli ára þessi ræktun, einkum kartöflurnar. Þær voru geymdar í kjöllurum og tyrft með þurru torfi sem einangraði vel. Hér voru borðaðar kartöflur alltaf þangað til farið var að taka upp. Það var um höfuðdag. Ég man ekki til að kartöflur brygðust nokkurs staðar á mínum berskuár- um. Garðarnir voru í skjóli fram- an undir bæjarröðinni og upp- skeran brást hvergi. Rófur voru auðvitað töluvert ræktaðar en önnur ræktun var almennt ekki. Ekki man til að rófufræið væri keypt í verslunum. Oft voru það einhverjar konur sem höfðu það að gamni sínu að rækta rófnafræ. Hestaeign? Hestaeign var mjög takmörkuð. Menn reyndu að hafa sem allra fæst af hrossum, bæði til þess að spara hey og eins til að spara hagbeit. Allt var bitið upp á haustin eftir búpeninginn. Þó var sauðfé allt látið á fjall nema ærnar sem mjólkaðar voru heima. Það verður og að gá að því að allt var slegið sem mögulegt var að slá og þar af leiðandi var jörðin yfirleitt bitin og graslaus á haustin. Þá voru þessir Ólafsdalsljáir komnir, með skosku blöðunum. Þá var ljárinn alltaf klappaður, sumir kölluðu það að dengja. En gamla fólkið sagði við mig: Að dengja, það var meðan íslensku ljáirnir voru. Þá voru þeir hitaðir og slegnir fram. En þegar við fengum skosku ljáina var það kall- að að klappa. Smalamennskur? Hér var mest allt ógirt fyrst þegar ég man eftir mér. Girðingar voru að koma um tún og nátthaga fyrir ær á sumrin. Smalamennskur voru miklar. Þó að féð væri ekki margt var maður síhlaupandi, yfirleitt gangandi því hestar fengust ekki notaðir. Þeir voru þá taldir þurfa meira fóður ef þeir voru níddir mikið í smalamennskum. Ég fékk að fara ríðandi að smala á sunnudögum á sumrin, en aðra daga varð ég alltaf að smala gangandi. Ég held að aðrir krakk- ar hér í mínu nágrenni hafi orðið að búa við það sama. Þetta var gert svona til hátíðabrigða. Svo var verið að reka óskilin saman. Féð gekk hvað innan um annað svo maður var í einlægum milli- rekstrum. Svo var farið á fjall á haustin. Þegar ég var strákur voru alltaf tveir um trússahestinn. Ég fór lengi á fjall og var alltaf með öðrum manni á trússara. Sín skrín- an hvoru megin. Heypoki þar ofan á og tjald og prímus á mið- klakknum ofan í milli. Aldrei með tvo til reiðar. Það sást yfirleitt ekki á mínum yngri árum að menn væru með tvo, þrjá og fjóra eins og nú er. Ég er nú að hæðast að því að þeir geri ekki annað en teyma þessar truntur sínar og sé lítið gagn í þeim. Úr rjómabúinu á Baugsstöðum. Til hœg- ri er Margrét Júníusdóttir sem lengst var þar bústýra. Til vinstri er Guðrún Andrésdóttir aðstoðarkona hennar. 298 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.