Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 11
Skurðgrafa Skeiðaáveitunnar að grafa stóra skurðinn sem einnig var nefndur vélaskurðurinn. Urðu umskiptm snögg þegar þau komu? Umskiptin í búskapnum urðu nokkuð snögg, bæði til sjávar og sveita. Það er eins og straumhvörf verði 1920 eftir að stríðinu lýkur. Þá verður t. d. mikil bylting í sjávarútvegi. Togararnir komu til sögunnar í auknum mæli og vél- bátaútgerðin eykst hröðum skref- um. Fólkið fer að hreyfa sig, fær meiri atvinnu við sjávarsíðuna og flytur þangað. Bændur verða fá- liðaðri við að þetta fólk fer í burtu og umræðan eykst um það hvernig eigi að mæta þessu. Þá held ég að það hafi hert á mönnum að ráðast í Flóaáveituna. Menn fundu að það var að koma breyting. Og á þessum árum voru stjórnvöld jákvæð. Stjórnmála- umræðan í blöðum snýst mikið um að bylta atvinnuvegum þjóðar- innar, bæði til lands og sjávar. Síðan kemur löggjöfin til sög- unnar. Það er meira en að menn ræði um þetta. Menn ráðast í framkvæmdir og taka lán erlendis sem lítið hafði þekkst þangað til. Ríkisstjórnin sem mynduð var 1927 var einhver mesta fram- kvæmda- og framfarastjórn sem sett hefur verið á laggirnar hér á íslandi. En því er heldur ekki að neita að í ríkisstjórninni 1924— 1927, íhaldsstjórn Jóns Þorláks- sonar, var feikna góður skilningur fyrir Flóaáveitunni. Jón var búinn að vera þingmaður og eiga þar sinn þátt í því að koma áveitu- löggjöfinni í gegn. Skeiðin urðu fyrri til með áveitu. Lög um lagningu Skeiðaá- veitunnar eru frá 24. september 1917, og lög um áveitu á Flóann koma 14. nóv. 1917. Þau voru að mestu sniðin eftir hinum lögun- um. Hver var afstaða manna til þessara framkvæmda? Ég held að yfirleitt hafi menn haft trú á fyrirtækinu. Það byggðist á því að hér í Flóanum þekktu menn frá fyrri tímum að Hvítá hafði flætt yfir Flóann með fárra ára millibili og sett þá allt land hér undir vatn á veturna. Og næsta sumar á eftir voru slægjur betri en hin árin þegar áin flæddi ekki. Því töldu menn að áveituvatnið mundi vera heppilegt fyrir jörðina til þess að næra hana og sem áburður. En um framkvæmdina sjálfa vil ég segja að hún var nær öll unnin með handverkfærum. Skurðir voru grafnir og þeir voru 300 kíló- metrar á lengd. Flóðgarðar voru allir unnir með sama hætti. Þeir voru 800 kílómetrar. Það eina sem var unnið með vélum var aðal- skurðurinn sem liggur hérna úr Hvítá og niður að Skeggjastöðum. Þetta er sá mesti þrældómstími sem bændur hérna á svæðinu hafa nokkurn tfma lifað frá landnáms- tíð. Þeir unnu þetta mikið til sjálf- ir. Að vísu voru líka vinnuflokkar frá Eyrarbakka og Stokkseyri, en mest var þetta unnið af bændum sjálfum, í akkorðsvinnu. Og menn lögðu alveg gífurlega að sér. Ekki aðeins urðu bændurnir að leggja mikið að sér, heldur allt þetta fólk. Húsmæðurnar urðu að taka verulegan hlut á sig af starfi karlmannanna á heimilunum því að þeir unnu í áveitunni. Þeir fóru strax á morgnana fyrir ljósan dag í vinnuna og voru þar til kvölds, allt vorið og haustið í sex tii sjö ár. Það var frá 1922 til 1927—''28. Menn fengu peninga fyrir vinnuna og höfðu þannig rýmri fjárráð. Frh. í ncesla blaði. Freyr 299

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.