Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 15
Gömul tún eru auðugri af fosfór en þau yngri. Óræktuð jörð er yfirleitt mjög snauð af nýtanlegum fosfór miðað við þarfir nytja- gróðurs. f>ess vegna er jafnan ráð- legt að bera tvöfalt til þrefalt meiri fosfór á nýræktir á sáningarári en venja er að bera á tún. Aburðarnotkun kemur að best- um notum á veðursælustu stöðum. Þetta kemur í ljós við skoðun á mælingum á nýtanlegum fosfór í jarðvegi. Þannig virðist nýtan- legur fosfórforði vera meiri eftir graslítil sumur en eftir góða gras- sprettu. Einnig er fosfórforðinn í jarðvegi áberandi meiri á harðbýl- um jörðum, en hann er á þeim sem veðursælli eru. Það bendir raunar til þess að ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til sprettuskil- yrða við ákvörðun á fosfórþörf. Fosfórforðinn er þá inneign í jarð- vegsbanka sem grípa má til og þar sem innistæðan er mikil þarf lítið til viðhalds fosfórforðanum. Áhrif áburðar eru þannig marg- vísleg og áburðarþörfin breytileg eftir aðstæðum. Þótt svo sé er engu að síður rétt að nota tilraunir til þess að meta, hvað er að jafn- aði hagkvæmast og hverju mis- jafnar aðstæður breyta um hag- kvæmnina. Fram til þessa hefur einkum verið stuðst við meðaltöl úr tilraunum með níturáburð frá ákveðnu tímabili. Hér á eftir er hagkvæmnin metin tvö tímabil 1945—1975 og 1976—85 í þessum sömu langtímatilraunum og tvö ár 1984—85 í nýjum tilraunaflokki á Vestfjörðum. Niðurstöður þessa mats koma fram á mynd 1. Langtímatilraunirnar, sem mið- að er við eru á Sámsstöðum (4 tilraunir), Reykhólum (2 tilraun- ir), Akureyri (1 tilraun) og Skriðuklaustri (2 tilraunir). Vest- fjarðatilraunirnar eru á Reykhól- um (2 tilraunir), Svanshóli í Bjarnarfirði, Litlu-Ávík í Árnes- hreppi og Neðri-Bæ á Snæfjalla- strönd. Tilkostnaður á hvert kg af heyi er áþekkur við um það bil 100 kg/ ha N í áburði, hvort sem miðað er ÁGÓÐI hey hkg/ha kr/kg/hey Mynd 1. Ágóði af áburðarnotkun og heyöflunarkostnaður. I. Byggt á tilraunum með vaxandi alhliða áburð á Vestfjörðum 1984—85. II. Byggt á lilraunum með níturáburð 1945—1975. III. Byggt á tilraunum með níturáburð 1976—1985. Efri myndin sýnir hagkvœmustu skammta miðað við ágóða af hektara en þeir eru 120—140 N kglha eftir því við hvaða tímabil er miðað. Neðri myndin sýnir hagkvœmustu skammta miðað við lágmark tilkostnaðar á hvert kg af heyi, en þeir eru 60—100 N kglha eftir því við hvaða tilraunatímabil er miðað. við langtímatilraunirnar fyrir eða eftir 1975 eða við Vestfjarðartil- raunirnar 1984—85. Eftir því sem minna er borið á fer munur á tilkostnaði vaxandi, þannig að hann er mestur á Vestfjarðatil- raunum. Tilkostnaður er minnstur við 100 N í Vestfjarðatilraunum og við 80 N miðað við tímabilið 1976—85, en tilkostnaður verður Freyr 303

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.