Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 16
minnstur 60 N ef tímabilið 1945— 75 er lagt til grundvallar. Kostnaður við heyöflun að öllum kostnaðarliðum meðtöldum reyndist þannig minnstur á hvert kg af töðu þegar notuð eru 60—100 kg/ha af N eftir því hvaða tilrauna- staði og tímabil var miðað við. Miðað við síðastliðinn áratug og nýju tilraunirnar á Vestfjörðum er kostnaður minnstur á hvert kg af töðu við 80—100 kg/ha N eins og neðra línuritið á mynd 1 sýnir. Petta eru þá hagkvæmustu skammtar, ef hægt er að komast af með þann heyfeng, sem næst með þessum áburði. Það er að segja ef túnin eru rúm miðað við heyþörf. Séu tún lítil miðað við þörf fyrir hey, er hins vegar ekki rétt að miða við minnstan tilkostnað á kg af heyi, heldur mestan ágóða af hektara. í báðum tilvikum er stefnt að lágmarks tilkostnaði á búinu og sem mestum arði. Þurfi að fullnýta túnin er eftir þessum tilraunum að dæma hag- kvæmast að nota 120—140 N kg/ ha, eftir því hvaða tilraunatímabil eða staði er miðað við. Að sjálf- sögðu má að auki gera ráð fyrir einhverri óvissu bæði hvað varðar einstaka þætti í föstum og breyti- legum kostnaði og í endanlegri ákvörðun hagkvæmustu skammta. Þegar vaxtarauki eftir áburð nálg- ast jafnvirði áburðarins, sem gefur vaxtaraukann, er vaxtaraukinn nálægt eða jafnvel innan skekkju- marka. Því er Ijóst að reikna má með nokkru fráviki, a.m.k. 10— 15 kg/ha N þegar hagkvæmasti skammtur af áburði er metinn. Af framansögðu er ljóst að áburðarþörf er háð heyþörf og túnastærð, auk margra annarra þátta, svo sem veðurfari og jarð- vegsgerð. Algengt má þó telja að áburðarþörf sé á bilinu 80—140 N kg/ha eftir aðstæðum og steinefnaþörf auk þess breytileg. Leiðbeiningar um áburðamotkun Til þess að meta áburðarþörfina eru jarðvegsefnagreiningar notað- ar. Þær segja fyrst og fremst til um fosfór- og kalíþörf fyrir kölkun. Brennisteinsþörf er metin eftir að- stæðum og talin vera mest á sendnum jarðvegi og þar sem úr- koma er lítil. Jarðvegsefnagreiningar eru nú gerðar á þremur stöðum á land- inu, á Rannsóknastofnun land- búnaðarins á Keldnaholti, Bænda- skólanum á Hvanneyri og hjá Ræktunarfélagi Norðurlands á Akureyri. Héraðsráðunautar ann- ast um töku jarðvegssýna og skila niðurstöðum til bænda. Sýni eru víðast tekin á haustmánuðum og niðurstöðum skilað seinni hluta vetrar. Niðurstöðunum fylgja ábendingar um val áburðarteg- unda og magn. Með ákvörðun á fosfór- og kalí- þörf er í rauninni níturþörfin einnig ákveðin, þegar blandaður áburður er notaður. Svigrúm til breytinga er þó vel rúmt enda gert ráð fyrir ákveðnum frávikum frá meðaltali, þegar leiðbeint er um áburðarnotkun. Auk þess að nota jarðvegsefna- greiningar til þess að ákveða, hvað nota skuli af áburði á hverj- um stað, má kanna hvernig til hafi tekist með efnagreiningu á grasi eða heyi. Magn steinefna í grasinu Hrútar á sæðingarstöðvum veturinn 1986-1987 í Handbók bænda 1987, bls. 211, birtist að venju yfirlit yfir hrúta á sæðingarstöðvuni. Hins vegar hef- ur fallið niður tafla við prentun, sem sýna áít; einkunnir hrútanna fyrir lömb og dætur. Því er þarna einungis að finna upplýsingar um þá hrúta, sem nú eru á sæðingar- stöð í fyrsta sinn. Þær tölulegu upplýsingar, sem niður féllu er hins vegar að finna í grein eftir undirritaðan í 18. tbl. Freys 1986, bls. 742, og sams konar upplýsinar verða birtar á ný í Frey á komandi gefur þá hugmynd um það hvort fosfór, kalí eða önnur áburðarefni hafi skort. Þess verður að gæta að hlutfall steinefna í töðu fer mjög eftir þroskastigi og verkun töð- unnar, auk þess nýtast áburðar- efni misjafnlega eftir tíðarfari. Kuldar, þurrkar eða mikil úrkoma geta orðið til þess að áburður nýtist ekki. Undir slíkum kring- umstæðum geta gras- eða hey- efnagreiningar bent til skorts þó að nóg hafi í rauninni verið borið á. Engu að síður eru efnagreining- ar á velverkaðri töðu eða grasi nytsamlegar til þess að meta ár- angurinn af áburðarnotkun. Ég hef hér í stuttu máli reynt að lýsa margháttuðum áhrifum áburðar á grasvöxt og heygæði. Áburðarþörfin er háð jarðvegs- gerð og vaxtarskilyrðum. Jarð- vegsefnagreiningar eru best til þess fallnar að kanna áburðarþörf á hverjum stað. Á heildina litið hafa framleiðslutakmarkanir dregið úr áburðarnotkun. Þegar svo háttar verður að vega og meta á hverjum stað hvort sé betri kost- ur að draga úr áburðarnotkun á hvern hektara eða hætta að bera á lökustu túnin og þau sem kosta mesta fyrirhöfn við heyöflun. hausti þegar uppgjör úr fjárrækt- arfélögunum fyrir árið 1986 liggur fyrir. Sigurgeir Þorgeirsson. Kulnandi eldur. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum bauð stúlku upp í dans en hún af- þakkaði boðið. Gísli orti: Frá armaveldi ungmeyjar er ég hrelldur fældur. Nú er eldur æskunnar orðinn heldur kældur. 304 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.