Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 17

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 17
Gunnar Guðmundsson fóðurráðunautur B.í. V othey s verkun Hér er œtlunin að fara nokkrum orðum um votheysverkun og rifja upp fáein mikilvœg atriði sem velheppnuð votheysverkun byggist á. Gunnar Guðmundsson. Sem kunnugt er verka bændur almennt tiltölulega lítinn hluta heyaflans í vothey, eða u. þ. b. 12%. í einstaka héruðum er þetta hlutfall verulega hærra eins og t. a. m. á Vestfjörðum og í Stranda- og Vestur-Húnavatns- sýslum. Samanborið við ná- grannalönd okkar, t. a. m. Norðurlöndin, er hlutdeild vot- heys í heyafla hér á landi mjög lítil. í ljósi þess að veðurfarsleg skilyrði til þurrkunar eru ótrygg um sunnan- og vestanvert landið er það umhugsunarvert hversu lít- illi útbreiðslu votheysverkun hef- ur náð, þrátt fyrir að verkunarað- ferðin er tvímælalaust óháðari verðurfari en þurrkun. Ennfremur hafa heyefnagreiningar undanfar- in rosasumur sýnt, að gæði vot- heys hafa verið síst verri en þurr- heys. Ef til vill er skýringar á lítilli útbreiðslu votheysverkunarinnar að leita í mistökum við verkun og geymslu votheysins, sem leitt hafa til fóðurrýrnunar og lélegs árang- urs í fóðrun. Ljóst er að votheysverkunin krefst meiri nákvæmni og árverkni í vinnubrögðum en þurrkun. Ef eitthvað ber út af við framkvæmd verkunarinnar geta fóður- skemmdir orðið umtalsverðar. Eftir hveiju fer árangurinn. Ef fram eru dregnir helstu þættir sem áhrif hafa á verkunarárangur- inn eru þeir: — I fyrsta lagi gæði hráefnisins sem verkað er. Vothey getur aldrei orðið betra en það hráefni sem verkað er. Votheysverkunin byggir á loftfirrtri gerjun, þar sem sykurefnum grasanna er breytt í lífrænar sýrur, einkum mjólkur- sýru, fyrir tilstuðlan örvera eða gerla sem eru í heyinu. Ef rétt gerjun kemst í gang, (mjólkur- sýrugerjun) lækkar sýrustigið í hey- inu tiltölulega fljótt en við það minnka líkur á því að óæskilegar örverur, svo sem smjörsýrugerlar, rotgerlar og gersveppir nái að starfa og spilla fóðrinu. Rétt gerj- un í votheyi getur aðeins orðið; í fyrsta lagi þar sem súrefni kemst ekki að, í öðru lagi þegar nægilegt sykurmagn er í grösunum og í þriðja lagi þegar ekki er of mikið af lausu vatni í heyinu við hirð- ingu. Forðast skal að slá í vothey í rigningu eða þegar mikið er af lausu vatni í grasinu. Það seinkar súrnun og getur torveldað að rétt gerjun komist í gang. Ennfremur er hætt við að mikið af verð- mætum næringarefnum tapist með frárennslisvökva frá heygeymsl- unni ef heyið er mjög blautt við hirðingu. Grös og fóðurjurtir henta mis- vel til votheysverkunar. Til vot- heysgerðar eru þær plöntur jafnan æskilegastar sem innihalda mikið af sykurefnum. Sykurinnihald í grösum er m. a. háð þroskastigi þeirra. Það er að jafnaði hærra snemma á þrostaferlinum áður en grösin fara að spretta úr sér. Enn- fremur er ekki æskilegt að bera mjög mikið af köfnunarefnis- áburði á þær spildur sem verka skal gras af í vothey, þar sem það dregur úr sykurinnihaldi þeirra. Af framansögðu má ljóst vera að eitt allra mikilvægasta atriði við votheysgerð er að slá snemma, — að slá meðan grösin eru ennþá á blaðstigi—, áður eða um. þ. b. sem þau skríða. Æskilegar gras- tegundir til votheysgerðar eru t. a. m. vollarfoxgras, vallar- sveifgras, túnvingull, og língresi. Af grænfóðri ná nefna bygg, hafra og rýgresi. Úr sér sprottið, gróf- gert og stöngulmikið gras, t. a. m. snarrót og háliðagras eiga lítið erindi inn í votheysgeymslu. — í öðru lagi hafa hirðingarhraði og söxun grassins áhrif á árangur verkunar. Mikilvægt er að sem skemmstur tími líði frá því að byrjað er að slá í vothey þar til votheysgeymslan er fyllt og búið er að ganga frá og þétta yfirborð hennar og fergja. Taki fylling geymslunar fleiri daga er nauðsyn- Freyr 305

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.