Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 18

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 18
0) *-* o 1— n 3 «o 'c 5 ra Sýrustig - pH - í votheyinu er mikilvægl fyrir framvindu gerjunarinnar. legt að breiða yfir stæðuna t. a. m. yfir nótt eða ef lengri hlé verða á hirðingu. Það forðar því að loft geti leikið um yfirborð heystæðunnar. Óheftur aðgangur lofts að yfirborðinu hindrar að skilyrði réttrar gerjunar komist á. Söxun grass við votheysgerð er atriði sem of lítill gaumur hefur verið gefinn á undanförnum árum. Undantekningarlítið er ár- angur votheysverkunar betri sé grasið saxað en þegar hirt er án söxunar af neinu tagi. Helstu skýr- ingar þess eru, að saxað gras pakkast mun betur (þéttar) í geymslunni, þ. e. minna loft verð- ur í stæðunni. Ennfremur leiðir söxunin til þess að plöntusafinn verður aðgengilegri fyrir gerlana í heyinu og gerjunin kemst fyrr í gang. Gera má ráð fyrir að saxað gras rúmist allt að fimmtungi bet- ur í geymslu en ósaxað. Ennfrem- ur koma kostir söxunar fram við fóðrun með votheyi. Gripir um- setja jafnan meira af söxuðu en ósöxuðu votheyi. Nýting heima- aflaðs fóðurs verður þar með betri ef söxun er beitt. Ef til vil eru kostir söxunar við votheysgerð ótvíræðastir að því er fóðrun með vothey varðar. Á grundvelli niðurstaðna fjölmargra rannsókna svo og hagnýtrar reynslu margra bænda verður að telja söxun eina af meginforsend- um þess að fóðra mjólkukýr á votheyi eingöngu. Á undanförnum árum hefur notkun s. k. fjölhnífavagna, sem smækkunaráhalds við votheys- verkun, farið vaxandi. Rétt þykir hér að benda á að slík tæki saxa ekki í þeim skilningi sem hér er viðhafður. Þeir hins vegar smækka grasið og gera það með- færilegra fyrir ýmsan tækjabúnað sem notaður er við hirðingu. Með votheyssöxun er átt við að meðal- strálengd eða öllu heldur stubb- lengd verði 25—30 mm. — í þriðja lagi hafa íblöndunar- efni áhrif á gæði votheysverkunar- innar. Notkun þeirra miðar að því að hjálpa til við að koma af stað æskilegri gerjun. Fjölmörg og ólík efni geta komið að gagni. Þau eru ýmist nærandi, þ. e. fyrir æskilega gerla, sýrandi eða virka hemjandi á óæskilega gerla. Algengasta íblöndunarefnið er maurasýra, en einnig hefur notkun s. k. Kofa- salts komið til nú seinni árin. Maurasýra er tiltölulega sterk líf- ræn sýra og mjög tærandi. íblönd- un hennar veldur skjótri súrnun í heyinu og við það stöðvast öndun plöntufrumanna og starfsemi óæskilegra örvera lamast. Sýruþol mjólkursýrugerlanna gerir það hins vegar að verkum að þeir starfa áfram og vinna að frekari súrnun í heyinu. Ennfremur eru áhrif maurasýru þau, að vatn (eða plöntusafi) dregst út úr grasinu, vökvaspenna í því minnkar og það pakkast betur saman. Algengt magn maurasýru til íblöndunar er um 3 lítrar af 85% sterkri sýru í tonn af 20% þurru grasi. Sé hirt í röku veðri eða strax eftir rigningu er ástæða til að auka sýrumagnið í 3,5 til 4 lítra í tonn og jafnvel enn meira ef um mjög blautt gras er að ræða. Kofa-salt er ekki sýrandi efni og veldur minni tæringu á málmum en maurasýran. Það hindrar hitamyndun í heyinu lakar en maurasýran. Við notkun Kofa- salts við votheysgerð verður að gera meiri kröfur til hirðingar- hraða, jöfnunar og þjöppunar heysins, samanborið við notkun maurasýru. Þetta gildir ekki síst ef grasið er forþurrkað. Talið er að notkun Kofa-salts hafi mjög tak- mörkuð áhrif sem íblöndunarefni ef þurrefni heysins er um og yfir 35%. Við val á íblöndunarefni í vot- hey er rétt að hafa í huga, að ekkert efni tryggir góðan árangur verkunar. Rétt notkun þeirra stuðlar hins vegar að betri árangri verkunar, ekki síst ef hráefnisgæð- um eða framkvæmd verkunarinn- ar er í einhverju ábótavant. — í fjórða og síðasta lagi má svo nefna forþurrkun sem þátt er áhrif hefur á votheysgæðin. Það færist í vöxt að gras sé lítið eitt þurrkað á velli fyrir hirðingu. í mörgum til- fellum næst betri verkun í for- þurrkuðu votheyi. í því verður gerjunin umfangsminni. Þegar þurrefnisinnihald í votheyinu er komið um og yfir 30% eiga óæski- legir gerlar eins og smjörsýrugerl- ar erfitt uppdráttar. Ef gras til 306 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.