Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 19

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 19
Slegið í vothey með sláttutœtara með útbúnaði til íblöndunar á maurasýru. votheysgerðar er forþurrkað á velli verður að huga betur en ella að jöfnun, þjöppun og útilokun lofts frá heystæðunni svo og hirð- ingarhraða. Því þurrara sem heyið er því verr pakkast það saman og meiri líkur eru á hitamyndun. Meðan forþurrkunin varir veldur hvatastarfsemi í plöntunum sundr- un á próteini heysins. í forþurrk- uðu vothey má því jafnan búast við lakari próteingæðum en ef grasið er hirt beint af ljá. Forþurrkun við votheysgerð hefur að því leyti jákvæð áhrif á fóðrunarvirði þess, að gripir um- setja jafnan meira af því en ófor- þurrkuðu. Á hinn bóginn er erfitt að full- yrða, að aukningin ein sér upp- hefji ókosti forþurrkunar, en þeir eru sundrun proteinanna og lækk- un meltanleika lífrænna efna. Jafnvel þótt kýr innbyrði meira af forþurrkuðu votheyi hefur í til- raunum reynst erfitt að sýna fram á samsvarandi aukningu í afurð- um. — í fimmta lagi má nefna vot- heysgeymsluna sem atriði er áhrif getur haft á gæði votheysins. Gera þarf kröfu til þess að veggir og gólf í votheysgeymslu, hvort sem um er að ræða turn eða flatgryfju, séu Ioftþéttir og yfirborð þeirra slétt. Ennfremur að í botni þeirra sé opin vatnsrás fyrir hugsanlegt frárennsli frá heyinu og í henni sé vatnslás. Óhætt er að fyllyrða að árangur votheysverkunar er að óverulegu leyti undir gerð votheysgeymsl- unnar kominn. Hinsvegar gera mismunandi gerðir af votheys- geymslum ólíkar kröfur um vinnu- brögð. Til að mynda þarf að vanda mun betur jöfnun og þjöpp- un heys í flatgryfju og hirða hraðar í hana samanborið við turn. í flatgryfjunni er yfirborð heystæðunnar hlutfallslega stærra og meira heymagn sem loft getur leikið um meðan á fyllingu stend- ur heldur en í turni. Hætta á fóðurskemmdum er því meiri í flatgryfjunni, verði frágengi í ein- hverju ábótavant. Hér á undan hefur verið fjallað um veigamestu þætti sem áhrif hafa á árangur votheysverkunar. Ljóst er að með votheysverkun er unnt að tryggja góðan árangur í gróffóðuröflun svo gott sem óháð verðurfarsskilyrðum. Samt sem áður virðist gæta tregðu hjá bændum í að auka hlut votheysverkunar og ýmsir eru vantrúaðir á að unnt sé að fóðra kýr og kindur á vothey eingöngu. Það getur út af fyrir sig verið skynsamleg afstað bóndans að beita þeirri verkunaraðferð sem hann telur sig hafa best tök á. í því sambandi má þó ekki gleymast að gera verður kröfu til að sú verkun- araðferð, sem beitt er, skili hon- um fóðri sem líkustu að fóðurgildi oghráefniðvar(túngrösinu. þ. b. er þau skríða) og með lágmarks framleiðslukostnaði. Við núver- andi aðstæður virðast þessi tvö atriði veigameiri en áður. Ekki er úr vegi að bændur spyrji sig eftir- taldra spurninga þegar votheys- verkunarmálin eru hugleidd: — Get ég aflað votheys með minna vinnuframlagi en ég hefl orðið að leggja fram við þurr- heysöflun undanfarin ár? — Kemst ég af með minni og ódýrari vélakost ef ég verka vothey í stað þurrheys? — Get ég nýtt betur afkastagetu (endurvöxt) túnanna ef ég verka í vothey? — Eru líkur á að ég geti slegið og hirt fyrr ef ég verka í vothey? — Get ég með votheysverkun komist af með ódýrari bygg- ingar og ef ég þarf að byggja nýtt, fyrir hvaða verkunarað- ferð er ódýrast að byggja? — Get ég með því að fóðra á vothey aukið hlut heimaaflaðs fóðurs, — sparað kjarnfóður? — Get ég með því að verka vothey náð meiri framlegð eftir hvern grip? Svona mætti lengi halda áfram að spyrja. En þó svo að svörin verði ekki einhlít í öllum tilvikum er nauðsynlegt að hver og einn brjóta þessi mál til mergjar. Að lokum vil ég hvetja bændur til að íhuga ofangreindar spurn- ingar í ljósi núverandi aðstæðna í hefðbundinni búvöruframleiðslu. Jafnframt hvort aukin votheys- verkun geti orðið leið til þess að tryggja betur en nú er gæði heima- aflaðs fóðurs og um leið leitt til lækkunar á fóðuröflunarkostnaði. Freyr 307

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.