Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 24

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 24
Sveinn H. Guðmundsson, héraðsdýralæknir, Þórshöfn Mikið tjón af völdum garnapestar á Norðausturlandi Ég gerði seinni hluta vetrar 1986 könnun meðal sauðfjárbœnda í Norður-Þingeyjarsýslu austan Jökulsár á Fjöllum, þar sem bændur voru m.a. spurðir um áœtlað tjón þeirra af völdum garnapestar og skyldra sjúkdóma í sauðfé sl. 10 ár. Sveinn H. Guðmundsson. Síðan reyndi ég að meta líklegt tjón af völdum garnapestar út frá þeim svörum sem bárust. Gott sauðfjárbókhald var mikilsvirði vegna skráninga á vanhöldum. Ég skipti þeim svörum sem inn komu í 3 flokka: A. lítið sem ekkert tjón: 14 býli. B. Eitthvert tjón: 15 býli. C. Töluvert tjón: 18 býli. Sé tjóninu jafnað niður á býli í flokkum B og C annars vegar og öll býlin sem svöruðu hins vegar fann ég líklegt garnapestartjón á ári fyrir áðurnefnd tímabil. Sjá töflu 1. Á haustin er mest tjón af völdum garnapestar í Norður-Þingeyjar- sýslu. Líflambatjónið verður að teljast hlutfallslega mikið þar eð lambafjöldinn er þá minni. Flest dauðsföll á líflömbum eiga sér stað fyrir áramót. Seinasta innlegg skilur í þessu dæmi á milli haustlamba og líflamba. Með því að leggja verðlag 1985 til grundvallar umreiknaði ég áætlað tjón yfir í gildi haustlamba. Upplýsingar um verðlag voru m.a. fengnar frá Stéttarsambandi bænda. Sé heildartjóninu jafnað niður á 33 býli er meðaltjónið á býli 5,4 haustlömb á ári. Að fengnum upplýsingum frá ráðunautum fann ég svo líkleg garnapestarvanhöld sem 0,9— 1,0% af afurðum fullorðinna áa að meðaltali á ári fyrir áðurnefnt tímabil. Þetta verður að teljast mikið tjón af einum einstökum sjúkdómi og þetta telst beint tjón þar eð þetta dregst frá nettó- tekjum af búinu. Aðrir sjúkdómar skyldir garna- pest virðast, ef marka má könn- unina, valda litlu tjóni á svæðinu miðað við garnapestina. Lamba- blóðsóttar-, bráðapestar- og garnapestarbóluefni eru mikið notuð á þessu svæði. Reiknað er með 337 fullorðun- um ám að meðaltali á þessum 33 býlum sem talnabilið 0,9—1,0 gildir fyrir. Reiknað er með því að 1,63 lömb komi til afurða eftir hverja fullorðna á, á ári. Ég gerði einnig tilraun til þess að meta líklegt hámarkstjón og komst að því að mörg árin hafa einstaka bændur orðið fyrir mikl- um skakkaföllum af völdum sjúk- dómsins. Ég tel að mörg árin á áðurnefndu tímabili hafi einstaka bændur tapað af völdum garna- pestar á milli 200 og 300 kr./ vetrarfóðraða kind/ári eða um 240—360 kr./fullorðna á. Verðlag 1985 er einnig í þessu dæmi lagt til grundvallar. Ólafur R. Dýrmundsson og Jón Viðar Jónmundsson hafa góðfús- lega yfirfarið gögn og útreikninga varðandi nefnda könnun og kann ég þeim þakkir fyrir. Sömuleiðis Tafla 1. Lfldegt tjón af gamapest. 33 býli, 47 býli, (fl. B og C) (B. A, B og C) Vorlamb.................................... 1,25 0,86 Haustlamb ................................. 2,66 1,82 Línamb..................................... 1,11 0,07 Fullorðið ................................. 0,11 0,07 312 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.