Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 30

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 30
Samningur Landbúnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisstjómar Islands, og Stéttarsambands bænda um magn mjólkur og sauðfjárafurða. Landbúnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar íslands, og Stéttarsamband bœnda gera, með tilvísun til a-liðar 30. gr. laga nr. 46/1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með sér eftirfarandi samning: 1. gr. A tímabilinu 1. september 1988 til 31. ágúst 1992 ábyrgist ríkisstjórn- in (ríkissjóður) að framleiðendur mjólkur og sauðfjárafurða fái fullt grundvallarverð fyrir tiltekið magn afurða, sem þeir leggja inn til afurðastöðva til vinnslu og sölu- meðferðar, enda hafi verðákvörð- un þessara afurða farið eftir 8. gr. og 14. gr. laga nr. 46/1985. Ársframleiðsla mjólkur telst vera innvegin mjólk, í lítrum talin, í afurðastöð, frá framleiðendum hvert verðlagsár frá 1. september 1988 til samningsloka. Ársframleiðsla sauðfjárafurða telst vera afurðir af sauðfé sem lagt er inn í afurðastöð á samn- ingstímabilinu, frá 1. september ár hvert til og með 31. ágúst árið eftir. Sumarslátrun, er fer fram eftir maflok, skal þó telja til fram- leiðslu næsta verðlagsárs. Afurðir sauðfjár sem um ræðir eru kjöt, slátur (svið, lifur, hjörtu, nýru og mör) og gærur. Magn sláturs og gæra skal reiknað á sama hátt og gert er við verðlagningu landbún- aðarafurða, sem ábyrgst er fullt grundvallarverð fyrir, og reiknast af heildarframleiðslu sem sama hlutfall og ábyrgst er af heildar- framleiðslu kindakjöts. 2. gr. Verðábyrgð ríkissjóðs fyrir sauðfjárafurðir skal vera þessi: Á verðlagsárinu 1988/89 11.000 tonn kindakjöts. Á verðlagsárinu 1989/90 11.000 tonn kindakjöts. Á verðlagsárinu 1990/91 11.000 tonn kindakjöts. Á verðlagsárinu 1991/92 11.000 tonn kindakjöts. Verði neysla innanlands á kindakjöt verðlagsárið 1990/91 meiri en 9 000 tonn, skal verðá- byrgð ríkissjóðs árið eftir aukast um Vi hluta þess sem neyslan fer umfram, en dregið úr birgðum sem nemur % hlutum. Aukning á fullvirðisrétti til bænda á verðlags- árinu 1991/92 samkvæmt framan- sögðu er þó háð því, að innan- landsneysla verðlagsárin 1987/90 hafi eigi verið minni en 27.500 tonn. Hið umsamda magn innan verð- ábyrgðar skal þó minnka sem nemur þeim fullvirðisrétti til fram- leiðslu á kindakjöti sem tilheyrir framleiðendum eða býlum, þar sem fjárstofni er fargað til útrým- ingar riðu, á verðlagsárunum 1987/91, með fjárhagslegum stuðningi ríkissjóðs á meðan fram- leiðsla þeirra liggur niðri, en aukast sem svarar fullvirðisrétti þeirra sem mega taka upp fram- BÆIMDASKÓLINN HÓLUM í HJALTADAL HÓLASKÓLI AUGLÝSIR Brautaskipt búnaðarnám 1987-1988 Búfræði - fiskeldi Valgreinar m.a.: Loðdýrarækt - hrossarækt - fiskrækt - skógrækt. Góð heimavist-fjölbreytt nám. Takmarkaður nem- endafjöldi. Stúdentar sem ætla í stytt búfræðinám næsta skólaár hafi samband við skólann sem allra fyrst. Umsóknarfrestur um 2ja ára búnaðarnám er til 10. júní nk. Skólastjóri sími 95-5961, 95-5692 318 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.