Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 33

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 33
Við upphaf samningsins skulu eftirfarandi stuðlar gilda við um- reikning á mjólk og mjólkurafurð- um yfir í magn innveginnar mjólkur: Magn vöru Reikni- Vörutegund ltr./kg stuðull Nýmjólk, súrmjólk og fullfeit G-mjólk ltr. X 1,005 Léttmjólk ltr. X 0,403 Rjómi ltr. X 9,074 Jógúrt ltr. X 0,781 Sýrður rjómi kg- X 4,709 Sósur og ídýfur ... kg- X 4,144 Kókómjólk ltr. X 0,461 Smjör kg- X 21,552 Smjörvi kg- X 17,155 Ostur26% kg X 7,480 Ostur 17% kg- X 4,649 Osturll% kg- X 2,950 Kotasæia kg- X 1,220 Bræddir ostar .... kg- X 5,236 Nýmjólkurduft ... kg- X 6,876 Létt og laggott .... kg- X 8,708 Þeir léttmjólkurstuðlar, sem að ofan eru nefndir, skulu því aðeins gilda að svokallað léttmjólkur- gjald verði að fullu greitt af fitu- skerti dagvöru, er nemur því fitu- verðmæti sem skilið er frá mjólk- inni samkvæmt þeim. Ríkissjóður ábyrgist verð þeirrar mjólkurfitu, sem þar um ræðir, með sölu á innlendum markaði eða við út- flutning. Nefndin skal ársfjórðungslega gera bráðabirgðauppgjör yfir stöðu verðábyrgðarreiknings og áætlun um greiðslu ríkissjóðs eftir mánuðum. Ennfremur skal hún fylgjast með kaupum og leigu á fullvirðisrétti. Heimilt er, sé um það sam- komulag í fjögurramannanefnd, að ráðstafa birgðum eða umfram- framleiðslu til söluá innlendum markaði og verja í því skyni hluta þeirra fjármuna, sem annars hefðu farið til greiðslu útflutnings- bóta. Nefndin getur látið fara fram kaup eða leigu fullvirðisréttar af útflutningsbótafé, ef hagkvæmt þykir og fullt samkomulag verður um. Skal þá semja sérstaklega um að hve miklu leyti og á hvern hátt þessi leiga eða sala kemur til frá- dráttar því magni sem um getur í 2. gr. 8. gr. Gert skal ráð fyrir að verð- ábyrgð vegna útfluttra afurða greiðist það fljótt eftir skil á sölu- reikningi, að féð verði komið til söluaðila áður en afurðalán vegna þeirrar framleiðslu gjaldfalla. Gerð skal áætlun yfir afurðir sem áformað er að flytja út, og skal hún samþykkt af fjögurra- mannanefnd. Verðábyrgð á út- flutt magn, sem er innan útflutn- ingsáætlunar, greiði ríkissjóður innan þriggja vikna frá því að reikningar berast landbúnaðar- ráðuneytinu. Verði dráttur á greiðslum, greiðir ríkissjóður vexti af ábyrgðargreiðslum út- flutnings, en þó því aðeins að útflutningurinn hafi farið fram samkv. þeirri útflutningsáætlun, sem fjögurramannanefnd hefur samþykkt. 9. gr. Heimilt er að fella niður allt að % hlutum fullvirðisréttar, er fellur til Framleiðnisjóðs á samningstím- anum vegna búháttabreyting (um- fram það er leiðir af framkvæmd 12. greinar búvörusamnings 1986), í því skyni að lækka birgða- stöðu frá því sem áætlað er á fskj. II. V3 hluti gengur að lágmarki til að mæta á tímabilinu fullvirðis- réttarskuldbindingum, er Fram- leiðnisjóður hefur tekið á sig nú þegar gagnvart einstökum bænd- um og verður að öðru leyti úthlut- að skv. reglugerð. 10. gr. Á samningstímabilinu skal ráð- stafa til útflutningsbóta á afurðir hrossa allt að 2 milljónum króna á viðkomandi verðlagsári, miðað við núgildandi verðlag. Skilyrði fyrir þessum verðbótum er, að fyrir liggi verðákvörðun á afurð- um hrossa samkvæmt 8. og 14. gr. laga nr. 46/1985. Verðbóta- uppgjör fari fram í lok hvers verð- alagsárs fyrir þann útflutning sem fram hefur farið. Aldrei skal greiða meira en sem nemur vöntun á að útflutningsverð skili fullu grundvallarverði til bænda, að teknu tilliti til annars kostnaðar við afurðina. 11. gr. Komi upp ágreiningur um fram- kvæmd þessa samnings, eru aðilar sammála um að skipaður verði hverju sinni þriggja manna gerðardómur til að skera úr ágreiningsefni. Aðilar tilnefni hvor fyrir sig einn mann í dóminn. Leita skal til Hæstaréttar ís- lands um að tilnefna formann dómsins, nema aðilar komi sér saman um oddamann. úrskurður gerðardómsins er bindandi fyrir samningsaðila. 12. gr. Aðilar eru sammála um að hvorum fyrir sig sé heimilt að óska eftir endurskoðun á öðrum at- riðum þessa samnings en magn- tölum, hvenær sem er á samn- ingstímabilinu. Starfskostnað við samning þennan greiðir hvor aðili fyrir sig. Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða frumritum. Skal landbúnaðarráðherra halda öðru frumritanna en Stéttarsam- band bænda hinu. Reykjavík, 20. mars 1987. F.h. ríkisstjórnar íslands Jón Helgason landbúnaðarráðherra. F.h. Stéttarsambands bænda Ingi Tryggvason Magnús Sigurðsson Hermann Sigurjónsson Þórarinn Þorvaldsson Magnús H. Sigurðsson. BÓKUNI Aðilar munu beita sér fyrir því, að sá umþóttunartími, sem land- búnaðurinn fær með samningi þessum til búháttabreytinga og Frh. á bls. 324. Freyr 321

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.