Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 37

Freyr - 15.04.1987, Blaðsíða 37
BLASTURS ELDAVÉLIN Ge'rð R-44 3 möguleikar: Yfir- og undirhiti. Blásturshiti. Grill — hitun. Tvöfalt gler í hurö. Barnalæsing. Stillanlegur sökkull. Tvær hraðsuðuhellur. Hitaskápur undir ofni. Fylgihlutir: Ofnskúffa, 4 bökunarplötur og rist. Aukahlutir: Klukkubak meö eða án steikarmælis, grillmótor og teinn. Fæst í 5 litum. Hagstætt verð. Góð kjör. LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI: 50022 Mjólkurflöskur teknar í notkun á ný. Líklega eru milli 10 og 20 ár síðan hætt var að selja mjólk á flöskum á íslandi og farið að tappa henni á hyrnur og fernur og þótti framför. En sagan endurtekur sig: Mjólkurflaskan er að koma aftur á danskan markað. Mjólkur- samlag í Kaupmannahöfn, að nafni Einingin (Enigheden) hefur undanfarna mánuði með leynd undirbúið það að taka á ný í notkun glærar mjólkurflöskur og hætta að selja fernumjólk. Þess skal getið að Enigheden er síðasta og eina mjólkursamlagið í Kaup- mannahöfn. Það er samvinnu- fyrirtæki með 160 starfsmenn og eitt af þremur stærstu mjólkur- búm í landinu. Það selur mjólk til 800 söluaðila í Austur-Danmörku. Og hver er ástæðan fyrir þessari ráðbreytni? Aðallega sú, að tómu fernurnar valda mengun í nátt- úrunni vegna skaðlegra efna sem koma frá þeint þegar þær rotna. Væntanlegar mjólkurflöskur verða framleiddar í Danmörku og hverja flösku á að vera hægt að nota 20 sinnum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.