Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 11

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 11
um. Kjötið hætti að seljast út. Menn sátu uppi með lambakjötið. Nokkuð af þessu kjöti sem bænd- ur höfðu lagt inn urðu þeir að taka heim til sín aftur. Það voru sóttar tunnurnar og svo voru menn að vigta þetta í sundur hérna á bæj- unum. Það voru kannski tveir, þrír, fjórir um tunnuna. Það var líka dálítið skrýtið tíma- bil milli 1920 og 1924. Það var uppgangstímabil. Og svo hækkar Jón Þorláksson gengið þegar hann verður fjármálaráðherra. En það varð afskaplega erfitt fyrir marga sem voru skuldugir. Þá man ég eftir helvítis látum. Ég tel að Framsóknarflokkurinn hafi magn- ast og orðið sem hann er á gengis- hækkun Jóns Þorlákssonar. Tryggvi Þórhallsson kom þá í dagsljósið „þá orðinn ritstjóri Tímans“ og skrifaði þessi lifandis ósköð um gengislækkunina. Flann skammar Jón Þorláksson niður fyrir allar hellur fyrir þessa vit- leysu sem hann hafi gert. Já, þetta fór afar illa með marga. Svo tekur Framsóknar- flokkurinn við 1927, studdur af krötunum, og þá hefst þetta mikla framkvæmdatímabil; brúabygg- ingar, vegagerð, skólabyggingar, sjúkrahús, athafnasemi á öllum sviðum. Og Flóaáveitan í fleng. Þetta stendur til þingrofsins 1931. Þá er hálfgert millibils- ástand í kreppunni vondu þangað til 1934. Þá taka þrír ungir menn — eiginlega barnungir — við stjórnartaumunum. Og það verð- ur alveg gjörbylting. Það voru þeir Hermann Jónasson sem þá var 37 ára, Eysteinn Jónsson tíu árum yngri og Haraldur Guðmundsson 42 ára. Afurðasölulögin? Þessir ungu og frísku menn byrj- uðu á því að setja afurðasölulög- gjöfina sem bráðabirgðalög. Það var ekki um annað að ræða. Það voru fyrst mjólkurlögin og svo kjötsölulögin. Svo voru þau sam- einuð og urðu að afurðasölulög- unum. Egill Thorarensen var fyrsti kaupfélags- stjóri Kaupfélags Árnesinga á Selfossi en það var stofnað árið 1930. Þetta var það sem hreinlega bjargaði sveitunum. Þá voru og sett nýbýlalögin, Landnámið sett í gang og farið að byggja nýbýli. Og fólkinu hættir að fækka í sveitun- um. Og víðar hafði verið bölvuð eymd í kreppunni. Á Eyrarbakka og Stokkseyri var það tekið til ráðs að reyna að koma upp skepn- um til að fólkið hefði að éta. Og síðan fóru þeir að leggja inn í Mjólkurbúið. Það náði bara yfir Flóann í upphafi. Svo var líka byggt mjólkurbú á Ölfusinu. Sumir vildu endilega vera þar. Menn úr Fljótshlíðinni og ofan af Skeiðum. Þeir vildu hlýða Jónasi frá Hriflu, því hann vildi byggja þar bú. Hann sagði að það ætti að nota jarðhitann. En Tryggvi Þórhallsson vildi aftur á móti vera með mjólkurbú á Selfossi. Þar skildi á með þeim. Framámenn í Flóanum sóttu fast að fá að vera hér í Laugardæla- landi og Eggert Benediktsson, sem þar bjó þá, bauðst til að láta land undir mjólkurbú. Eiríkur Einarsson frá Hæli sem þá var í stjórn búsins vildi setja það niður vestar á bökkunum og fá land úr jörðinni Selfossi, fyrir neðan gamla Bankann. En Eggert gamli hafði betur. Tryggvi úr- skurðaði í málinu. Þeir fóru suður nokkrir kallar héðan; Eiríkur og Eggert, Gísli á Reykjum og fleiri. Nema þegar þeir komu aftur var Eiríkur fúll og sagði: Hér er þessi heiðarmön, hreppsins óskastaður. Fagna nú og fýla grön frú og eiginmaður. Það voru Eggert í Laugardælum og frú sem áttu það. Ég held nú að það hafi verið afskaplega gott að búið var sett þarna niður þar sem það er. Ég er þeirrar skoðunar að Hveragerði hafi verið vondur staður fyrir mjólkurbú. Og einnig var það mjög mikill munur fyrir Flóann sem var aðalframleiðslusvæðið á þessum tíma að hafa mjólkurbúið austan við Ölfusá vegna þess hve aðdráttarleiðir allar voru stuttar. Það var meira miðsvæðis. Þessar framkvæmdir hafa auldð reisn Flóamanna? Ýmsir töldu áður að Flóamenn hafi þá gengið bognari en aðrir. En ég vil ekki viðurkenna það. Ég tel að þeir hafi frá fyrstu tíð gengið jafn uppréttir og aðrir. En það hefur verið komið á þá þessu orði — ég veit ekki af hverju. Eggert og Bjarni segja samt í sinni ferða- bók að þegar þeir komu hingað í Flóann og kynntust Flóamönnum þá báru þeir þessar sögur til baka og töldu Flóamenn standa fylli- Iega á sporði hverjum öðrum af íbúum landsins. Meira að segja taka þeir fram að það undarlega sé nú að þrátt fyrir nálægð þeirra við kaupstaðinn á Eyrarbakka og þá dönsku þá tali þeir betra mál og hafi varðveitt tunguna betur heldur en mörg önnur byggðarlög. Ég tel því að Flóamenn hafi staðið sig allsæmilega. Hefðu þeir verið eitthvað aumingjalegri en aðrir þá hefði þeim ekki gengið svona vel að koma sér af stað með þessar stórframkvæmdir sem eru þær langstærstu sem gerðar hafa verið í sveitum hér á Islandi. Þeir undirbúa Flóaáveituna með fé- Freyr 339

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.