Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 15

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 15
Geta einstakir bændur leitaö til Eftirlitsdeildar ef þeir hafa um- kvörtunarefni? Vissulega geta þeir kvartað til okkar yfir vöru sem þeir telja ekki fullnægjandi. Það væri fróðlegt að heyra dæmi um það að stöðva hafi þurft innflutning og sölu á vörum sem Eftirlitsdeildin hefur á sinni könnu? Því er því miður ekki að neita að það hefur komið fyrir. Hvað fóður áhrærir þá höfum við þurft að stöðva farma bæði vegna notkun- ar á óheimiluðum fóðurefnum, þ.e. dýraleifum af einhverju tagi, og eins vegna íblöndunar á lyfjum sem ekki hafa verið leyfð. Þetta er e.t.v. helmingur af vandamálun- um við fóðrið en hinn hlutinn er skemmdir, þ.e. fóðurfarmar sem hitnað hefur í o.fl. Petta eru alltaf flókin og erfið mál því að í flestum tilvikum er erfitt um sannanir og hér er því byggt á samvinnu margra aðila. Þú telur þannig fulla þörf á þessu eftirliti? Það er ekki nokkur vafi og reynslan hefur sýnt okkur það. Við vorum að ræða um fóðrið en hið sama gildir um sáðvöruna. Það eru til fræsalar erlendis sem freista þess að Iosa sig við miður góða sáðvöru hingað. Slík mál hafa komið upp. Tafla 2. Sáðvöruinitflutningur 1982—1986 (kg). A Túnrækt. Ár 1982 1983 1984 1985 1986 Beringspuntur . 0 0 0 350 1101 Háliðagras 7491 800 0 0 0 Túnvingull EchoDahnh. .. 10776 6500 1000 0 0 Leik 13075 20298 38116 61290 29000 Rubina Roskilde 10500 18500 600 1500 0 Vallarfoxgras Adda 350 0 0 24924 5000 Engmo 4470 14000 17000 2000 0 Korpa 13000 15000 17000 10500 13052 Vallarsveifgras Fylking 16350 36831 16996 8000 1500 Holt 1000 2036 2000 3000 Primo 0 0 0 0 3000 Grasfræblöndur 60904 95575 93257 55650 42450 B Grænfóðurrækt. Ár 1982 1983 1984 1985 1986 Bygg 122800 110600 232350 80200 Hafrar 388450 379100 409200 376600 197875 Rýgresi 72000 62000 59000 50125 40785 Mergkál 100 1600 100 1050 1100 Repja 6002 8900 14150 9012 2200 Rúghveiti 3547 urinn á því að tryggja búfé gott um. Geymsluskemmdir eru þáttur fóður er ekki síst geymslurnar, sem erfitt er að mæla og valda bæði hjá fóðursölum og hjá bænd- hugsanlegu óþekktu afurðatapi. Leiðrétting Að lokum: Hvemig finnst þér ástandið í þessum málum vera þegar á heildina er litið? Hvað varðar áburð og sáðvöru þá tel ég ástandið vera þokkalegt. Pó er þar visst óöryggi með sáðvör- una vegna umpökkunar í smásölu og hugsanlega vegna þess að hún sé seld of gömul. Hvað fóðrið viðvíkur þá tak- markast eftirlitið vegna hinnar geysilegu fjölbreytni sem er á framboði af fóðri. En veiki hlekk- í greininni „Búvörulögin — land- búnaðarstefnan“ á bls. 218—221 í 6. tbl. á efsta lína í 1. dálki á bls. 221 að vera efsta línan í 1. dálki á bls. 220. Málsgreinin sem hefst á neðstu línu í þriðja dálki á bls. 219 hljóðar þá þannig: „Þarna skerast hagsmunir ein- staklinga og hópa skarpar en svo að stéttarsamtökum sé með öllu ætlandi úr að leysa. Listin er að finna á þessu hóflegt jafnvægi, þannig að ábyrgð sé tryggð án þess að stéttarlegri samstöðu sé ofboðið“. Einnig hefur fallið niður að geta hvaðan texti innan gæsalappa undir mynd á bls. 219 er, en hann er úr ályktun aðalfundar Stéttar- sambands bænda 1984, (á ísa- firði), um stefnumótun í land- búnaði. Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. Freyr 343

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.