Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 16

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 16
Birkir Friðbertsson, Birkihlíð, Súgandafirði. Enn um mat á kindakjöti Hugleiðingar í tilefni af grein Einars E. Gíslasonar í 4. tbl.Freys 1987. Einar E. Gíslason skrifaði í 4. tbl. Freys ’87 nokkurs konar svargrein við ágœtri grein Ágústar Guðröðarsonar sem birtist í 23. tbl. ’86. í grein Einars eru ýmsir athyglisverðir punktar sem ýmist er þörfað ræða frá öðru sjónarhorni, eða taka undir, eftir ástœðum. Birkir Friðbertsson. 1. Dilkakjötið er „of feitt og of dýrt“. Vissulega er til allverulegt af dilkakjöti sem er feitara en megin- hluti neytenda óskar eftir. Um- framfitu þess kjöts þarf að fjar- lægja eftir því sem mögulegt er áður en neytandinn fær vöruna. Vilji kaupandi feitt í einstökum tilfellum á verðfellingin að skila sér til hans óskert. Litlir skrokkar eru jafngrennri, en hitt er, að lítil og vanþroskuð föll eru dýrari í framleiðslu, slátrun og vinnslu, einkum ef áfallinn raunkostnaður er rétt reiknaður. Helstu orsakir eru: a) ef föllin eru smá vegna lélegra haga eða ofsetinna, þá eru landspjöllin ómetin til verðs, en þjóðarinnar að greiða þau. b) ef föllin eru smá vegna stuttr- ar æfi, en viðkomandi heima- hagar eða afréttir þyldu lengri beitartíma, þá er verið að framleiða dýrara kjöt en þörf er á. c) sláturkostnaður svo og meginhluti vinnslukostnaðar er að mestu bundinn við ákveðinn kostnað pr. iamb. Sláturkostnaður pr. kg er því aðeins reiknað meðaltal sem veldur því að í raun greiða stærri lömbin verulega niður sláturkostnað þeirra minni. Jafnsmærri lömb leiddu til hærri sláturkostnaðar pr. kg og dýrara kjöts. Aukið hlut- fall stærri lamba lækkaði slát- ur- og vinnslukostnað og skilaði lægra kjötverði. d) a.m.k. í vissum landgóðum sveitum sölna grös það seint að próteinhlutfall þeirra helst uppi lengi fram eftir. Við þær aðstæður aukast vöðvar hlut- fallslega svipað og sú fita sem hugsanlega þyrfti að fjar- lægja. Auk þess sem hlutfall beina minnkar. 2. „um bragðgæðin efast fáir“ Ekki efa ég, frekar en Einar, að bragðgæði dilkakjöts standa fyrir sínu, þ.e.a.s. ef þar er um að ræða safaríka og vel þroskaða vöðva, hjúpaða hóflegri fituhulu. Hins vegar er til dilkakjöt sem hefur sömu annmarka og venjulegur kjúklingur, þurrt, bragðlítið og beinamikið og borðast helst með feitum sósum og fitusteiktum kartöflum. Til lengdar mun slíkt kjöt lúta í lægra haldi fyrir öðrum kjöttegundum, ekki síður en kjöt sem fer óhóflega feitt á markað. 3. „rétt er að skipta O-flokknum í tvennt eftir ntumagni" Þarna á Einar við mismunandi þykktarmörk samkvæmt núver- andi mælingareglu. Þetta er eðli- leg sanngirniskrafa en forgang ætti þó sú sanngimiskrafa að hafa að önnur fituþykktarmörk giltu á stærri lömbunum heldur en þeim minni, auk þess sem Ágúst Guð- röðarson bendir á að mælipunkt- urinn þarf að verða því lengra frá hrygg sem lambið er stærra ef mæling á að vera hliðstæð. Sama fituþykkt á mjög misþroskuðum föllum hlýtur að þýða mishátt hlutfall milii kjöts og fitu. Einnig er hallað mjög á stærri lömbin í almennri kjötumræðu þegar sleppt er hversu beinahlutfall smærri lamba er að meðaltali langtum hærra en þeirra sem náð hafa betri þroska. Hver er munur- inn fyrir kjötvinnsluna eða heim- ilin hvort það er fita eða bein sem úr gengur? 4. „í haust var þetta verðfellt um 11,5% til bænda, frá 1. flokki, en í heildsölu er aðeins 8% verðmunur". Einnig ég lýsi undrun minni á þessum samdrætti í verðfellingu á 344 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.