Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 23

Freyr - 01.05.1987, Blaðsíða 23
Mynd 2. Stjórnunarbúnaður sláttutœtara hefur veríð endurbættur á síðari árum. Nú má fá nœr sjálfvirka tengingu við dráttarvél, handhæga stjórnun á dreifistút og góðir speglar auðvelda stjórnun verulega. umferðar á tún og akurlendi. All- ar sýna þær skaðleg áhrif en þó mjög mismikið eftir tækjum og túngerð. Með stærri tækjum áger- ist þessi skaði og einkum er þetta vandamál við votheysskap þar sem um þunga flutninga er að ræða samtímis því að tún eru oft blaut. Til að draga úr þessum skaðlegu áhrifum koma einkum þrjár leiðir til álita, þ.e. betri framræsla, létt- ari vélar og meira flotþol (burð- argeta) hjólbarða. Tilraunaniður- stöður sýna að það er þyngd vél- anna sem hefur afgerandi áhrif á jarðvegsbygginguna, einkum þeg- ar neðar dregur í jarðvegslagið. Til að draga úr þeim áhrifum eru léttari vélar öruggasta leiðin en þróunin í vélvæðingu búanna hef- ur undanfarna áratugi verið í gagnstæða átt. Burðarhjól vélanna yfirfæra þungann á jarðveginn og því er vert að fá sem fyllstar upplýsingar um áhrif hinna ýmsu gerða á jarð- veginn. í Noregi hafa verið gerðar athyglisverðar tilraunir með ólíkar gerðir af hjólbörðum við votheys- skap á bændabýlum við breyti- legar aðstæður. í athugununum var annars vegar mælt skrik (spól) dráttarvélanna og hins vegar spor- dýpt. Reyndir voru ólíkir hjól- barðar og dráttarvélar með aftur- drifi og aldrifi. Yfirleitt er minna strik á aldrifs- vélunum en þó ekki afgerandi. Skrik á drifhjólum er mun minna á „radial" hjólbörðum en „dia- gonal og einnig minna á lág- mynstruðum breiðum (LP 609/60- 305) börðum. Þá er athyglisvert að minna skrik er á afturdrifsvél með „radial" og lágmynstruðum börðum en aldrifsvélum á „dia- gonal“ börðum. Spordýptin er oft notuð sem mælikvarði á sköddun vegna um- ferðar. í fyrrgreindum athugunum sukku „radial“ dekkin mest í, einkum vegna þess að þau hafa háar og skarpar spyrnur. Best reyndust lágmynstruðu breiðu dekkin (LP 609/60-305), þegar tekið er tillit bæði til skriks og spordýptar. Með hliðsjón af þess- um niðurstöðum væri ástæða fyrir innflytjendur og bændur að endurskoða búnað vélanna þegar kaup eru gerð. Flutningatæki eru nú flest með breiða hjólbarða, (t.d. 400-155), sem er mikil framför frá því sem áður var. Ef hægt er að koma því við, er betra að nota hjól með mikið þvermál, t.d. á tankvögn- um. Þau fara að öðru jöfnu betur með túnin en ýmsar útfærslur af vögnum með tveimur burðaröxl- um. Þá má einnig bæta flothæfni hjólbarðanna með því að hafa fremur lítinn loftþrýsting í þeim, atriði sem menn gefa oft ekki nægilegan gaum. Raðprófanir á sláttutæturum. Hér á landi hafa fáir sláttutæt- arar verið til prófunar hjá Bú- tæknideild nú síðari ár. Ástæðan er m.a. sú að athygli bænda og innflytjenda hefur meira verið bundin við fjölhnífavagna til vot- heysskapar, sennilega vegna þess að margir bændur eru með bæði votheys- og þurrheysskap og geta þá notað sama tækið á báðum vígstöðvum. Norðmenn, sem náð hafa lengst Norðurlandaþjóða í votheysgerð (um 70% af heyfeng), slá og hirða nær allt með sláttutætara. Þeir leggja því mikla áherslu á prófanir á þessum tækjum og leggja sig fram um að þróa þau þannig að kröfur notenda séu sem best upp- fylltar. Hér verður lauslega drepið á þau atriði sem lögð er áhersla á við raðprófanir og má ætla að sömu áhersluatriði gildi við okkar aðstæður. Kastlengd heysins frá stút tæt- arans hefur afgerandi áhrif á nota- gildi hans, einkum ef aðstæður eru erfiðar. Kastlengdin ákvarðast af Freyr 351

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.